Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 11
ferli endaði með sakfellingu og kross-
dauða Efdr fleiri tíma þjáningu á
krossinum hrópaði hann „Það er full-
komnað“ (Jh 19.30) og dó. Hvorki
fyrr né síðar hafa verið töluð orð svo
þrungin merkingu. Kristur sem fórn
var að de)ja á altarinu fyrir mannkyn-
ið og afar fáir skildu það eða fannst
eitthvað til þess koma.
A meðan við vorum enn syndarar
dó Kristur fyrir okkur. Það mun satt
reynast að sá sem verðugur var dó fyr-
ir þá sem óverðugir voru. Þvílík opin-
berun óeigingirni. Kristur kenndi að
við skyldum elska hvort annað, jafn-
vel óvini okkar og sú lexía var erfið.
Þar sýndi hann berlega hvað hann
átti við, hann gaf líf sit fyrir okkur svo
full vanþakklætis. Með fordæmi hans
byrjar pílagrímsferð okkar til skiln-
ings. Hversu mikið hann elskar okk-
ur! Hversu einfalt hefði ekki verið að
afneita okkur sem syndurum og snúa
sér að nýsköpun? Þess í stað er allur
máttur himinsins notaður til að frelsa
okkur frá heimskunni og dauðanum
sem afleiðingu hans.
Sem aðventistar höfum við innsýn í
að meira átti sér stað þegar Kristur
dó. Þetta snýst ekki bara um þennan
heim, sem það vissulega gerir þó,
heldur alheiminn allan sem heldur
niðri í sér andanum yfir því sem fyrir
okkur hefur verið gert. Ki afa Lúsífers
á okkur, sem föst erurn í neti syndar-
innar, er sú að Guði sé ómögulegt að
sýna náð án þess að bijóta á réttlæt-
inu. Lögmál orsaka og afleiðinga
verður að halda velli. Ef laun syndar-
innar eru dauði þá verður hver og
einn að fara til sinnar grafar, ekki til
tímabundins svefns, heldur til eilífs
dauða. Rökin virðast skotheld.
I sínum ótrúlega kærleika stóð
skaparinn andspænis skelfilegu vali.
Alheimur fylgdist með. Það sem
hann varð vitni að var það ótrúlegasta
af öllu ótrúlegu. Skaparinn ákvað að
verða einn af oss, stíga inn í syndugan
heim okkar og gefa líf sitt til að full-
nægja réttlætinu. Sannarlega eru
laun syndarinnar dauði. Afleiðing
uppreisnarinnar er óumflýjanleg,
henni verður að taka. Hann beraði
axlir sínar til að taka samlögðum
þunga syndarbyrðar mannkynsins.
Drottinn lagði á hann sekt þá sem
hlaut að enda með dauða. A Golgata-
hæð tók frelsarinn því við sekt okkar
allra og tók þar út refsinguna. Hann
dó hinum öðrum dauða.
En gröfin fékk ekki haldið honum
þar sem hann var óflekkaður synd og
því reis hann við kall föður síns. „Fyr-
ir því hefur og Guð hátt upp hafið
hann og gefið honum nafnið, sem
hverju nafni er æðra“ (F1 2.9). Við
höfum hugleiðingu þessa á upphafn-
ingu Jesú Krists. Nú má betur skilja
hvers vegna slík upphafning og dýrð
er viðeigandi. Hann steig upp úr
gröf sinni sem sigurvegari yfir synd
og dauða hafandi áunnið sér þann
rétt að gefa þeim sem á hann trúa
hlutdeild í sigri sínum. Hann bar
synd okkar og sekt að krossinum.
Hann losaði okkur með sínum mikla
mætti undan þeirri hegningu sem
okkar beið. Hann lifir að eilífu til að
miðla frelsi og friði í ótæmandi náð
sinni. Við, sem eigum ekkert slíkt
skilið verðum arfþegar örlætis hans.
Nú skiljum við betur hvers vegna
frelsunina er að finna í Kristi, og ein-
ungis í Ki isti, því það er hann sem út-
hlutar því réttlæti sem þeir fá sem á
hann trúa. Þetta er ástæðan fyrir lof-
söng himinsins lambinu til dýrðar,
lambinu sem fjarlægði alla synd.
Þessi einstaki atburður í sögu eilífðar-
innar á sér stað í þetta eina skipti,
okkur til frelsunar.
Þannig erum við frelsuð fyrir fórn
hans. Alheimur allur hefur öðlast
frekara innsæi einnig. Guð er sann-
arlega kærleikur, kærleikur sem á sér
gildi langt ofan okkar skilnings. Al-
heimur vitnað hversu langt Guð er
reiðubúinn að teygja sig til að frelsa
einn lítinn heim meðal þeirra milljón
heima sem til eru. Hversu dýrmæt
hlýtur sköpun hans að vera honum.
Allar stoðlausar ásakanir Lúsífers
falla um sjálfar sig og kærleiksrík per-
sóna Guðs erum öllum opinberuð.
Fyrir opnun tjöldum, fyrir alla að sjá,
sigraða hann Satan. Nú má öllum
ljóst vera hvers vegna dómur hans
verður réttlátur.
FULLKOMNAÐ!
Hámark deilunnar miklu milli
Krists og Satans átti sér stað þegar
Kristur starfaði á jörðinni. Allt frá
upphafi beitti Satan allri sinni illsku
gegn Kristi en án árangurs. Við enda-
lokin ávarpaði óvinurinn Krist enn
einu sinni. Ellen G. White talar um
að meðal skrílsins sem safnaðist um
krossinn hafi verið stór, karlmannleg
vera í líki manns. Hann sem byrjaði
uppreisn sína sem Lúsífer á himnum
var nærstaddur á þessu mikilvæga
andartaki í Jerúsalem. Við getum ein-
ungis reynt að ímynda okkur hvað fór
þeirra á milli þegar augu Krists litu
þennan óvin sinn, Lúsífer, meðal
múgsins. Myndi Kristur, skapari
heimsins, virkilega láta verða af áætl-
un sinni og deyja fyrir sköpun sína,
eða mundi hann snúa aftur til himna-
sala að vera hjá föðurnum? Nærvera
Guðs sem hafði haldið Kristi gang-
andi var nú á bak og burt og skuggi
syndarinnar hvíldi á honum og murk-
aði úr honum lífið.
Síðasta óp hans, „Það er fullkomn-
að“, markar þann tíma þar sem ekki
varð aftur snúið. Hlutverki hans var
lokið og dómurinn yfir Satan tryggð-
ur. Réttlæti og náð voru sameinuð. A
þessu andartaki var frelsunin tryggð.
Hlið himinsins opnaðist þeim sem
trúa.
I dag ílytjum við hinn stórkostlega
boðskap um frelsun Kj'ists um allan
heiminn og köllum þannig alla að
krossinum þar sem frelsunin er ör-
ugg. Boðskapur okkar er sá yndisleg-
asti sem um getur meðal þeirra sem
gefa Kristi aðgang að lijarta sínu. Það
eru forréttindi okkar að vera honum
vitni og liorfa fram lil endurkomu
Krists, frelsara okkar og herra.
TIL UMRÆÐU
Hvernig hefur þú upplifað Kiist
sem bæði lamb og ljón í þínu lífi?
Gefðu dæmi.
Hvernig hafa staðreyndirnar um
sköpunina, holdtekjuna og endur-
komuna haft hagnýt álirif á ákvarðan-
ir þær sem þú tekur í lífmu? Hversu
raunveruleg og yfirvofandi er endur-
kontan þér?
George Reicl er stjórnarfor-
maflur Biblíurannsókna-
rdös aðalsamtakanna.
AðventFréttir
11