Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 22

Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 22
Musterið - Ráðstöfun Guðs okkar til frelsunar CLAIRE EVA SÓCUR SKILABOÐ TIL FORELDRA OG KENNARA Mnsterisþjónusta Gamla testamends- ins gefur okkur mynd af frelsuninni því þar birtist okkur verk Drottins, Jesú Krists. Það er von mín að rannsókn á musterinu verði ykkur jafn mikil blessun og það hefur verið mér við undirbúning umræð- unnar. Nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera þessa vikuna eru eftir- farandi: 1. Að búa til módel af musterinu. Hægt er að nota skókassa og leir t.d., eða eitthvað annað. 2. Teiknið myndir af musterinu. Þið getið teiknað innanstokksmunina uppistandandi eða liggjandi. 3. Skemmtið ykkur við að baka kringlótt ósýrt brauð (brauð með engu geri) eins og skoðunar- brauðið var. 4. Kveikið kertaljós á meðan rætt er um ljósastikurnar, eða brennið reykelsi. 5. Notið spurningarnar úr TIL UM- RÆÐU dálkinum sem grundvöll umræðna um það sem við erum að rannsaka þessa vikuna. Látið þær verða hvatan að tengdum efn- um sem ykkur langar að ræða. HVÍLDARDAGUR Hvernig getur Guð elskað okkur svona mikið? MINNISVERS: „Sjáib hvílíkan hœr- leika fabirinn hefur aubsjnt oss, ab vér skulum kallast Gubs börn. “ IJh 3.1. AÐ LENDA í RIGNINGU í minnisversinu má lesa orðið auð- sýnt. Annað orð sem þýðir næstum því það sama er orðið úthellt. Hefur þú nokkurn tíma lent í hellidembu? Þegar ég var í þriðja bekk þá gekk ég í og úr skólanum. Einn efdrmið- daginn þegar ég var á leiðinni heim þá sortnaði himininn skyndilega. Með hárri þrumu þá virtust himnarn- ir opnast og úthella svölu, hreinsandi vatni sínu yfir mig! Fyrst óskaði ég þess að ég hefði tekið með mér regn- hlíf, en úr því sem komið var lét ég vatnið renna niður höfuðið á mér, inn í augu og munn. Eg varð strax gegndrepa líkt og ég hefði staðið undir fossi. Mér fannst þetta frábært! Eg var gegndrepa og hamingjusöm. Guð hafði sýnt mér yndislega og vota sköp- un sína. GUÐ OG KRISTUR HAFA LAGT A RAÐIN Ég þori að veðja að þú hefur ekki tölu á þeim skiptum sem þú hefur sungið um kærleika Krists. En hvern- ig veist þú að Kristur elskar þig? Hvernig líður þér þegar þú hefur gert eitthvað rangt? Kannski tókst þú eitthvað sem þú átdr ekki? Eða kíktir á próf vinar þíns? Eða særðir ein- hvern með ljótum orðum eða athöfn- um? Hvernig koma foreldrar þínir fram \dð þig þegar þú gerir eitthvað rangt? Þykir þeim vænt um þig þó þú gerir stundum eitt og annað rangt? F}TÍr langa löngu síðan þá gerðu langa, langa, langa (og rosalega oft langa í viðbót) amma og afi okkar, Adam og Eva, eitthvað mjög rangt. Þau kusu að trúa Satan í stað þess að trúa skapara sínum, Jesús, sem elskaði þau. Vegna þess að þau treystu ekki Jesú þá syndguðu þau. Góðu fréttirnar fýrir Adam og Evu og öll okkur hin eru þær að Guð var búinn að gera ráðstöfun dl þess að laga það sem var að. Guð vissi að Adam og Eva gátu óhlýðnast honum. Þess vegna voru Guð-faðir og Guð- sonur búnir að skipuleggja frelsun þeirra. Þið þekkið Biblíuversið „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn“ (Jh 3.16). Nú er það svo að eftir að Adam og Eva brutu lögmál Guðs þá var eðlilegt að þau og öll þeirra börn þyrftu að deyja. En Kristur elskaði okkur svo mikið að hann var reiðubúinn að deyja í okkar stað. Kristur myndi lifa fullkomu lífi og gefa okkar svo full- komið líf sitt. Hann hefur verið kall- aður hin annar Adam vegna þess að hann kom til að frelsa heiminn og laga það sem hinn fyrsd Adam eyði- lagði. Það var við syndafallið að frelsunar- áformið var gangsett. Saklaust lamb varð að deyja. Dauði þessa saklausa lambs átti að minna fólk Guðs á hræðilega synd þeirra og einnig Jesú Kiist, sem er lambið saklausa, sem fórnað var fýrir syndir okkar. Vá! Er þetta ekki stórkostlegt. Löngu áður en þið fæddust, áður en 22 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.