Prentarinn - 01.10.2003, Side 20

Prentarinn - 01.10.2003, Side 20
um, helst í sérstökum skoðunar- klefum. A skjám sem notaðir eru til að dæma um liti þarf því að stilla hvítpunkt skjásins þannig að lithiti hans sé sambærilegur við lithita skoðunarljóssins sem notað er til að skoða prentmyndir og ljósmyndir. Eftir kvörðun skjásins þarf að búa til ICC prófíl sem lýsir eigin- leikum hans, s.k. skjáprófil. Ná- kvæmni kvörðunarinnar skiptir miklu máli og því betur sem tekst að láta hvítpunkt skjásins líkja eft- ir D50 ljósgjafa, því minni eru lit- frávikin eftir að skjáprófíll hefur verið gerður. I raun eru kvörðun og gerð skjáprófíls tvær aðskildar aðgerðir en vegna þess að flest verkfæri til skjákvörðunar geta líka búið til skjáprófíla strax að lokinni kvörð- un er þeim oftast steypt saman í eina í daglegu tali fólks. Því vandaðri sem kvörðunin er því nákvæmari verða skjáprófíl- amir. Eini raunvemlegi mæli- kvarðinn á gæði kvörðunar og skjáprófíla er hversu nákvæmlega skjárinn birtir liti. Það er hægt að mæla litfrávik milli þekktra lita í tölvuskránni og sama litar eins og hann birtist á skjánum en erfíðara er að mæla frávik milli fyrirmynd- ar (t.d. ljósmyndar) eða prentaðrar myndar og litar á skjá. Oftast er eina leiðin til að dæma um þetta sú að bera skjámyndina saman við fyrirmyndina. Matið hlýtur því alltaf að vera huglægt og því er mikilvægt að öll utanaðkomandi á- hrif séu eins lítil og kostur er til þess að þau hafí ekki of mikil á- hrif á matið. Niðurstöður kvörðun- arinnar em vistaðar í litupp- flettitöflunni á skjákorti tölvunn- ar. Skjá þarf að kvarða og búa til nýjan skjáprófíl af honum með reglulegu millibili. Einu sinni í mánuði ætti að vera algjört lág- mark, helst ætti að gera það oftar ef kostur er. Ytri skobunarskilyrbi Hvort sem myndir em metnar á tölvuskjá eða tyrirmyndir og/eða prentmyndir em bornar saman við skjámyndina er mikilvægt að huga vel að umhverfi skjásins. Góður skjáprófíll er gagnslaus ef ytri skoðunarskilyrðin eru ekki réttt. Koma þarf skjánum þannig fyrir að umhverfíð hafi sem minnst á- hrif á skoðunina. Hafa þarf full- komna stjóm á umhverfislýsing- unni og gæta þcss að lýsing í her- berginu þar sem skjárinn er sé stöðug. Best er að skoða myndir á skjá í mjög daufri birtu. Þetta minnkar hættu á glömpum af gleri skjásins og eykur skil (kontrast) skjásins í augum skoð- andans. I stöðlum ISO er mælt með að birtan umhverfis skjáinn sé milli 32 og 65 Lux og hún þarf að vera stöðug allan daginn. Lithiti umhverfisljóssins á að vera sem næstur lithita hvítpunkts skjásins eða 5000 K. Helst ættu veggir, loft og gólf umhverfis skjáinn að vera ljósgrá að lit og laus við end- urkast. Forðast ætti að hafa nokkuð nærri skjánum sem gæti truflað sjónskynjun þess sem situr við hann s.s. myndir, veggspjöld, miða o.þ.h. Það þaif einnig að gæta þess að engir ljósgjafar með annan lithita en umhverfisljósið, eða gluggar, séu innan sjónsviðs þess sem vinnur við skjáinn eða geti valdið endurkasti af skjánum. Þetta þýðir að draga þarf fyrir gluggana (séu þeir til staðar), koma fyrir D50 perum í öllum ljósastæðum í herberginu, minnka herbergislýsinguna verulega og gæta þess að hún breytist ekki meðan unnið er við skjáinn. Það þarf helst að athuga ástand um- hverfisljósanna einu sinni á ári og skipta um perur ef liteiginleikar þeirra hafa breyst. Koma þarf skoðunarkassa með D50 ljósum fýrir við hlið skjásins ef ætlunin er að bera saman fyrirmyndir/prentmyndir og skjámyndina. Þegar hvítpunkt- ur tölvuskjásins er stilltur á D50 fellur birtustig skjásins venjulega þó nokkuð. Það þarf því að vera styrkstillir („dimmer") í skoðunar- kassanum svo hægt sé að stilla ljósstyrkinn í kassanum þangað til birtustigið inni í honum líkist birtustigi skjásins cins og mögu- legt er. Það er venjulega ekki á færi venjulegra notenda að mæla birtustig bæði skjásins og kassans svo vel sé, þannig að þetta verðui' að stilla með sjónrænum saman- burði. Það er gott að setja hvíta pappírsörk inn í skoðunarkassann og bera hana saman við hvíta mynd sem gerð hefur verið í myndvinnsluforriti (t.d. Photo- shop). Síðan þarf að stilla birtuna í skoðunarkassanum þangað til hvíta skjámyndin og hvíta papp- írsörkin virðast ámóta bjartar. Til að koma í veg fyrir að ljós falli á skjáinn er hægt að kaupa sérstakar hlífar til að setja umhverfis skjá- inn. Slíkar hlífar er reyndar líka hægt að útbúa úr svörtum pappa ef menn tíma ekki að kaupa þær og eru lagnir í höndunum. Það getur vaxið mörgum í augum að útbúa stöðluð skilyrði, eins og hér er lýst, á vinnustöðum. Það er auðvitað óraunhæft að ætlast til þess að heilt fýrirtæki sé málað grátt í hólf og gólf, dregið fýrir alla glugga og öll Ijós deyfð. Oft- ast má þó með smávegis hagræð- ingu taka frá eitthvert horn eða eitt herbergi þar sem hægt er að koma upp stöðluðum aðstæðum sem auðvelt er að stjórna. ISOstað- all nr. 3664:2000 fjallar um skoð- unaraðstæður þar sem fýrirmyndir og eftirmyndir eru bornar saman og þar sem myndir eru metnar á tölvuskjá án samanburðar við eft- irmynd eða ljósmynd. Tillaga að ISO staðli nr. 12646 fjallar um samanburð milli tölvuskjámyndar og ljósmyndar eða eftirmyndar („soft proofíng"). Þeir sem vilja kynna sér efni þessara staðla ættu að fara inn á heimasíðu ISO eða hafa samband við Staðlaráð Islands. Skjáprufur Þegar tölvuskjáir eru látnir líkja eftir prentaðri útkomu er talað um skjáprufúr (soft proof á ensku) og þess konar notkun tölvuskjáa er að verða sífellt algengari í grafíska iðnaðinum og greinum honum tengdum. Skjáprufur hafa aug- ljósa kosti fram yfír “hefðbundn- ar” litaprófarkir á pappír. Hver pappírsútkeyrsla kostar peninga, jafhvel einföld útprentun á venju- legan bleksprautuprentara, og þær taka tíma. Kostnaður við skjápruf- ur er í lágmarki, þörfín á endur- Skjámyndir úr ProjileMaker kvörðunar- og prófilagerðarforritinu frá GretagMacbeth. Þetta og sambœrileg forrit frá öðrum framleiðendum eru nákvœmustu tœkin til kvörðunar skjáa og gerðar skjáprófda sem fáanleg eru á almennum markaði. 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.