Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 31

Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 31
Lilja Guömundsdóttir Starfsmannafélagið Gutti í Gutenberg er eitt af elstu starfandi starfsmaimafélögum í prentsmiðjum landsins. Það var stofnað í kringum 1932, starfsemin hefur verið nánast óslitin síðan. Stjórn starfsmanna- félagsins skipa: Björgvin, Júlíus, Yngvi og Lilja. Helstu verkefni félagsins eru árshátíðir og gefið er út árshátíðarblaðið Grallarinn, og ríkir ávallt mikil spenna meðal starfsmanna að fá það í hendurnar. Mikil leynd hvílir yfir blaðinu á meðan vinnsla þess fer fram. Árshátíðin hefur tvívegis verið haldin erlendis og stefnt er að því að fara til útlanda á næsta ári. Farið er í leikhús og keilukeppni haldin einu sinni á ári, þar sem farið er í einstaklings- og parakeppni. Pizzukvöld hafa verið haldin og farið er í skemmtilegar vor- og/eða haustferðir. Þátttakan í hinum ýmsu uppákomum féiagsins hefur verið góð og reynt er að láta félagsstarfið höfða til sem flestra aldurshópa. Gutenberg tekur verulegan þátt í kostnaði vegna árshátíðar og er gott samstarf milli stjórnar starfsmaimafélagsins og Gutenbergs. „Skotamir okkar" Björgvin og Hörður á árshátíð í Edinborg.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.