Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 4
Menn hafa stundum deilt um hvort prentun væri list og hefur sitt sýnst hverjum. Undirritaöur hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess en sannfærðist hins vegar um að handbókband kemst ansi nálægt því að kallast list þegar ég heimsótti á dögunum Sigurþór Sigurðsson bókbindara á verkstæði hans á Hverfisgötunni. Það er dálítið skrítið að koma þarna inn. Þetta er handverkstæði og nánast ekkert sem minnir á nútímann utan sjálfvirk kaffikanna og Sigurþór heilir uppá og býður kaffisopa og sæti og við hefjum spjallið. Ég byrja á því aö spyrja hann hvenær hann hafi byrjað í bókbandi. S: Þetta byrjaði hjá mér sem eins konar hobbý. Eg fór á kvöldnám- skeið í bókbandi í Myndlista- og handíðaskólanum. Svo safnaði ég bókum og var að binda þetta inn sjálfur og þar kviknaði áhuginn fyrir alvöru. Þegar auglýst var eftir nema i Gutenberg '82 ákvað ég að slá til og sótti um og tek sveinsprófið 1986 og síðan er ég búinn að vera í þessu. Ég var í Gutenberg til ársins 1989 og síð- an á Landsbókasafninu og stofna svo eigin stofu '92. J: Þú lést ekki þar við sitja heldur fórst til útlanda í nám. Hvert fórstu? Sigurþór með bók sem heitir Gold-Tolled Bookbindings in the 18 '5h century. S: Árið 1994 fór ég til Eng- lands og var þar í eitt ár í skóla sem heitir Guilford College of Further and Higher Education. Þetta var tveggja ára nám en ég fékk að sleppa við fyrra árið og þegar ég kom aftur þá startaði ég stofunni aftur niðri í Hafnarstræti en þess má geta að bæði þegar ég var með stofuna í Hafnarstrætinu og eins uppi í Þingholtsstræti þá var ég í samfloti með Hildi Jónsdóttur, sem er mjög góður bókbindari. J: Nú eruð þið sitt í hvoru lagi, hafið þið bceði nóg að gera? S: Já já, við höfum bæði nóg að gera. Ég keypti aðra stofu fyrir tveimur árum síðan og það fylgdi mikið af kúnnum með, ýmsar stofnanir og slíkt þannig að ég kvarta ekki. J: Og þetta er eingöngu handbókband sem þú ert með hérna? S: Já, það má segja það. Hér er lítið um vélar en ég er með saumavél og þynningarvél og að sjálfsögðu gyllingarvél. J: Eruð þið bara tvö með bókbandsstofur liér í bœnum, þú og Hildur? S: Það eru fleiri bókbindarar sem deila húsnæði með Hildi á Klapparstígnum og svo er Svanur Jóhannesson i nágrenni við okkur. Það er líka bókbandsstofa í Skeifunni, en við erum ekki mörg sem höfum þetta að fullu starfi. J: Þú hefur verið að taka þátt i keppnum erlendis. Hvernig hefur það gengið? S: Jú eitthvað hefur verið um það. Ég hef tekið þátt í norrænum keppnum, þeim tveim síðustu, og i Frakklandi og á Ítalíu og í Skotlandi. J: Hvernigfara þessar keppnir fram? Hafið þið frjálsar hendur með hvernig þið útfœrið bandið á þessum bókum? S: í norrænu keppninni voru ákveðnar reglur. Bókunum var skipt í flokka og allskonar bönd um að ræða og þar voru reglur um hvernig þetta á að vera og svo var dæmt útfrá listfræðilegri og tæknilegri útfærslu og gefin voru stig fyrir hvert atriði. í hinum keppnunum hefur þetta verið alveg frjálst og engar reglur. J: Hvemig kom það til að Sviar fengu þig til að binda inn bók? S: Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi er að setja á stofn safn um bókbindara á 21. öld og þeir ætla að láta binda inn eina bók á ári. Þeir sáu katalóg frá Italíu sem í var bók frá mér og þeir ákváðu að byrja á mér og láta mig binda inn fyrstu bókina í þessu safni. Ég fékk alveg frjálsar hendur um útfærslu á bókinni. J: Hvaða bók var þetta? S: Þetta er bók um sænska hönnun. J: Og þú ert búinn að afhenda bókina? S: Já ég fór þarna út og það var 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.