Prentarinn - 01.10.2003, Qupperneq 17

Prentarinn - 01.10.2003, Qupperneq 17
Mikið stœkkuð mynd af myndlampatölvuskjá sýnir hina lituðu fosfór- depla sem þekja gler hans. Deplarnir eru i samlægu grunnlitunum rauðum, grœnum og bláum. Þrjá slíka depla (einn í hverjum lit) þarf til að mynda einn dil (myndeind eða „pixel") á skjánum. Þegar horft er á skjáinn úr hœftlegri fjaiiœgð renna þessir örsmáu deplar saman þannig að myndin virðist hafa samfelldan tónskala. 16 milljónir lita. Þetta er samt sem áður aðeins fræðilegt, því í raun er ekki hægt að sýna fleiri liti samtímis á skjánum en fjöldi myndeindanna er á gleri mynd- lampans eða u.þ.b. milljón. Auk þess getur mannsaugað alls ekki greint milli sumra þessara lita. Ef allir rafeindageislamir þrír eru jafn sterkir ljóma allir grunnlitir skjásins af sama styrk- leika. Útkoman er hvítur litur á skjánum. Ef styrk eins rafeinda- geislans er breytt breytist styrkur samsvarandi litar og þá einnig heildarlitblær á skjánum. Litasvið y Á þessari mynd má sjá muninn á litasviðum tölvuskjás (rauði ferill- inn) og ojfsetprentunar (grái ferillinn). Eins og sjá má eru margir lit- ir, sem tölvuskjár getur birt, utan prentanlegs litasviðs en einnig eru sumir prentlitir, sérstaklega á grœna svœði litrófsins, sem ekki er hœgt að birta á tölvuskjá. Hvað er kvörðun - Hvað eru prófilar? Kvörðun (calibration) tœkis þýðir aó þaö er stillt eftir ákveðnum fyrirfram skilgreindum viðmiðum sem oft eru skil- greind af framleiðendum tœkisins þannig að það vinni eins vel og kostur er og á stöðugan máta. Stöðugleikinn er lykilat- riðið hér og skiptir meira máli en nákvœmni. Nauðsynlegt er að hægt sé að kvarða tækið á sama hátt aftur og aftur og fá alltaf sömu útkomu. Prófill (profile) er tölvuskrá sem lýsir eiginleikum tækis og er vanalega gerð með mœlingum á hegðun þess í kvörðuðu ástandi. Þessi lýsing er síðan tekin með í reikninginn í vinnslukerfum sem styðja ICC vinnsluflæði. skjáa, þ.e. hversu marga liti þeir geta birt, ræðst aðallega af eigin- leikum rauðu, grænu og bláu grunnlitanna í fosfórdeplunum. Fosfórinn sem notaður er í þessa lituðu depla er mismunandi og því eru ekki allir skjáir eins hvað þetta varðar. Það er m.a.s. munur á eiginleikum fosfórsins í hinum þremur grunnlitum, þannig að bláu litdeplamir endast mun skemur en þeir rauðu og grænu og því er algengt að CRT skjáir sem famir eru að eldast fái gulleitan blæ í miðjunni þar sem útgeislun bláu fosfórdeplanna er orðin veik- ari en þeirra rauðu og grænu. Litasvið tölvuskjáa er stærra en prentunar á pappir og margir litir sem hægt er að birta á skjá em með öllu óprentanlegir en það eru einnig sumir prentlitir sem erfitt er að líkja nákvæmlega eftir á skjá. Bjartasti punktur sem skjár getur birt næst þegar rauðu, grænu og bláu fosfórdeplamir ljóma með fullum styrk (R=G=B=100) og er nefndur hvítpunktur (whitepoint). Þar sem birta hvítpunktsins fer eftir styrkleika geislunarinnar frá skjánum er oft töluverður munur milli einstakra skjáa hvað þetta varðar, auk þess sem geislunin minnkar mjög eftir því sem skjá- imir eldast. Til að mannsaugað geti skynjað tiltekinn punkt sem hvítan þarf ljóminn helst að vera 85cd/m^. Flestir skjáir á markaðn- um geta að sönnu náð þessum styrk en fæstir halda honum eftir eins árs notkun. Dekksti punktur skjásins, þegar aðlagsmerki hans er 0, er kallaður svartpunktur (black- point). Sverta skjáa er mjög mis- munandi milli framleiðenda og gerða. Þaö œtti alltaf að hafa í huga að skjár getur aldrei líkt fullkomlega eftir myndum á pappír og varast œtti aó treysta skjá- myndinni í blindni. Skjáir geisla frá sér Ijósi og nota samlœgu grunnlitina rautt, grœnt og blátt. Myndirnar sem við sjáum á skján- um verða til við þessa útgeislun. Myndir á pappir sjáum við hins vegar vegna endurkasts Ijóss af yf- irborði pappírsins og þær eru Jlestar gerðar með frádrœgu grunn- litunum cyan, magenta og gulu ásamt svörtu. Það er mikill munur á þessum tveimur birtingarformum. Af þessum sökum eru litasvið skjáa og prentunar töluvert ólík. Þeg- ar verið er aó meta liti myndskráa í frádrægu grunnlitunum (CMY) og svörtum lit (K) á skjánum er í raun verið að horfa á RGB liti, þvi skjárinn líkir aðeins eftir CMYK litunum með RGB litumfosfór- deþlánna. Litasvið Jlestra tölvuskjáa er verulega stærra en það svið sem hœgt er að prenta en þó lenda mettuóustu grunnlitir prentunar, magenta, cyan og gult, utan við litasvið flestra tölvuskjáa í dag. Þegar not- andi vill sjá slíka liti á skjánum skiptir hugbúnaðurinn þeim venju- lega út fyrir aðra svipaða sem komast fyrir innan litasviðs skjásins. PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.