Aðventfréttir - 01.03.1996, Side 31
Davíðs, hann getur lokið upp bókinni
og innsiglum hennar sjö“ (vers 5).
Þá, í stað ljóns sá hann lamb sem
leit út eins og því hefði verið slátrað.
Lambið stóð fyrir miðju hásætinu.
Allar verur og öldungarnir krupu fyr-
ir lambinu og þúsundir þúsunda
engla sungu, „Maklegt er lambið hið
slátraða að fá máttinn og ríkdóminn,
\ isku og kraft, heiður og dýrð og lof-
gjörð“ (vers 12). Þá bættustvið þenn-
an hóp, „allt skapað, sem er á himni
ogjörðu og undir jörðunni og á haf-
inu, allt sem í þeim er, heyrði ég
segja: Honum, sem í hásætinu situr,
og lambinu, sé lofgjörðin og heiður-
inn, dýrðin og krafturinn um aldir
alda“ (vers 13).
Opinberunarbókin heldur svo
áfram og segir okkur frá endalokum
þessa heims eins og við þekkjum
hann. Vegna þess að lambið er mak-
legt þá eru innsiglin brotin og bók-
rollan opnuð. Sterkir englar fara til
verka tíl að gera vilja Guðs á jörðinni.
Ibúar jarðarinnar eru dæmdir og
börn Guð eru frelsuð. Fyrst eru þeir
sem hafa dáið í Kristi hrifnir til him-
ins og síðan allir sem eru lifandi.
BORGIN HELGA KEMUR
NIÐUR
I þessari sýn sá Jóhannes borgina
helgu þar sem Guð og fólk hans býr.
Hún kom niður af himni. Jóhannes
var hamingjusamur þegar hann lýsti
borginni: „Hún hafði dýrð Guðs.
Ljómi hennar var líkur dýrasta steini,
sem jaspissteinn kristalskær. Hún
hafði mikinn og háan múr og tólf
hlið og við hliðin stóðu tólf englar og
nöfn þeirra tólf kynkvísla Israelssona
voru rituð á hliðin tólf“ (Opb 21.11,
12). Lestu lýsinguna á borginni í Op-
inberunarbókinni. Grunnur borgar-
innar og veggir voru þaktir eðalstein-
um. Jóhannes nefnir suma af sömu
steinum og æðsti presturinn hafði á
brjóstbrynju sinni! Líkt hann eitt
sinn hafði okkur nálægt hjartastað þá
umlykur hann okkur kærleika þar.
Borgin heilaga í minnisversinu
verður hér á jörðinni. Raunverlegt
musteri Guðs verður hjá okkur að ei-
lífu. Þegar Kristur var hér á jörðinni
þá bað hann Guð-föður, „Faðir, ég vil
að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá
mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái
dýrð mína, sem þú hefur gefið mér,
af því að þú elskaðir mig fyrir grund-
völlun heims“ (Jh 17.24).
Þegar Kristur kemur aftur þá mun-
um við sjá hann augliti til auglitis.
Það verður ekkert sem skilur okkur
að frá honum. Við munum líta dýrð
hans.
ÞAR TIL ÞÁ
Ef við elskum Jesús þá höldum við
boðorðin hans og fylgjum honum
hvert sem það kann að leiða okkur.
Við erum mikilvæg í hans augum og
hann þarf að vera mikilvægur í okkar
hugum.
Við skulum horfa til Jesú. Guð seg-
ir okkur að með því að horfa á hann
þá verðum við eins og hann. Ekkert
„getur skilið okkur frá kærleika Guðs
sem er í Jesú Kristi; ekki vegna þess
að við höldum svo fast í hann heldur
vegna þess að hann heldur okkur ör-
ugglega“ (The Acts of the Apostles,
bls. 553).
Kristur segir okkur, ,Já, ég kem
skjótt. Amen.“ Já, „Kom þú, Drottinn
Jesús!“ (Opb 22.20.
Claire Eva kenndi 2.
beltk í Spring Valley
Academy í Centerville,
Ohio. Hún er nýflutt
ásamt manni sínum til
Maryland.
AðventFréttir
31