Prentarinn - 01.03.2004, Page 31

Prentarinn - 01.03.2004, Page 31
Lilja Guömundsdóttir Starfsmannafélagið Gutti í Gutenberg er eitt af elstu starfandi starfsmaimafélögum í prentsmiðjum landsins. Það var stofnað í kringum 1932, starfsemin hefur verið nánast óslitin síðan. Stjórn starfsmanna- félagsins skipa: Björgvin, Júlíus, Yngvi og Lilja. Helstu verkefni félagsins eru árshátíðir og gefið er út árshátíðarblaðið Grallarinn, og ríkir ávallt mikil spenna meðal starfsmanna að fá það í hendurnar. Mikil leynd hvílir yfir blaðinu á meðan vinnsla þess fer fram. Árshátíðin hefur tvívegis verið haldin erlendis og stefnt er að því að fara til útlanda á næsta ári. Farið er í leikhús og keilukeppni haldin einu sinni á ári, þar sem farið er í einstaklings- og parakeppni. Pizzukvöld hafa verið haldin og farið er í skemmtilegar vor- og/eða haustferðir. Þátttakan í hinum ýmsu uppákomum féiagsins hefur verið góð og reynt er að láta félagsstarfið höfða til sem flestra aldurshópa. Gutenberg tekur verulegan þátt í kostnaði vegna árshátíðar og er gott samstarf milli stjórnar starfsmaimafélagsins og Gutenbergs. „Skotamir okkar" Björgvin og Hörður á árshátíð í Edinborg.

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.