Prentarinn - 01.10.2003, Síða 19
Skjár kvarðaður með litmœli. Umhverfis framhlið skjásins eru Ijós-
hlifar sem koma í vegjvrir að Ijós frá umhverfinu falli á gler skjás-
ins.
lagi aðferðir sem byggjast á mæl-
ingum.
Sjónræn kvörðun tölvuskjáa
er vel þekkt og mikið notuð í
prentsmíða- og hönnunargeirum
grafíska iðnaðarins. Vinsælt tæki
til þess ama er Adobe Gamma
sem fylgt hefur Photoshop síðan í
útgáfu 5,0. Tilraunir hafa sýnt að
frávik milli lita í myndskránni og
skjámyndar þar sem slíkar kvörð-
unaraðferðir eru notaðar eru oft
AE 20. Þessi stillitæki eru e.t.v.
betri en ekkert ef ekki er ætlunin
að dæma af nákvæmni um liti eft-
ir skjámynd, en þegar búa á til
hágæða skjáprófíla ætti að gera
þessi tæki óvirk eða ijarlægja þau
úr tölvunni.
Með aðferðum sem byggjast á
mælingum má ná mikilli ná-
kvæmni í kvörðun, jafnvel svo að
litfrávik milli myndskrár og skjá-
myndar sé ekki nema AE 3.
Sérstakir hugbúnaðir til
kvörðunar og skjáprófílagerðar em
ýmist innbyggðir í skjáina eða
framleiddir af fyrirtækjum sem
sérhæfa sig í slíku og oft fylgir þá
litrófsmælir með í pakkanum.
Profile Maker og Eye One frá
GretagMacbeth er dæmi um slíka
pakka en einnig má nefna
Monaco Profíler og View Open
frá Heidelberg.
Hugbúnaðurinn lætur skjáinn
birta fjölmörg litmerki hvert á
fætur öðm. Litrófsmælir er settur
framan á skjáinn og tengdur við
skjákort tölvunnar. Mælirinn
mælir litina með mikilli ná-
kvæmni og ber niðurstöðumar
saman við viðmiðunargildi. Sam-
anburðurinn á þessu tvennu er
notaður til að búa til prófílinn.
Með þessu móti má stilla marga
skjái þannig að skjámyndir þeirra
séu eins líkar og tæknilega er
mögulegt. Þar sem unnið er með
myndir á mörgum tölvum er nauð-
synlegt að kvarða alla skjáina á
sama hátt, annars rnunu þeir birta
sína útgáfuna hver af sömu
myndinni. Það þarf að kvarða hvít-
og svartpunkt skjásins, birtu
(brightness), skil (contrast) og
Gamma.
Stillingar hvít- og svartpunkt-
anna ráða virknisviði (dynamic
range) skjásins en Gamma-still-
ingin framsetningu miðtónanna.
Birtu skjásins og skil þarf að
stilla áður en aðrir þættir eru
kvarðaðir. Þetta er vanalega gert
með stillihnöppum framan á
skjánum. Stillingum á birtu og
skilum skjásins má alls ekki
breyta nema kvarða skjáinn upp á
nýtt. Lithiti hvítpunktsins er vana-
lega nærri 9300 K þegar skjáir
koma frá framleiðanda. Þetta þýðir
að hvítpunkturinn hefúr mjög blá-
leitan blæ. Það er mjög mikilvægt
að öll skoðun og nákvæmt mat lita
í grafískum iðnaði fari fram undir
stöðluðum D50 (5000 k) ljósgjöf-
Monitor Calibration Assistant
Drterminp your monitor's current gtmrni
6
Vour monitor's *ctu»l gimm* is affect*>J by contrsst *nd brightnoss
sottings »nd oth*r char»ctoristics of your monitor
For *ach of the thre* colors bolov, mov« tho slidor until the shapo in th» rmddi* blonds in with
tho background as much as possible. It may holp to squint or step back from the monitor.
3.S 1.0 3.S
After you have done this step, click the right arrow.
l<hlÞl
Ein af stillivalmyndum Adobe Gamma stillitœkisins. Stillitœki sem
þetta gera mögulegt að stilla skjái upp að vissu marki og eru betri en
ekkert. Efœtlunin er hinsvegar að stilla skjái þannig að þeir geti likt
nokkuð nákvæmlega eftir prentun á pappir verður að nota flóknari
tœki til stillingarinnar.
Kvöröun í hnotskurn
Það fj’rsta sem þarf að huga að er ástand skjásins sem œtlunin er
að nota. Efhann er eldri en 2 ára œtti ekki að nota hann heldurfá
sér annan nýrri.
Aður en kvörðun skjásins ferfram þarf að liuga að umhverfinu.
Skjárinn œtti að vera staðsettur í herbergi þar sem lýsing er dauf og
helst stöðug allan daginn. Ljósið umhverfis skjáinn cetti að hafa
5000 K lithita. Það þarf að hafa sérstakan skoðunarkassa við hlið
skjásins þar sem fyrírmyndir eða prentmyndir sem bera á saman við
skjámyndina eru skoðaðar. Ljósin í skoðunarkassanum þurfa að
vera stillanleg þannig að hœgt sé að minnka birtu þeirra til sam-
rœmis við Ijóma skjásins. Gœta þarf þess að ekki glampi af gleri
skjásins og ekkert utanaðkomandi Ijós falli á hann. Gott er að hafa
hlifar á skjánum til að útiloka allt utanaðkomandi Ijós.
Það þarf að byrja á að stilla skil og birtu skjásins. Að þvi búmi er
hvítpunkturinn stilltur eftir lithita þess skoðunarljóss sem notað er
til að skoða prentaðar fyrirmyndir og Ijósmyndir. Oftast er lithitinn
5000 K(D50).
Þegar kvörðuninni er lokið og lithitinn er stilltur eins nœrri 5000 K
og mögulegt er er hœgt aó gera skjáprófilinn. Það er auðvitað hœgt
að notast við einföld stillitœki eins ogAdobe Gamma eða önnur á-
líka en til að ná góðum árangri þarf að nota litrófsmœli og sérstak-
an kvörðunarhugbúnað honum tengdan. Kvörðunarhugbúnaðurinn
lœtur fjölda lita birtast á skjánum og litrófsmœlirinn mœlir litrófs-
samsetningu þeirra og ber saman við viðmiðunarliti. Niðurstöður
þessara mælinga eru notaðar til að búa til skjálýsinguna.
Það er mjög mikilvœgt þegar skjálýsing hefur verið gerð að engum
stillingum sé breytt. Límið yflr birtu- og skila- (brightness/contrast)
stillihnappana framan á skjánum til að koma i vegfyrir að þeir
verði óvart hreyfðir. Efhreyft er við stillingum skjásins þarf að
kvarða hann upp á nýtt og gera nýja skjálýsingu.
Kvörðunin er ekki fyrir lífstíð. Regluleg kvörðun, t.d. með mánaðar
millibili, er bráðnauðsynleg.
PRENTARINN ■ 19