Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 9
Kirkja Sjöunda Dags Aðventista 35. aðalfundur Skýrsla Barnastarfsins í stjórn Barnastarfs Kirkju sjöunda dags aðventista sitja Iris Olafsdóttir, Melanie Davíðsdóttir, Sonja Riedman, Örn Jónsson og Steinunn H Theodórs- dóttir. Þar til haustið 2001 starfaði Iain Matchett með okkur. Iris bættist í hóp- inn í júni 2001 og Melanie f janúar 2003. Barnastarfið var sett á stofn sem ein af deildum Kirkjunnar árið 1998 síðan þá hefur starfið þróast og mótast. Markmið Bamastarfsins eru: Að gera börnin að lærisveinum Krists. Að gera kennurum kleift að kenna á sem bestan hátt og leiða þau til Krists. Barnahvíldardagsskólar eru starf- ræktir í Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi, Keflavík og Akureyri. Þrjár af þessum kirkjum eru áskrifendur að nýjum lexí- um sem Aðalsamtökin standa að útgáfu á. Lexíumar eru mjög góðar og hafa það markmið að ná til allra bama með boð- skapinn um náðargjöf Krists. Draumur okkar er að fá þessar lexíur þýddar þan- nig að þær séu aðgengilegri fyrir börnin og kennarana. Eftirfarandi atriði gefa vonandi ein- hverja hugmynd um það starf sem við höfum reynt að vinna á tímabilinu: • Fyrsta verk nýrrar stjómar Bama- starfsins var að móta starfsreglur sem varða misnotkun á bömum. I nóv- ember 2001 var vinnunni loks lokið og við skipulögðum fund fyrir alla leiðtoga kirknanna þar sem starfs- maður frá Bamahúsi talaði og starfs- reglurnar voru lagðar fram. Þetta var mjög erfið en afar mikilvæg vinna því við þurfum að vera vakandi og verja börnin okkar. • Barnastarfið hefur staðið fyrir nokkrum námskeiðum og fundum fyrir kennara barnahvíldardagsskól- ans. Námskeiðin tengdust því að þjálfa kennara fyrir nýtt kennsluefni fyrir bömin. Anne-May Wollan kom í heimsókn til okkar haustið 2001 og kynnti fyrir okkur nýja efnið og hug- myndirnar sem eru þar að baki. Steinunn Theodórsdóttir. • Einsogáðurhefurkomiðframþásjá- um við það sem aðal markmið Barnastarfsins að gera börnin að lærisveinum. Einn mikilvægur þátt- ur í því er að bömin finni að kirkjan sé kirkjan þeirra en ekki einungis kirkja prestsins eða fullorðna fólks- ins. Til þess að koma þessu á fram- færi ákváðum við að deildarstjóri Bamastarfsins færi á prestafund í leit að samstarfi við prestana og safnað- arstjórnir. I október 2000 átti þessi fundur sér stað. Farið var fram á það við prestana að börnin væru sýni- legri þátttakendur í kirkjunni. Þetta hefur gengið upp og ofan en hefur þó þokast í rétta átt þó enn megi gera betur. Einnig var farið fram á að prestarnir væru sýnilegri meðal barnanna í sinni kirkju og viti hvað þau eru að gera. Við teljum þetta vera mjög mikilvæg atriði sem alltaf þurfa að vera ofarlega í huga okkar. • Deildarstjóri Bamastarfsins var þess aðnjótandi að fá að sækja ráðstefnu í Englandi um páskana 2002 á vegum Deildarinnar. Þar komu saman deild- arstjórar Barnastarfsins frá flestum löndum Stór-Evrópudeildarinnar. Þetta var mjög lærdómsríkt og hvetj- andi. • Barnastarfið hefur haldið utan um dreifingu á kennsluefni barnahvíld- ardagsskólans. Einnig höfum við ver- ið til taks ef einhver hefur þurft á að- stoð að halda. • I nánast hverjum ársfjórðungi hafa verið sameiginlegar samkomur safn- aðanna. Það hefur verið hlutverk Barnastarfsins að vera milliliður milli safnaðanna og þeirra sem skipuleggja samkomurnar. Við höf- um einnig verið tiltæk ef kennara hefur vantað eða einhverja aðstoð við barnahvíldardagsskólana. Við höfum reynt að gera okkar besta hvað þetta varðar en oft hefur vant- að talsvert upp á upplýsingar frá þeim sem skipuleggja samkomurnar. • Bamastarfið hefur haft það hlutverk frá upphafi að sjá um dagskrá fyrir börnin á sumarmóti. Þessi dagskrá hefur verið að mótast í gegnum árin. Síðastliðið sumar tókum við þá ákvörðun að breyta fyrirkomulaginu frá því að vera bamapössun í það að hafa skipulagt starf með ákveðnu þema alla helgina. Þemað tengdist markmiðum Kirkjunnar þ.e. kær- leiksríkt samband, bæn, hvíldardag- urinn, náttúran. Við vorum mjög sátt við útkomuna og börnin virtust njóta þess vel. Fráfarandi stjórn mælir með því að þessu fyrirkomu- lagi verðið haldið áfram því börnin þurfa að finna að þau skipta máli. Starfið fyrir þau þarf að vera vandað og gott. • Eitt stærsta verkefni Bamastarfsins er spurningakeppnin „Jesús lifir“. Barnastarfið hefur tekið þátt í skipu- lagningu hennar frá upphafi. Hug- myndin að keppninni kom frá Suð- urhlíðarskóla sem sá þetta sem hlut- verk sitt til samfélagsins. Markmiðið með þessari keppni er að hvetja krakkana og foreldra þeirra til að lesa Biblíuna. Skólinn hefur fengið dá- litla athygli í kjölfarið meðal krist- inna á íslandi. A hverju ári hefur fjöldi fólks fylgst með keppninni af miklum áhuga og öll höfum við lært eitthvað nýtt um leið. Það er von okkar að keppnin fái að lifa og eflast á komandi árum. Við teljum þetta mikilvægan þátt í útbreiðslu fagnað- arerindisins meðal barna. • Barnastarfið tók að sér að aðstoða við skipulagningu á jólaskemmtun barnanna síðustu jól. • Hvíldardagur barna er síðasti hvíld- ardagur í október ár hvert. Barna- starfið hefur hvatt kirkjurnar til að tileinka börnunum þennan dag. Flestar kirkjurnar hafa tekið þessu vel og skipulagt daginn á mismun- andi hátt. Aðventfréttir 9

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.