Aðventfréttir - 01.03.1996, Side 10

Aðventfréttir - 01.03.1996, Side 10
ÞRIÐJUDAGUR Golgatahæð Þar sem Kristur fórnaði sér fyrir okkur á altarinu GEORGE W. REID Ifjórða og fimmta kafla Opi n bci'unai bókari n nar er fjallað um bókrollu með sjö innsiglum og okkur sagt að enginn verðugur finnist til að opna bókina. Allt virðist vonlaust en enn er von því einn er sá sem uppfyllir öll skilyrði. Þetta er sá sem kallaður er ljónið af Júda ættkvísl, sá sem hefur sigrað. Hann má opna bókrolluna með innsiglunum sjö. Strax stígur fram einstaklingur í sviðljósið og við sjáum „lamb standa, sem slátrað væri“ (Oplt 5.6). Lambið stígur fram, tekur bókrolluna og allir viðstaddir láta sig falla með andlit við jörð því til hyllingar: „Verður ert þú að taka við bókinni og ljúka upp innsigl- um hennar, því að þér var slátrað og þú keyptir menn Guði til handa með blóði þínu af sérhverri kynkvísl og tungu, lýð og þjóð“ (Opb 5.9). Stór bópur engla svara þessu með yfirlýs- ingu: „Maklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóminn, visku og kraft, heiður og dýrð og lofgjörð" (Opb 5.12). Það sem við erum vitni að er hylling á Kristi við upp- stigninguna, að honum er fagnað sem sigurvegara yfír öll- um þeim sem snúast gegn Guði. Okkur finnst stórkostlegt að heyra honum lýst sem lambi og sigursælu ljóni af Júda ættkvísl. Bæði þessi tákn segja okkur margt um frelsar- ann. I honnm er styrk stálsins að finna vafið í ull. A sama tíma og hann hefur mátt til frelsa eftir sigur sinn á and- stæðingum sínum þá umvefur hann umhyggju þá sem sár- ir eru orðnir í lífsbaráttunni. Opinberunarbókin kynnir okkur Krist sem sigurvegara sem sigrað hefur Satan og alla þá sem honum fylgja að málum. Hann stendur nú á himnum umkringdur aðdá- un engla og þeirra sem hann frelsaði, sem sameinast í söng honum til dýrðar. ÞRISVAR SINNUM ÍHLUTAÐ Þrisvar sinnum hefur Guð verið með afgerandi íhlutun í sögu þessa heims. Fyrst þegar hann skapaði heiminn og einstaklinga þá sem hann skóp í sinni mynd sem hann gaf svo einkenni svipuðum sínum. I seinna skiptið var það holdtekjan. Hún var einstök. Þetta hafði aldrei fyrr sést í sögu eilífðarinnar. Skaparinn tók á sig mynd og eðli þess skapaða. Ekki bara tók hann á sig mynd þess sem hann hafði skapað, heldur þess lægst setta meðal skapaðra. Það var ekkert við hann sem okkur ætti að þykja til um. Niðurlægjandi sjálfan sig enn frekar tók hann á sig samanlagða sekt mannkynsins og dó að lok- um þakinn syndum þessa heims. Síðan hefur hver sá sem óskar getað nálgast hann treystandi því að verðleiki og hreinleiki Krists er þess máttugur að þvo burt hverja ein- ustu synd. Dauði Krists á Golgatahæð var okkur til handa. Þriðja skiptið liggur enn í framtíð- inni. Það var það sem englarnir sögðu hinum undrandi lærisveinum þegar þeir vitnuðu upprisuna: „Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til him- ins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins" (P 1.11). Hann mun snúa aftur. Það er fram til þessa atburðar sem við horfum í dag. Það verður í þriðja sinn í sögunni sem Guð verður með bein afskipti. Það er þá sem syndinni verður eytt og heirn- ur Guðs mun endurskapaður í sinni fullkomnu mynd á ný. Þungamiðja þessara þriggja atburða er holdtekjan. Þar kom Guð inn í þennan heim til að snúa við þeirri þróun til eyðingar sem hafm var og til að frelsa okkur frá ömur- legu hlutskipti okkar. Við þekkjum vel þá sögu hvernig sonurinn neitaði sér um djrð himinsins til að verða einn af okkur. „Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem son- urinn eini á frá föðurnum" (Jh 1.14). Hámark þjónustu Krist féll á páskahátíð Gyðinga. Þessi hátíð var stofnsett 1500 árum lyrr meðal fólks Guðs. Lambi var þá slátrað og hver trúuð fjölskylda rauð blóðinu á dyrastafma til að hljóta líf þegar engill dauðans sótti að. Páskahátíðin var því tákn um frelsun frá synd öllum þeim til handa er treystu á Krist. Þess vegna er Kristur uppfýll- ing páskahátíðarinnar. SÍÐASTA VIKAN Síðasta vikan í lífi Krists er okkur vel kunnug. Löng var leið óréttlætisins þar sem hann var leiddur sem lamb til slátrunar. Lærisveinarnir flúðu þegar hann var handtek- inn og leiddur íyrir háðuglegan dómstól þar sem óréttlátt Alheimur var vitni ad því hversu langt Guð er revöubúinn að teygja sig til aðfresla einn lítinn heim. 10 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.