Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 30

Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 30
hvað sér hann? Hann sér yndislegan, fullkominn og elskaðan son sinn. Hvað sér Guð þegar hann horfir á mig og þig? Eg veit að hann elskar okkur mikið en við erum samt synd- arar. Opnaðu nú Biblíuna í miðjunni. Taktu bókamerkið eða pappírs mið- ann og settu inn í Biblíuna og lokaðu henni svo. Hver sögðum við að væri Biblían? Alveg rétt, það er Jesús. En hver er bókamerkið? Það ert þú. Þeg- ar Guð horfir á þig núna hvað sér hann? Nú sér hann sér bara Jesús. Al- veg eins og bókamerkið er falið í Bibl- íunni þá erum við falin í Kristi. Þegar Guð lítur á þig þá sér hann bara full- komið og fallegt líf Jesú Krists. Þannig, krakkar mínir, veröur það á dómsdegi. Ef við játumst Jesú Kristi þá mun hann taka okkar stað. Hann er réttlæti okkar og góðleiki. TIL UMRÆÐU OG ATHAFNA Rannsakið Efesusbréfið og teljið hversu oft það er sagt í honum eða í Kristi. Það hefur verið sagt að þegar við klæðumst góðleika Ki ists þá hitn- ar okkur að innan og það hjálpar okkur að vera líkari honum. Ræðið í fjölskyldunni hvort og hvernig þetta geti verið satt. HVÍLDARDAGUR Himinn ajorö MINNISYERS: „Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga nibur af himnifrá Gwbi, búna sem brúibi, er skart- ar fynr manni sínum. Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagbi: Sjá, tjald- búb Gubs er mebal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Gub sjálfur mun vera hjá þeim, Gub þeirra. “ Opb 21.2, 3. ÉG KEM STRAX AFTUR Flugvélin var full af fólki þegar hún millilenti örstuttu áður en hún hélt svo af stað til síðasta áfangastaðar. Þó nokkrir nýir farþegar bættust í hóp- inn. Eiginmaðurinn minn, sem er prest- ur, var í þessu flugi. Hann tók eftir ungri móður sem kom í vélina með tvö börn. Annað barnið var svo lítið að það þurfti að bera það. Hitt var lít- il fjögurra ára stúlka. Hún var með kringlótt blá augu og hrokkið ljóst hár. Móðirin var, eins og tamt er með ungar mæður, með fangið fullt. Hún hélt á barninu, tösku með barnadóti og kerru. Hún fann engan stað að setja kerruna á. Hún varð því að fara og leita að plássi fyrir kerruna. Hún útskýrði þetta fyrir stúlkunni og lét hana fá bók til að lesa. Það síð- asta sem hún sagði við stúlkuna áður en hún fór var, „Eg kem strax aftur.“ Litla stúlkan horfði á eftir mömmn sinni ganga eftir ganginum. Hún leit ekkert glöð út þegar mamma fór. Heldur þú að hún hafi lesið mikið í bókinni? Nei, hún vildi bara fá að vita hvenær mamma kæmi aftur. Hún horfði á þann stað sem hún bjóst við mömmu aftur. Mamman var ekki lengi í burtu, bara nokkrar mínútur. En litlu stúlkunni fannst þetta heil eilífð. Þú getur ímyndað þér hvað andlit henn- ar ljómaði af gleði þegar mamma kom aftur. Það voru fagnaðarfundir. Litla stúlkan tók gleði sína aftur og lék við hvern sinn fingur. Mamma hennar hafði lofað að koma aftur og eins og allar góðar mæður gerði hún það líka. ÞESSI SAMI JESÚS Þessi saga sem ég var að segja ykkur minnir mig á sögu úr Biblíunni. Post- ulasagan 1.9-11, segir okkur frá síð- ustu orðum Kiists áður en hann var „upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra. Er þeir störðu til himins á eftir honum, þeg- ar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ Hann kemur aftur. FRÁ HÁSÆTI GUÐS Guð gaf Opinberunarbókina í sýn til Jóhannesar til að segja okkur hvað myndi gerast á jörðinni. Bókin heitir Opinberunarbókin vegna þess að lnin opinberar líf og starf Jesús. Jó- hannes var á þessum tíma fangi á eyj- unni Patmos vegna þess að hann vildi prédika orð Guðs og trúði á Jesú Ki ist. Það var þegar að aldraður læri- sveinninn sat einn á eyjunni að Jesús birtist honum og sagði honum frá því sem myndi gerast á jörðinni áður en hann kæmi aftur. I Opinberunarbókinni segir Jó- hannes að hann hafi séð hásæti him- insins. Þar sá hann Guð sitja í hásæt- inu. Hann sá margar verur sem til- báðu Guð. Hann sá einnig lambið sem fórnað var og ljónið af kynstofni Júda. Englarnir voru að störfum að gera það sem Guð bauð. I Opb 5, heldur Guð á bókrollu í hægri hendi. Bókrollan er innsigluð með sjö innsiglum - hin fullkomna tala Guðs. „Og ég sá sterkan engil, sem kallaði hárri röddu: Hver er maklegur að ljúka upp bókinni og leysa innsigli hennar? En enginn var sá á himni eða jörðu eða undir jörð- unni, sem lokið gæti upp bókinni og litið í hana“ (vers 2 og 3). Jóhannes grét vegna þess að eng- inn var verðugur opna bókina. Af hveiju heldur þú að hann hafi grátið? Eg held að Jóhannes hafi vitað að ef enginn gat opnað bókina þá átti hann enga von. En þá sagði einhver í herbergi há- sætisins, „Grát þú eigi! Sjá, sigrað hef- ur ljónið af Júda ættkvísl, rótarkvistur 30 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.