Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 12

Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR X ' ~TT * j 11 GORDON JENSON Jesus Kristur, okkar meðalgöngumaður Uppspretta vonar og öryggís egar Adam syndgaði gaf hann Satan stjórn yfir því sem honum hafði verið falin umsjá yfir. Satan varð prins þessa heims (Jh 14.30) og Adam og Eva voru dæmd til að deyja. Ef Adam og Eva, og með þeim heimurinn allur, áttu að komast undan valdi Satans og fá aftur að lifa eins og sköp- unin gerði ráð fyrir, þá var frelsara þörf. Þau mundu þurfa frelsara, frið- þægingar- og meðalgöngumann. Guð í allri sinni fyrirhyggju og kær- leika hafði þá þegar skipulagt slíka frelsun. Frelsunaráformið var til hjá þrenningunni, þar sem hver og einn er jafn að guðdómi. Til þess að út- rýma syndinni og endurheimta frið og einingu alheimsins þá tók einn að sér hlutverk Guð-föðurs og annar Guð- sonar. Þriðja persóna guðdómsins, Heilagur andi, mundi einnig taka virkan þátt í frelsuninni. Allt var þetta ákveðið áður en uppreisn og synd varð að raunveruleika á himnum. Þessar guðlegu verur misstu ekki eiginleika sinn sem Guð |)ótt þeir tækju á sig þessi hlutverk. Hvað snertir eilífleika þeirra og aðra eiginleika voru þeir sem einn og jafnir. En í frels- unaráforminu fólst undirgefni sonar- ins við föðurinn. Þetta er leyndar- dómur. Þessi leyndardómur er augljós með tilliti til hold- tekju sonarins; maður, en þó Guð (F1 2.5-7). Þessi hlutverkaskipting föður og sonar kostaði báða fórnir og lagði á þá mikla ábyrgð. Föðurnum var gert að heimila auðmýkingu sonarins, að gera hann að fórnar- lambi reiði og illsku Satans, hans illu englum og vonsku mannanna. Hann þurfti að horfa á soninn í freistingum jarðarinnar og horfa svo á hann þjást og deyja fyrir sam- anlagðar syndir allra kynslóða. Sonurinn var kallaður lamb (lPt 1.19, 20), prestur (S1 110.4), meðalgöngumað- ur (lTm 2.5), lögmaður (ljh 2.1) og friðþægingarmaður (Heb 7.25). Samt sem áður „Sonur Guðs átti hlutdeild í hásæti föðurins og dýrð eilífðarinnar og tilvistar án ytri or- saka umvafði báða“ (Patriarchs and Prophets, bls. 36). Það er gefið í skyn að musterið á himnum hafi verið til áður en syndin varð til í þessum orðum: „Eg hafði skipað þig verndar-kerúb, þú varst á hinu heilaga goðafjalli, þú gekkst innan um glóandi steina“ (Esk 28.14). Þetta must- eri, sem var það sanna „sem Drottinn reisti“ (Heb 8.2), var frá upphafi sá staður þar sem Guð var tilbeðinn af alheimi öllum. Þarna var stjórnarráð Guðs. Þegar syndin varð til á himnum og svo á jörðinni þá varð að takast á við það vandamál í samhengi við starfsemi musterisins himneska. Sem hluti af þríeinum Guði tók Kristur, fyrir holdtekjuna, þátt í störfum guðdómsins í muster- inu. Hann átti hlutdeild í dýrð Drott- ins áður en heimurinn varð til (Jh 17.5). VANDAMÁLIÐ LEYST Eftir því sem syndin þróaðist á himnum og svo einnig á jörðinni þá var frelsunaráformið opinberað. Hin- ar guðlegu verur gengu inn í hlutverk þau sem þeir höfðu orðið sammála um við upphaf þessa heims (lPt 1.20). Þegar stríð hófst á himnum (Opb 12.7) var það Mikael (Kiistur fyiir holdtekjuna) sem háði stríð við Lúsí- fer. Eftir syndafall Adams og Evu var það þessi sami Kristur sem opinberaði sig þjónum sínum í aldanna rás og sendi Heilagan anda til að kenna, út- skýra kennisetningar, ávíta og um- vanda gegnum heilaga menn (lPt 1.10, 11; 2Pt 1:21). Ekki má gleyma þ\4 að Kristur er að störfum sem með- algöngumaður frá upphafi til enda Gamla testamentisins. Fyrirgefning syndanna, hreinsun syndarinnar, ný sköpun, upprisa þeirra sem dáið höfðu réttlátir, upphrifning þeir- ra réttlátu til himins - allt var þetta gert á grundvelli þess loforðs sem fólst í frelsunaráforminu, þó það hafl ekki þá verið orðið að veruleika. Gamla testamentið segir okkur sífellt af konum og mönnum sem hlutu rétdætingu fyrir trú (Rm 5.12, 20; 2Tm 3.15, 16; G1 3.5-8). Seinna þegar Kristur starfaði á jörðinni fyrir dauða sinn, upprisu og uppstigningu þá bað hann sem meðalgöngumaður (Jh 17) og þjónustaði sem æðsti prestur \dð fórnina á honum sjálfum á Golgatahæð. „Hann sjálfur presturinn og fórn- in“ (Desire of Ages, bls. 25). Fagnaðarerindið var opinber- að og var afturvirkt sem og virkt um alla framtíð (Heb 4.1, 2; lPt 3.18-4.6; Rm 1.1-3; Ef 2.8-10). Að sjálfsögðu varð þjónusta Krists sem meðalgöngu- manns veigameiri eftir dauða hans, upprisu og uppstign- Af pví ab Krístur er nú ad störfum viö siöasta hluta meöalgöngunnar pá er paö okkar „aö gjöra köllun (okkar) og útvalninga vina.0 12 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.