Prentarinn - 01.12.2003, Qupperneq 16

Prentarinn - 01.12.2003, Qupperneq 16
Glœsilegur vélakostur er í prentsal GLR. Georg Páll Skúlason, Ad Van Boen skólastjóri GLR, Alex de Boer GOC og Haraldur Dean Nelson. allar helstu sjónvarpsstöðvarnar eru til húsa í Hillversum. Námið skiptist í fjögur ár. Tvö fyrstu árin eru almennt nám þar sem nemendur taka almenn nám- skeið. Raunverkefni eru unnin á fyrsta og öðru ári. A þriðja ári er unnið verkefni frá hausti fram að áramótum. Eftir áramót er starfs- þjálfun á vinnustað. A haustönn á þriðja og síðasta ári er unnið hóp- verkefni en eftir áramót er loka- verkefni sem unnið er sem ein- staklingsverkefni. Sérstök skrifstofa heldur utan um verkeíhavinnu nemenda. Vef- setur skrifstofúnnar er http://xchange.hku.nl Grafisch Lyceum Rotterdam (GLR) Ad Van Boen skólastjóri Grafisch Lyceum og Arie Von Tilborg deildarstjóri margmiðlunarsviðs kynntu nám og skipulag skólans en hann býður nemendum menntun á þremur skólastigum: 1. Fyrsta skólastigið, 12-16 ára, þar sem venjulegu námi er blandað saman við grafískar greinar. 2. Á næsta skólastigi, ffá 16-18 ára, stunda nemendur hið venjulega iðnnám. 3. Þriðja skólastigið er háskóla- stig þar sem nemendum býðst að taka BA gráðu í grafískum greinum í framhaldi af iðn- náminu. Ef nemendur hafa próf, sem er ígildi stúdentsprófs, fá þeir einnig að taka BA gráðu í grafískum greinum. Það nám fer fram í samvinnu við Háskólann í Rott- erdam. I skólanum eru 3500 nemendur og 300 starfsmenn, þar af 120 kennarar í fúllu starfi (stöðugildi eru 180), en skólinn hefur 20.000 m2 til umráða. í skólanum eru 1500 tölvur fyrir nemendur. Prcntfyrirtækið Nederlof Repro, stafræn vinnsla Nederlof Repro var forvinnslu- fyrirtæki þar til eigandinn (Gerrit Jan Bljuis) fór að hugsa ráð sitt og sá að það var ekki mikil fram- tíð i því að búa til filmur og vinna einungis í forvinnslu (fram kom í máli stjórnenda hjá GLR að forvinnslan er að færast yfir í almenn fyrirtæki). Ákveðið var því að færa út starfsemina með því að taka inn tvær stafrænar prentvélar, Indigo og Karat 74 ffá KBA. Slíkar vélar eru ekki gerð- ar fyrir stórt upplag þannig að fyrirtækið sækist eftir verkefnum þar sem upplag er minna. Fyrirtækið, sem hefur 35 starfsmenn, byggir starfsemi sína á persónumerktri prentun, til dæmis fasteignaauglýsingum. Þá er byggt á gagnagrunni sem hannaður hefúr verið í samvinnu við fasteignasala. Síðan er prent- uð út mynd úr gagnagrunni af fasteigninni ásamt upplýsingum um hana. Þetta efni er prentað í Indigo prentvélinni og hefúr gefið sérlega góða raun. Við- skiptavinir eru hvattir til að kaupa nákvæmlega það magn sem þeir þurfa en ekkert umfram það því að alltaf er hægt að prenta viðbót ef þess gerist þörf. Tæknin er ekki flókin en efna- hagslífið hefur breytt hugsana- mynstri fólks þannig að nú er það prentarinn sem veitir fúllburða þjónustu. Framtíð í stafrænni prentun lítur Iíklega þannig út að upplag mun stækka og persónu- merkt prentun mun einnig aukast. Sölumenn verða að þekkja tækn- ina til að geta selt hana. Einnig þarf að þekkja þarfir viðskipta- vina og finna út hvernig hægt er að selja þeim nýja tækni og fá fleiri verkefni frá þeim. Gagnleg ferð Ohætt er að fúllyrða að margt markvert bar fyrir augu í ferðinni og sumt er líkt því sem Prent- tæknistofnun fæst við þótt allt sé það smærra í sniðum hér á landi. Margt af því sem kynnt var varð- andi starfsþróun og vinnustaða- rannsóknir gæti vissulega verið á könnu Prenttæknistofnunar og það er mat okkar að þessi ferð hafi víkkað sjóndeildarhringinn og sýnt fram á mörg sóknarfæri. Enn fremur sáum við hversu mikilvægt það er fyrir iðnað eins og okkar að hafa öfluga endur- menntun sem styður við fyrir- tækin og starfsmennina. Georg Páll Skúlason Haraldur Dean Nelson Ingi Rafn Ólafsson

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.