Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 3
Leiðari Kjarasamningar Þá er komið að aðalfundi í okkar félagi og þar gerum við upp starfsemi félagsins fyrir síðasta starfsár. Ein stór breyting hefur orðið hjá okkur en það er inn- ganga félagsins í ASÍ. Ég trúi því að sú ákvörðun verði félaginu til heilla um ókomin ár. Við í FBM höfúm nú þegar tekið sæti í nokkrum nefndum innan ASÍ, þ.e. atvinnumálanefnd, mennta- og útbreiðslunefnd, lífeyrisnefnd, skipulags- og starfsháttanefnd og velferðarnefnd. Nokkurt fjör hefur verið í framboðsmálum og áhugi verið fyrir því hjá félags- mönnum að koma til starfa í stjórn félagsins. Það er af hinu góða að félagsmenn hafi áhuga á að starfa fyrir félagið, það að félagsmenn hafa hug á störfum fyrir okkur sýnir að félagið er virkt. Kjarasamningar I komandi kjarasamningum höfúm við nýtt okkur þekkingu hagfræðinga ASI við mótun kröfugerðar, m.a. fengið þá til fúndar með trúnaðarráði. Þá Jakob Maður er komitut í fítia œfiiigu til að kjósa uttt forsetatin í vor. hefur aðild að ASÍ gefið okkur tækifæri til að fá upplýsingar frá öðrum félögum, sem hefur verið erfitt undanfarin ár. A undanförnum mánuðum höfum við í stjórn og trúnaðar- ráði unnið að því að forma kjara- kröfur félagsins á fjölda vinnu- staðafúnda og á félagsfundum. Stjórn félagsins lagði áherslu á það að félagsmenn segðu sína skoðun á þvi hvað þeir vildu leggja megináherslu á í kröfúgerð félagsins. Stjórn og trúnaðarráð vann síðan úr því sem félagarnir vildu leggja áherslu á og full- mótaði síðan kröfugerðina sem var samþykkt á félagsfundi þann 21. janúar. Þær kröfúr sem við í FBM leggjum nú fram eru því allt kröfúr sem félagsmenn hafa komið á ffamfæri við stjórnina. Unnin var viðræðuáætlun sam- kvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og viðræðuáætlun var tilbúin af okkar hálfu um miðjan janúar. A félagsfúndi 21. janúar var samþykkt að samninganefnd félagsins yrði stjórn og trúnaðar- ráð og sérstök viðræðunefnd yrði stjórn félagsins. Þá hefúr FGT gengið frá sínum kjarakröfúm samkvæmt viðræðuáætlun og hefur átt einn fund með sínum viðsemjendum sem eru Samtök íslenskra auglýsingastofa en óljóst er nú, er þetta er skrifað, um framhald þeirra umræðna. Illa gekk að fá viðsemjendur að samningaborði samkvæmt viðræðuáætlun, áður en samn- ingar runnu út þann 29. febrúar. Þar báru þeir því við að fátt annað kæmist að en samningar við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. Ljóst var að ekki yrði rætt við okkur fyrr en niður- staða yrði komin í þær viðræður. Því hefúr sá tími sem ætlaður var til samninga fram til 1. mars runnið út, ætlun viðsemjenda er greinilega sú að þeir samningar sem búið er að gera við önnur félög sé það sem okkur stendur til boða, allavega ekki meira. Hver er þá staðan? Er þeim samningum sem búið er að gera við Starfsgreinasambandið og Flóann ætlað að binda önnur félög í kaupkröfum og bannað að lyfta % hækkun upp fyrir þá samningagerð og staðan sú að þeir sem fyrstir semja séu að semja fyrir alla verkalýðshreyf- inguna? Það munum við ekki sætta okkur við heldur sækja fram með okkar kröfúgerð af fúllri einurð. Fyrsti samninga- fúndur okkar við viðsemjendur var 4. mars. Þar gerðum við grein fyrir kröfugerð FBM og útskýrð- um hana bæði í orðum og texta, viðsemjendur tóku sér nokkurn frest til að íhuga kröfúr félagsins. Gerð var nákvæm grein fyrir stöðu og aðdraganda kjarasamn- inganna á félagsfundi þann 17. mars en því miður verður að segja eins og er að ótrúlega lítill áhugi var á þeim fúndi á meðal félagsmanna. Annar fundur með viðsemjend- um var síðan haldinn 22. mars. Þar voru ræddar sérkröfur félags- ins og sérstaklega var farið yfir vaktavinnukaflann. Okkar megin- krafa er að fá kauptaxta að greiddu kaupi samkvæmt síðustu kjarakönnun ásamt 8% grunn- kaupshækkun, nokkrar starfs- aldurshækkanir, hækkun á vakta- álagi og endurskoðun á vakta- kaflanum, sérstaklega því hvernig við lögum 7 daga vaktir að okkar kjarasamningi. Þá er orðið mjög brýnt að aukavinna sé greidd samkvæmt raunlaunum. Einnig fjölgun orlofsdaga, aukið framlag í lífeyrissjóð og aukin heimild til að taka aukavinnu út sem frí og fleira. Kaupkrafan taxtar að greiddu kaupi er byggð á kjara- könnun og má því segja að með henni sé ekki verið að hækka kaup, frekar sé verið að viður- kenna raunlaun inn í kauptaxta og viðurkenna staðreyndir. Mjög mikilvægt er að hverjum félagsmanni sé ljóst að enginn árangur næst í kjarasamningum nema með samstöðu félags- manna. S.Á., mars 2004. prentarinn U MÁLGAGN FÉLAGS BOKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prcntarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Bragi Guðmundsson Jakob Viðar Guðmundsson Ester Þorsteinsdóttir Sævar Hólm Pétursson Ábendirtgar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir i Prentaranum eru: Helvitica Ultra Compress, Stone, Times, Garamond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Plötuútkeyrsla: Trendsetter Prentvél: Man Roland 4ra lita. Gutenberg Myndin á forsíðu blaðsins er tekin af Jakobi Viðari Guðmundssyni, prentsmið og prentnema í Odda. PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.