Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 1
Aðvent
^iFRÉTTIR
Málgagn Sjöunda dags aðventista á íslandi - Suðurhlíð 36 - 105 Reykjavík - 66. árg. - 1. tbl. 2003
Aðalræðumaður sumarmótsins
2003 verður Dr. Walter Veith
Aðalræðumaður sumarmótsins að
þessu sinni verður Walter Veith sem er
háskólakennari frá Suður Afríku. Hann
er að taka sér vikufrí úr vinnu til að
koma sérstaklega til okkar beint frá
heimalandi sínu. Hann er eftirsóttur fyr-
irlesari um heim allan og verður vegna
mikilla vinsælda í annað sinn ræðumað-
ur á sumarmótinu í Suður Englandi.
Einnig hefur hann verið tvisvar ræðu-
maður á sumarmóti í Noregi.
Walter Veith starfar við náttúru-
fræðideild Höfðaháskóla sem kennari og
deildarforseti. Hann hefur kennt við há-
skóla í 28 ár en doktorsgráðu sína í nátt-
úrufræði hlaut hann frá Höfðaháskóla.
Hann hefur hlotið viðurkenningu fyrir
störf sín og er einn fimm vísindamanna í
Suður Afríku sem hlotið hefur fjárveit-
ingu frá Royal Society London vegna
þátttöku í sérstakri áætlun á vegum rfk-
isins til eflingar vísindarannsókna í Suð-
ur Afríku eftir afnám aðskilnaðarstefn-
unnar.
Rannsóknarsvið hans er næringarlíf-
fræði og fjallar sérstaklega um áhrif nú-
tíma húsdýrabúskapar og kjötframleiðslu
á tíðni sjúkdóma í mönnum. Þetta um-
deilda efni hefur sérstaklega verið í
brennidepli upp á síðkastið vegna sjúk-
dómafaraldurs í dýrum svo sem kúariðu.
Rannsóknir hans snerta einnig hrörnun-
arsjúkóma og fæðuval og möguleg or-
sakatengsl þar í milli, sérílagi sjúkdóma á
borð við beinþynningu, liðagigt og
krabba. Walter Veith og hópur sá sem
með honum starfar hafa kynnt niður-
stöður sínar á alþjóðavettvangi um að
fæðuval hefur bein áhrif á fjölmarga
hrörnunarsj úkdóma.
Walter Veith er höfundur fjölda bóka
og greina og er vel þekktur og
eftirsóttur ræðumaður. Ein af bókum
hans, Diet and Health (Fæða og heilsa),
hefur að geyma nýjustu niðurstöður rann-
sókna hans. Hann hefur einnig ritað The
Genisis Conflict (Deilan um uppruna),
sem er umræða um þróunarkenninguna
og rökin fyrir sköpun sem er að finna í
náttúrunni og erfðafræðinni. Bókin Truth
Matters (Sannleikurinn skiptir máli).
Einnig hefur hann gefið út fyrirlestra
á nítján myndböndum um ýmis áhuga-
verð efni.
Tími Walters fer nú í auknum mæli í
ferðalög þar sem hann boðar niðurstöð-
ur rannsókna sinna á sama ttma og hann
leitast við að sinna starfi sínu við Höfða-
háskóla. Því mun hann fljótlega taka við
fullri stöðu prests og útbreiðsluprédikara
Kirkjunnar í Suður Afríku.
Walter Veith skírðist fyrir 17 árum
eftir mjög sérstaka lífsreynslu. Hann hef-
ur mjög grípandi sögu að segja. Áður en
hann varð kristinn kenndi hann og trúði
á þróunarkenninguna. Hann lenti í erf-
iðri baráttu og hóf að leita Guðs sem
gæti fært honum og fjölskyldu hans frið.
Ekkert dugði þar til hann dag
nokkum hitti smið sem tók að sér að
setja upp eldhúsinnréttingu heima hjá
honum. Smiðurinn var aðventisti og 2
árum síðar bað Veith hann um að hjálpa
sér að skilja Guð betur og fást við þau
vandamál sem hann stóð frammi fyrir.
Kvöld eftir kvöld rannsökuðu þeir ritn-
inguna saman. Auðvitað var sköpunar-
sagan mikill þyrnir í augum prófessorsins
sem kenndi þróunarsögu við háskólann.
Og smiðurinn hafði ekki röð við prófess-
ornum í rökræðum. Að lokum sagði
smiðurinn: „Ég trúi sköpunarsögunni,
það er ekki vandamál fyrir mig — heldur
þig — og þú verður að leysa það sjálfur! “
Og það var einmitt það sem Walter
Veith gerði. Þannig fann hann þann
Guð sem færði honum frið. Guð sem gat
svarað öllum spurningum þessa mennt-
aða manns. Upp frá þessu hefur hann af
miklum áhuga sagt öðrum sannleikann
um Guð.
Ég vona að þú eigir þess kost að
sækja sumarmótið í ár og hlýða á merk-
an boðskap þessa manns. Umsöknir um
gistingu og allar upplýsingar færðu á
skrifstofu Kirkjunnar.
Vinningsliðið í keppninni „Jesús lifir“ 2003, Katrín, Kristján og Fairlyn.