Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 2
Einar Einarsson, fæddur 3. ágúst 1919. Varð félagi 15. desember 1940. Einar hóf nám í Gutenberg 1936 og tók sveinspróf í setningu 3. nóvember 1940. Einar starfaði í Gutenberg til 1943, síðan í POB til 1947. Var prent- smiðjustjóri í prentverki Akraness til 1965 er hann stofnaði eigin prentsmiðju, Akraprent, og rak hana til ársins 1967. Hóf þá störf í Alþýðuprentsmiðjunni og starfaði þar m.a. sem prentsmiðju- stjóri, síðan í Alprent þartil hann lét af störfum sökum aldurs 1987. Einar lést þann 24. desember 2003. Jóhann Freyr Ásgeirsson, fæddur 24. maí 1944. Varð félagi 17. febrúar 1965. Jóhann hóf nám í offsetprentun 1961 og tók sveinspróf 1965. Starfaði í Offsetprentun, Kassagerðinni, Prentsmiðjunni Eddu, Odda og Viðey. Jóhann tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum og þá ekki síður í menntunarmálum prentara. Hann starfaði sem leiðbeinandi hjá Prenttæknistofnun frá 1992 og var formaður prófnefndar í prentun frá 1984. Haustið 2001 hóf hann kennslu við Iðnskólann i Reykjavík sem kennari við prentdeildina. Sumarið 2001 var hann umsjónarmaður með orlofssvæði félagsins í Miðdal. Hann var formaður Offsetprentarafélagsins 1971-1973, formaður Grafíska sveinafélagsins 1973- 1975 og gjaldkeri 1977-1979. Jóhann lést þann 25. janúar 2004. Ólöf Álfsdóttir, fædd 7. febrúar 1922. Varð félagi 4. júlí 1942. Ólöf vann allan sinn starfsferil aðstoðarstörf í bókbandi hjá Nýja bókbandinu. Ólöf lést þann 26. janúar 2004. Halldór Helgason, fæddur 16. júlí 1927. Varð félagi 16. júlí 1947. Halldórtók sveinspróf í bókbandi 1947. Hann starfaði við iðn sína m.a. í Hólum og Sveinabók- bandinu. Hann var einnig við nám og störf í Danmörku og Bandaríkjunum. Halldór vann síðustu árin í Kassa- gerðinni þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Halldór lést þann 27. febrúar 2004. Hallmar Óskarsson, fæddur 12. desember 1979. Hallmar vann aðstoðarstörf í prentun í Vörumerkingu. Hallmar lést þann 12. janúar 2004. Hrefna Stefánsdóttir María H. Kristinsd. Sigurður Valgeirsson Georg Páll Skúlason Pétur Ágústsson Framboðsfrestur til stjórnarkjörs 2004 rann út þann 20. febrúar. Uppástungur bárust um 5 félagsmenn til setu í aðalstjórn og 5 til varastjómar á tveimur listum. í framboði til aðalstjórnar voru: Georg Páll Skúlason, Páll Reynir Pálsson, Pétur Ágústsson, Reynir Sigurbjörn Hreinsson og Þór Agnarsson. Til varastjórnar: Garðar Jónsson, Hrefna Stefánsdóttir, María H. Kristinsdóttir, Oskar Jakobsson og Sigurður Valgeirsson. Framboðsfrestur rann út þann 20. febrúar. Kjörnefnd annaðist umsjá kosninga og atkvæði voru talin þann 17. mars, niðurstaða kosninga varð eftirfarandi. Páll R. Pálsson Aðalstjórn Georg Páll Skúlason Pétur Ágústsson Páll Reynir Pálsson Reynir Sigurbjörn Hreinsson Þór Agnarsson Varastjórn Hrefna Stefánsdóttir María H. Kristinsdóttir Sigurður Valgeirsson Garðar Jónsson Oskar R. Jakobsson Á kjörskrá voru: Alls kusu: Auðir og ógildir Fjöldi atkvæða % 384 79,8% 319 66,3% 296 61,5% 210 43,7% 128 26,6% Fjöldi atkvæða % 337 70,1% 286 59,5% 231 48,0% 230 47,8% 217 45,1% 1165 481 41,3% 10 2,1% Fopmannskosning Framboðsfrestur í kjöri til formanns FBM kjörtímabilið 2004-2006 rann út þann 16. janúar. Tvö framboð bámst, um þá Sæmund Árnason og Þór Agnarsson. Kjörnefnd er annaðist kjörið skilaði kosn- ingaúrslitum þann 11. febrúar. Á kjörskrá voru 1214 og greiddu 563 atkvæði, eða 46,4% kosningaþátttaka. Sæmundur hlaut 382 atkvæði eða 68% og Þór hlaut 146 atkvæði eða 26%, auðir og ógildir voru 35 eða 6%. Sæmundur Árnason telst því réttkjörinn formaður FBM til næstu tveggja ára. 2 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.