Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 22
Óskar Jakobsson í Litlaprenti. Kristján Friðgeirsson í Svans- Garðar Jónsson í Litlaprenti. prenti. Sverrir Brynjólfsson i Svans- prenti. fundur samþykkt tillögu ofan- greindrar nefndar að ganga til samninga við Húsasmíði Laugar- vatns um kaup á nýju orlofshúsi sem er um 78 fermetrar að stærð og verður reist ásamt góðri verönd og heitum potti. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkunar í sumar. Þessi ákvörðun ætti einnig að koma móts við síaukna ásókn eftir orlofshúsum með heita potta yfir vetrarmánuðina. Líkt og undanfarin ár var nýt- ing orlofshúsanna mikil yfir or- lofstímann, maí-september, og má segja að allar vikur í júlí til ágúst hafi verið uppteknar. Síðan orlofshúsi 1 í Miðdal var breytt í eina stóra og veglega íbúð, með hitaveitu og heitum potti, hefur húsið verið í samfelldri útleigu, því hefur fylgt stóraukin vetrar- notkun sem hefúr gefið félags- mönnum aukin tækifæri til að upplifa Miödalinn í vetrarríki. Samkvæmt ákvörðun aðalfúnd- ar var gengið til samstarfs við golfklúbbinn Dalbúa um upp- byggingu golfvallar í Miðdal. Mikil og vaxandi aðsókn hefur verið að vellinum og sífellt fleiri félagsmenn nýta sér aðstöðuna. Frá upphafi hefúr stjóm golf- klúbbsins unnið að því jafnt og þétt að byggja upp teiga og flatir og hefur FBM styrkt starfsemina á margan hátt, m.a. með því að kaupa golfskálann ásamt Rafiðn- aðarsambandinu. FBM hefúr haldið átta golfmót í Miðdal, hafa þau tekist mjög vel og eru þau nú árlegur viðburður í starfsemi fé- SKÝRINGAR MEÐ ÁRSREIKNINGI Reikningsskilaaðferðir: 1. Ársreikningur félagsins er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og góða reikningsskila- venju. í ársreikningnum eru birtar samanburðartölur úr ársreikningi 2002 og eru þær sambæri- legar. 2. Afskriftir eru reiknaðar hlutfallslega eftir notkunartíma fjármuna sem fastur hundraðshluti af stofnverði. 3. Áfallnar verðbætur og gengismunur á höfuðstól skuldabréfa eru færðar í rekstrarreikning. Fastafjármunir 4. Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig : Skrifstofu- búnaður Bókfært verð 1.1.2003 ............................................................. 1.107.218 Fjárfest á árinu .................................................................... 876.391 Afskrifað á árinu ......................................................... ( 336.902) Bókfært verð 31.12.2003 ........................................................... 1.646.707 Áhættufjármunir og langtímakröfur: 5. Skuldabréf eru færð upp á skráðu markaðsgengi í árslok og sundurliðast þannig : Sjóður 1 - Innlend skuldabréf.................................................. 8.140.337 Sjóður 5 - Innlend ríkisskuldabréf .............................................. 241.192 Sjóður 6 - Innlend hlutabréf................................................... 4.148.915 Sjóður 9 - Peningamarkaðsbréf ................................................. 9.070.148 21.600.592 Veltufjármunir: 6. Iðgjaldakröfur í árslok 2003 námu 9,1 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Iðgjaldakröfur í árslok 2002 voru færðar niður um 1 millj.kr. til að mæta töpum vegna iðgjaldakrafna sem voru í lögfræðiinnheimtu. í ársreikningnum eru afskrifaðar iðgjaldakröfur (iðgjöld og vextir) að fjárhæð 1,9 millj.kr. Niðurfærsla frá árinu 2002 er færð til lækkunar á móti þessari afskrift. 22 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.