Aðventfréttir - 01.03.1996, Page 7

Aðventfréttir - 01.03.1996, Page 7
miðju í tjaldbúðum ísraelsmanna (4M 2). Staðsettur fyrir miðju skap- aði Guð þannig samkennd, leiðsögn °g öryggi. Þessi samfundastaður var til- beiðslustaður Israelsmanna (S1 132.7). Hér beygðu þeir sig fyrir Drottni og þökkuðu honum (S1 138.2) , báðu um hjálp og vörn (S1 28.2) og tilbáðu Guð (S1 43.2-4). Seinna þegar tjaldið varð að must- eri komu hópar pílgríma þangað á hátíðarstundum, gengu um garðana og sungu kærleika Drottins lof (S1 68.24-26; 42.4). Líklega var för í musterið til að hitta þar Guð með því ánægjulegasta sem Israelsmaður tók sér fyrir hendur. Við þurfum að vinna að því að endurvekja slíka gleði í tilbeiðslu í dag þegar við stöndum frammi fyrir Drottni. Guð er í seilingarfjarlægð, við megum gleðjast yfir nærveru hans. Þessi tilfinning er ekki væmin tilfinningasemi sem fæðir af sér vímu- kennda gleði. Gleðin fæðist af þeirri vissu að við eigum samneyti við Guð okkar og frelsara sem er uppspretta lífs okkar og blessana allra (S1 132.14, 15). Þannig er einnig himneska must- erið staður þar sem Guð á samneyti við himneskar verur. Eg sé þær, í huganum, koma frá öllum hornum alheimsins að hinu himneska musteri til að hitta Guð. Job segir okkur af tveimur slíkum fundum þar sem „syn- ir Guðs komu til þess að ganga fyrir Drottin" (Jb 1.6; 2.1). Við höfum einnig, fyrir trú, að- gang að musterinu fyrir tilstilli Jesú Krists frelsara okkar. Vegna blóðs Krists megum við ganga „með djörf- ung að hásæti náðarinnar“ (Heb 4.16; 10.19, 20) þar sem Kristur þjón- ustar fyrir okkur (Heb 7.25). Við erum hluti af fjölskyldu him- insins (Ef 2.18, 19) og þegar við til- biðjum Guð einslega eða sem hluta af safnaðarheild þá erum við að tilbiðja Guð í sínu himneska musteri um- kringdan himneskum verum. Þess verður ekki langt að bíða að það sem við lifum í trú í dag verður áþreifan- legur raunveruleiki (Opb 7.13-17; 14.1-3). STAÐUR SÁ ER GUÐ STJÓRNAR FRÁ Úr musteri Israelsmanna stjórnaði Guð heiminum sem konungur heimsbyggðarinnar (S1 99.1; 47.7, 8). Nærvera Guðs í þessu afmarkaða rými var vitnisburður um alheims- stjórn hans. Það var í musterinu sem Guð opinberaði vilja sinn. A þessum helgasta stað talaði Guð \dð Móse og gaf honum fyrirmæli fyrir Israel (2M 25.22). Guð notaði einnig prestana til að kenna fólkinu þau fyrirmæli sem Móse voru opinberuð (3M 10.11). Fyrir kom að vilji Guðs var opinberaður gegnum steinana á klæðum æðsta prestsins, úrím og túnnnín (4M 27.21 og Patriarchs ancl Prophets, bls. 351). Þegar einstaklingur hafði gengið þvert gegn \ ilja Guðs og iðraðist þá var það í musterinu sem hann hlaut fyrirgefningu. Guð sá til þess að fyrir- gefningu væri að fá gegnum fórnar- kerfið (3M 17.11). Einstaklingurinn kom syndum hlaðinn, berandi byrði syndanna (3M 5.1) en yfirgaf svo musterið hafandi hlotið fyrirgefn- ingu (3M 4.31). Musteri Israelsmanna var kraft- mikill miðpunktur lífs, valds, blessun- ar, verndar og fyrirgefningar vegna þess að þar var dvalarstaður Guðs meðal fólks hans. Þar opinberaði Guð vald sitt til stjórnunar á öllum þjóðarbrotum jarðarinnar, sem kon- ungur heimsbyggðarinnar, dómari og verndari. Hið himneska musteri Guðs er sá staður þar sem Guð stjórnar, ekki bara jörðinni, heldur alheimi öllum. Ekki er til sá skapaði staður sem fell- ur utan stjórnarsviðs konungdæmis Guðs: „Drottinn hefir reist hásæti sitt á himnum, og konungdómur hans drottnar yfir alheimi" (S1 103.19). Israelsmenn vissu vel að hið jarð- neska musteri var nátengt hinu him- neska. Það má sjá á bæn Salómons þegar hann vígði musterið. A sama tíma og við sjáum fólkið biðja við musterið á jörðinni sjáum við Guð leggja við hlustir á himnum (lKon 8.38, 39). Þegar fólkið bað um fyrir- gefningu þá var því gert að trúa að fyrirgefning Guðs kæmi að ofan, frá musterinu þar (vers 30). Það var frá himnasölum að Guð blessaði fólkið og landið (5M 26.15). Drottinn, þó nálægur með nærveru sinni í hinu jarðneska musteri, átti sér raunveru- legan dvalarstað í hinu himneska musteri. Það er gott til þess að vita að Guð er enn konungur þessa heims og stjórnar honum frá musterinu him- neska. Það að Guð á sér stað á himn- um meðal skapaðra tryggir að kær- leiksríkur konungur situr við stjórn alheimsins og leiðir okkur að lokatak- markinu, þ.e. að endanlegri útrým- ingu alls ills úr þessum heimi. Sem dómari er Guð sá sem sett hefur sið- ferðisstaðalinn og stjórnar af réttlæd og náð. Við megum nálgast Guð á þessum himneska stað „tíl þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma“ (Heb 4.16). Þetta er mögulegt fyrir tilstilli Jesú Krists sem opnaði dyrnar að hinu himneska musteri fyrir okkur. TIL UMRÆÐU Hvað má sjá líkt í musteri Israels- manna og musteri öðrum guðum til handa meðal heiðingjanna til forna? Hvernig var musteri Israelsmanna öðrmdsi en hjá öðrum siðmenning- um þá? Hversu mikilvægur er þessi munur? Hvaða áhrif hafði þessi mun- ur á sýn Israelsmanna hvað Guð varð- aði? Israelsmenn til forna höfðu áþreif- anlegar sannanir á tilveru Guðs svo sem þrumur og eldingar við Sínaífjall og eldstólpann sem leiddi þá að nóttu til og skýið að degi til. Hvaða sannannir höfum við í dag? Skrifaðu lista yfir þær sannanir sem þér fínnast mest uppörvandi. Hvernig hefur rannsókn á hinu jarðneska musteri aukið skilning þinn á því himneska? Gefðu dæmi. Angel Manuel Rodriguez situr í stjórn Biblíurannsóknaráds abalsamtakanna. AðventFréttir 7

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.