Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 21

Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 21
þannig eru syndir hinna iðrandi í hinum nýja sáttmála lagðar á Krist og fluttar í raun inn í hinn himneska helgidóm. Og svo sem táknræna hreinsunin í hinum jarðneska helgi- dómi var framkvæmd með því að fjar- lægja syndirnar, sem höfðu saurgað hann, þannig verður hin raunveru- lega hreinsun hins himneska helgi- dóms fullkomnuð með fjarlægingu eða útþurrkun þeirra synda, sem þar eru skráðar. En áður en þessu verður komið í framkvæmd, verður að rann- saka skráningarbækurnar til að fá úr því skorið, hverjir séu, fyrir iðrun synda sinna og trú á Krist, verðugir þess að njóta friðþægingar hans. Hreinsun helgidómsins krefst því könnunar - rannsóknar fyrir dómi. Þetta starf verður að vinna, áður en Kristur kemur til að frelsa lýð sinn, því þegar hann kemur, ber hann launin með sér til þess að útdeila hverjum manni eins og verk hans er. Opb. 22, 12.7 NIÐURLAG Hátíðleg eru þau svið, sem tengd eru lokastarfi friðþægingarinnar. YFir- þyrmandi eru þeir hagsmunir, sem þar er um að tefla. Nú stendur yfir dómsuppkvaðning í helgidómnum á himnum... A þeim tíma framar öllum öðrum hæfir hverri sál að minnast hvatningu frelsarans: „Vakið og biðj- ið, því þið vitið ekki, hvenær tíminn er kominn." Mark. 13, 33... „Svo þér skulið vaka,... að hann hitti ykkur ekki sofandi, er hann kemur skyndi- lega.“ Markús 13, 35-36.8 TIL UMRÆÐU Hvaða hluti musterisþjónustunnar heillar þig mest? Af hverju? Kveikir hinn raunverulegi friðþæg- ingardagur í þér ótta eða öryggis- kennd, eða kannski bæði? Hvernig útskýrir þú viðbrögð þín við þessari kenningu? Hvaða leið telur þú besta til að kynna þennan boðskap þeim sem ekki eru sömu trúar og við? 1 Patriarchs and Prophets, bls. 68. 2 Sama rit, bls. 351-355. 3 Deilan Mikla, bls. 434, 435. 4 Sama rit, bls. 426, 427, 428. 5 Sama rit, bls. 435. 6 Sama rit, bls. 430. 7 Sama rit, bls. 436. 8 Sama rit, bls. 507-508. Ellen G. White var einn af frumkvöðlum og stofnendum Sjöunda- dags aðventista. Rödd hennar er enn og ávalll rödd spámannsins meðal þeirra. Frábsrar barnabækur M/)JT1 BJARGAR ,, KONGINUM MATTI OGLEYNDARMAL HÖFRUNGANNA Texö 01. Jacqœs örotd Myrxttsreytíog Jcan BrewS óbo^oest^b í Mattabókunum er börnunum boðið í skemmtilegt ferðalag inni í líkamanum. Bækurnar hvetja börn til að tileinka sér góðan lífsstíl frá unga aldri með hollustu og góðu fæði, jákvæðu hugarfari og án vímuefna. Höfundur bókanna og sá sem myndskreytti eru franskir bræður, Reynir Guðsteinsson þýddi úr norsku. FRÆKORNIÐ BÓKAFORLAG AÐVENTISTA AdvtntF RÉTIIR 21

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.