Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 17

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 17
Katrín Brynjarsdóttir þykkt að hafa nótur með textanum og að sálmarnir væru á íslensku. Mikið er til af nýlegum og góðum íslenskum barnasálmum og viljum við einnig not- færa okkur eitthvað af því efni. I dag er nauðsynlegt að fá leyfi höfunda ljóða og laga þeirra sálma sem gefa á út. Byrjað er að setja upp sálmana og er það mikil vinna. Þetta er allt gert í sjálf- boðavinnu og gengur því hægt. En allt þetta vinnuframlag ber að þakka. Að lokum Ég vil þakka öllu því tónlistarfólki sem sér um tónlist á samkomum okkar hvíldardag eftir hvíldardag í hinum ýmsu kirkjum. Þetta er rnikið og fómfúst starf sem felur í sér mikinn undirbúin- ing, skuldbindingu og fómfýsi. Megi Guð blessa tónlistina innan okkar kirkju. Ester Olafsdóttir Elfa Frið Haraldsdóttir Bréf frá Brasilíu Jonas, Ronan og Egito. Atibaia, 24■ febrúar 2003 Kæru vinir og trúsystkini á Islandi. Við hér í Brasilíu frá samtökunum Sweet Home, sendum okkar innilegustu þakkir til ykkar allra sem hafið á svo fórnfúsan og kærleiksríkan hátt sent okkur fjárhagslega hjálp til að halda uppi munaðarleysingjaheimilinu okkar og einnig byggja nýja heimilið í sveit- inni. Þessi hjálp er okkur ómetanleg og við eigum ekki orð sem geta lýst þakk- læti okkar. Þið haldið uppi starfi okkar með þessi munaðarlausu börn! I janúar gátum við flutt inn í nýja húsið í sveitinni, eftir þriggja ára baráttu við að byggja. Það er allt annað líf að búa í sveit með börnunum, því það er alltaf nóg að gera utan dyra og plássið vantar ekki. Börnunum (réttara sagt unglingunum) fimm sem búa núna á heimilinu líður öllum mjög vel hér í sveitasælunni. Ein stúlka sem var búin að vera í 6 ár hjá okkur, hún Elísabet, fékk loksins fósturheimili núna í janúar, fljótlega á eftir kom svo 15 ára drengur, Irineu, inn á heimilið til okkar. Þessir þrír drengir á myndinni, þeir Jonas, Ronan og Egito, hafa allir helgast Kristi í skírninni. Tveir þeirra hafa löng- un til að verða prestar. Biðjum fyrir þeim. Megi Guð blessa ykkur öll ríkulega! Hjartans þakkir og saknaðarkveðjur, Anna Kjartansdóttir 3ABN Þú nærð kristilegu sjónvarpsstöðinni 3 ABN á Breiðbandi Símans á rás 8, og í útvarpi á FM 103.7 í Reykjavík. Á þessum stöðvum finnur þú fróðleik og vegvísa um ýmislegt sem stuðlar að hollustu og farsæld í lífi okkar allra og varðar m.a.: • Kristilegur fróðleikur. • Foreldrahlutverkið og fjölskyldulíf. • Barna- og unglingastarf. • Úrval kristilegrar tónlistar. • Matreiðsla og heilsa. • Reykbindindi og megrun. Hafðu samband við okkur í síma: 567 8060 Aðventfréttir 17

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.