Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 28

Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 28
fyrir ofan lögmálið. Þannig stökkti hann blóðinu sjö sinnum (sjö er full- kominn tala). Hann gerði svo slíkt hið sama með geitarblóðinu. Þegar hann yfirgaf musterið þá voru syndir allra yfirfærðar á æðsta prestinn. Þá fór æðsti presturinn út í forgarð- inn og stökkti blóði á altarið þar ein- nig til að þvo það. Hvað varð þá um hina geitina? Or- lög geitanna var ráðin með að kasta hlutkesti um þær. Þetta er eins og að kasta peningi. Onnur geitin var brennifórn hin var sektarhafurinn. Eftir að presturinn kom út úr hinu allra helgasta og Guð hafði tekið við fórnunum þá setti hann hönd sína á sektarhafurinn og játaði syndir Israel sem hann bar með sér. Geitinni var svo sleppt í eyðimörkina. Sektarhaf- urinn tók þá á brott alla synd. Fólkið var alveg dásamlega hamingjusamt þegar syndir þeirra voru á brott. (Les- ið Patriarchs and Prophets, bls. 355). JESÚS KRISTUR - ÆÐSTI PRESTUR OKKAR Jesús er æðsti presturinn okkar (sjá Hebreabréfið). Hvað merkir það? Þú manst að jarðneska musterið er bara eftirmynd af því himneska. Þannig er það líka með æðsta prestínn. Við skulum athuga hvað Guð er að reyna að segja okkur. Dýrmæt klæði æðsta prests- ins segja okkur að verk hans er heilagt. Verk Jesú fyrir okk- ur er heilagt og virt af Guði. Manstu eftir steinunum tólf? Hann hafði þessa tólf steina yfir hjartanu til að sýna hver- su mikilvægir hinir tólf ætt- bálkar voru honum. Heldur þú að Kristur sé með okkur við hjartastað? Það er hann svo vissulega! Við erum ekki bara við hjarta hans, við erum í því! Æðstu prestarnir stigu inn í návist Guðs í hinu allra helg- asta. Eftir dauða sinn fór Kristur til návistar við Guð á himnum. Hvernig var það öðruvísi en hjá hinum jarð- neska presti? Jesús er æðsti prestur, hreinn, flekklaus og heilagur. Hann fór inn í heil- agra musteri en hið jarð- neska, musteri sem er ekki byggt af manna höndum heldur himneskum verum (Heb 7.26; 9.24). Kristur fór inn í nærveru Guðs með sitt eigið blóð, ekki blóð nautgripa eða geita. Þú skilur, presturinn ájörð- inni varð að fara inn í musterið einu sinni á ári með blóð fórna sem gátu ekki fjarlægt synd. Jesús fór inn í eitt einasta skipti með sitt eigið blóð og það dugði til að hreinsa burt alla synd og frelsa okkur um eilífð (Heb 9.12, 27). Manstu að þegar Kristur dó þá rifn- aði fortjaldið milli hins heilaga og allra helgasta? Biblían segir okkur að með blóði sínu opnaði Kristur nýja leið gegnum tjaldið að föðurnum. Sú leið er í gegnum Jesú Krist. Þegar Kristur dó á krossinum þá opnaðist okkur leið að nálgast Guð. Jesús Krist- ur er bæði fórn okkar og æðsti prest- ur (Heb 10.19, 20). Jesús frelsar okkur algjörlega ef við leitum til hans. Hann er leiðin. Hann er fortjald okkar. Hann opnaði okkur leið að hásæti Guðs. Minnisversið okkar segir að Jesús biðji fyrir okkur. Það þýðir að Jesús ekki bara dó fyrir okkur heldur talar líka okkar máli. Hann er nokkurs konar lögfræðingur sem talar máli skjólstæðinga sinna. Hann er Kortn- ey, sem talaði fyrir Amad. Jesús er við hægri hönd Guðs (sem er betri hönd- in) og talar fyrir okkur. inn sem þýddi þájá ef það var hægri steinninn eða nei ef það var sá vinstri. Af hveiju heldur þú að Guð hafi valið þennan fatnað á prestana? Vegna þess að hann vildi að allir skildu að hlut- verk æðsta prestsin er sérstakt og heilagt verk. VERK ÆÐSTA PRESTSINS Áður en æðsti presturinn fór inn í hið allra helgasta á friðþægingardaginn mikla þá undirbjuggu Israelsmenn daginn af kostgæfni. Tjald- búðin öll var þrifin, þeir ját- uðu syndir sínar og báðu til Guðs. Þetta var dagur bæði blessunar og dóms. Hvaða fórnum yrði tekið? Mundu syndir þeirra verða fyrirgefn- ar? Mundi musterið verða hreint og fínt aftur? Á þessum helga degi þá tók æðsti presturinn af skraut- klæðnaðinn áður en hann fór inn í hið allra helgasta. Guð hafði skipað svo fyrir að hann skyldi klæð- ast heilögum kyrtli með mittislinda og hafa á höfði sínu vefjahött. Eg er viss um að æðsti presturinn skalf þegar hann steig inn í hið allra helgasta. Fólkið bað og beið í ofvæni eftir blessun Guðs. Þeim var gert að bíða fyrir utan en í huga og hjarta fyl- gdu ])eir allir æðsta prestinum inn. Þeir hlustuðu eftir bjöllunum á klæð- um prestsins. Þeir biðu spenntir eftir að hann kæmi aftur út. Þeir vissu að ef æðsti presturinn játaði ekki syndir sínar þá mundi Guð eyða honum fyr- ir ásjónu sinni. Á friðþægingardaginn mikla völdu þeir ungnaut og tvær geitur. Fyrst fórnuðu þeir nautinu fyrir æðsta prestinum og allri hans fjölskyldu. Þar næst fórnuðu þeir einni geit fyrir syndir fólksins. Áður en hann tók blóð fórnardýr- anna þá fór æðsti presturinn með tvo hnefa reykelsis inn í hið allra helg- asta. Hann tók líka brennandi kol frá altarinu sem var frammi fyrir Guði. Hann bar eld að reykelsinu svo reyk- mökkurinn þakti náðarstólinn. Þannig varði hann líf sitt frammi fýrir dýrð Drottins. Þar næst tók æðsti presturinn blóð nautsins og stökkti því á náðarstólinn 28 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.