Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 23
M inningar
r,w
1939 festu þau kaup á Gvendarhúsi og
hófu að reka þar kúabú. Búið átti eftir að
taka algerum stakkaskiptum í meðförum
þeirra hjóna með nýjum húsakosti og
vélbúnaði og sléttun túna. Guðjón starf-
aði við skipasmíðar samhliða búrekstrin-
um og mikill hluti bústarfanna féll því á
húsmóðurina auk þess að þurfa að sinna
heimili og börnum.
Börn þeirra hjóna eru 4: Theodór,
Þuríður Selma, Guðrún Kristín og Hall-
fríður Erla. Barnabörnin eru 11 en
barnabamabörnin 18. Margrét og börn-
in misstu Guðjón 1958 en hún hélt bú-
rekstri áfram í Gvendarhúsi til ársins
1963 en fluttist þá í íbúð sína að Bröttu-
götu 12. Þar bjó hún allt til í byrjun árs
2001 en síðasta 1 1/2 ár ævi sinnar
dvaldist hún á Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja.
Arið 1931 veitti Guðjón aðventboð-
skapnum viðtöku og lét skírast hjá O. J.
Olsen en Margrét fylgdi fordæmi hans
1939 og fylgdu þau söfnuðinum af trú-
mennsku upp frá því. Margrét var eftir-
minnilegur persónuleiki. Trúin átti stór-
an sess í huga hennar og hjarta en hún
tjáði hana frekar í verkum en orðum.
Hún var einstaklega prúð og orðvör
manneskja en hlý og glaðlynd og góð
heim að sækja. Sístarfandi var hún og
harðdugleg manneskja sem gat komið
ótrúlega miklu í verk. Af Margréti staf-
aði jákvæður andi og viljakraftur og
löngun til þess að gera öðrum gott.
Nú er hún sofnuð þessi góða og trú-
aða kona, líf hennar falið frelsaranum.
Hún bíður nú þess að hann kalli hana
fram til dýrðarríkis síns þegar hann kem-
ur í skýjum himinsins til þess að sækja
hana til sín, svo og alla sem tekið hafa
við útréttri náðarhendi hans. Utförin fór
fram frá Landakirkju 4. október s.l. Sr.
Kristján Björnsson, sóknarprestur og
undirritaður jarðsettu.
Blessuð sé minning hinnar látnu.
Eríc Guðmundsson
t
Rebekka Sigríður Jónsdóttir
Fædd 31. desember 1921
Dáin 12. febrúar 2003
Mér er ljúft að minnast systur minn-
ar, Rebekku - Bekku, eins og hún var
jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og í
vinahóp.
Hún fæddist á Arnarsstöðum, Prest-
hólahreppi, Norður-Þingeyjarsýslu, 31.
desember 1921.
Með bernsku- og æskuárin að baki lá
leiðin til Reykjavíkur varðandi nám og
framtíðarstarf. Hún var vel greind, fús og
glögj; til starfa.
I þá daga þekktust námslán ekki, og
varð því að vinna fyrir öllum kostnaði. I
atvinnuleit sinni fékk hún vinnu á fram-
sækinni klæðskerastofu. Þar lærði hún
fatasaum - að sauma kven- og herrafatn-
að eftir máli.
Saumaskapurinn var þó ekki köllun
hennar, heldur hjúkrun. Því gerðist hún
hjúkrunarkona og starfaði sem slík ævi-
langt, lengst af á skurðstofu Landspítal-
ans. Skurðstofuhjúkrun var henni hug-
sjón. Hún var fyrsta menntaða skurð-
stofuhjúkrunarkonan hér á landi og átti
frumkvæði um ýmis mótandi atriði
varðandi skurðstofustarf - menntun og -
hjúkrun.
Eftir tveggja ára framhaldsnám og
starf í Bandaríkjunum flutti hún með sér
margvíslegar nýjungar þaðan.
Langt samstarf átti hún við prófessor
Snorra Hallgrímsson, beinaskurðlækni
og skipulagði með honum fyrsta nám í
skurðstofuhj úkrun, sótthreinsunardeild
Landspítalans, og kenndi lengi vel alla
skurðstofuhjúkrun bæði bóklega og
verklega.
Rebekka var lánsöm, virt og vel lát-
in í starfi. Gott dæmi þess eru ummæli
prófessors Snorra Hallgrímssonar við
mig: „Ég hef engar áhyggjur, þegar
Rebekka er á vakt. Hún kann þetta allt
utanbókar.“ Slíkt talar sínu máli, en var
gagnkvæmt, því fyrir Snorra bar
Rebekka mikla og verðuga virðingu -
enda hann hið mesta kostamenni.
Rebekka var trúuð og trúin var mót-
andi afl í lífi hennar. Hjartahlý var hún,
sífús til starfa, glaðvær í góðvinahóp,
söngelsk með bjarta þýða sópranrödd.
Hinn 3. júlí 1938 tók hún skírn og
var kirkju okkar trúr þegn til æviloka.
Eftir stutta legu á Borgarspítalanum
fékk hún friðsælt andlát þann 12. febrú-
ar 2003.
Blessuð sé minning kærrar systur
minnar.
Jón Hjörleifur Jónsson
+
Geir Guðmundur Jónsson
Bróðir Geir Guðmundur Jónsson,
stórkaupmaður, fæddur 1. ágúst 1911,
lést eftir stutta legu á Borgarspítalanum
31. mars 2003.
Við fjölmenni var útför hans gerð frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík, þann 10.
apríl. Undirritaður jarðsetti. Frændi
hans, Gunnar Eyjólfsson, leikari, flutti
kveðju frá skyldmennum.
Geir skfrðist þann 26. maí 1951, var
dyggur safnaðarþegn til æviloka, sat í
safnaðarstjórn og var virkur hvíldardags-
skólakennari.
Hann var mikill hæfileika- og at-
hafnamaður. Starfaði fyrst í stað við
verslunar- og skrifstofustörf, meðal ann-
ars hjá Nathan Olsen í Reykjavík, stofn-
aði síðan og rak eigið útgerðarfyrirtæki.
Um langan tíma var hann fulltrúi
franskra vátryggingafélaga og umboðs-
maður fyrir frönsk útgerðarfyrirtæki og
togara hér á landi.
Árin 1975-1985 var hann ræðismað-
ur Mexíkó. Fjölda ára sat hann í stjórn
Alliance Francaise og var endurskoð-
andi þeirra allt til æviloka.
Honum skal þakka óskeikulan
stuðning við kirkjuna okkar.
Við hjónin sendum ástvinum hans
öllum djúpar samúðarkveðjur og þökk-
um fölskvalausa vináttu. Blessuð sé
minning hans.
Jón Hjörleifur Jónsson
Aðventfréttir
66. árg. - 1. tbl. 2003
Útgefandi:
Kirkja S.d. aðventista á Islandi
Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gavin Anthony
Prentun: Svansprent ehf.
1 Ut> .’Vil
Bibleinfo.com
Biblían svarar
Stóru Spurningunum.
www.bibleinfo.com
Aðventfréttir
23