Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 13

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 13
mestu leyti. Ef tíundin minnkar þýðir það að einhvers staðar þarf að skera nið- ur en aukist tíundin er hægt að leggja meira fé í aukna starfsemi. Endurskoðendur Kirkjunnar Endurskoðendur á vegum Aðalsam- takanna hafa komið til Islands árlega til 2002 2001 2000 Tíundartekjur 23,886,186.52 22,617,556.00 20,553,994.00 Fjöldi safnaðarmeðlima 540 538 540 Tíund/safnaðarmeðlima 44,233.68 42,040.07 38,062.95 Gjöld 2000-2002 Vaxtogjöld Sjóðakostnoður 0% \ ]% Fjórmogns-og Fjárveitlngar \ / .ignaloitnoSnr Tíund Kirkjunnar Afskriftir 4% Fasteignakostnaðui 1% Dei Idarkostnaðu r 6% ^nnar Skrifslofukostnaður rekstrarkostnaður ^ 7% Tíundin er ekki bara aðal tekjulind Kirkjunnar, hún er einnig meginregla sem Guð gaf manninum honum til mikillar blessunar. Hið sérstaka tíundarkerfi var grundvallað á meginreglu sem er eins varanleg og lögmal Guðs. Þetta tíundarkerfi var Gyðingum blessun, annars hefði Guð ekki gefið þeim það. Þannig mun það einnig vera blessun þeim sem fylgja því til lok tímans. Okkar himneski faðir kom ekki kerfis- bundinni góðvild á til að auðga sjálfan sig, heldur til að það yrði manninum til mikillar blessunar. Hann sá, að kerfis- bundin góðgjörðarsemi var einmitt það sem maðurinn þarfnaðist. (E.G.W., bls. 42) að fara yfir og endurskoða fjármál Kirkj- unnar. Terence de Villiers, endurskoðandi, kom til íslands í júlí 2001. Allan Redfem, endurskoðandi, kom til íslands í júlí 2002 og endurskoðaði einnig bókhald kirkjunnar nú í apríl 2003. Frækornið - bókaforlag aðventista Frækornið hefur ekki verið með mikla starfsemi síðustu árin. Bóksölum hefur fækkað og á síð- asta tímabili kom aðeins einn bóksali, Johnson, tvö sumur. Bækur hafa ekki verið endur- prentaðar og aðeins ein bók, Náttúruleg safnaðaruppbygging efir Christian A. Schwartz var gefin út á tímabilinu, sumarið 2002. Aðalverkefni Frækornsins hefur þó verið að gefa út Biblíu- lexíur fullorðinna sem komið hafa út ársfjórðungslega. Þær hafa verið þýddar af Guðjóni Snorra Björgvinssyni og Guðbjörgu Rut Þórisdóttur. Töluvert tap hefur verið á útgáfu Biblíulexíanna, þar sem kostnaðurinn er hár, fáar áskriftir á lexíum sem einnig hef- ur verið erfitt að fá greiðslu fyrir. Gjafir til kirkjunnar ó íslandi 2000-2002 kr. 1.545.318,- Biblíubréfaskóli 5% Systrafélagið Alfa 33^ Jólagjöf til starfs 15% Hið íslenska biblíufélag 10% Útbreiðslustarf 8% Heilsu- og bindindisstarf 2% Barnastarf Kvennastarf 3% 6% Skótastarf 1 % Æskulýðsstarf 10% Gjafir til heimsstarfsins 2000-2002 kr. 6.467.846.- Ýmsar aðrar gjafir 3% ADRA 0% Ýmsar trúboðsgjafir 1% Global Mission FunaSED 1%. Útvarpsstarf AWF 0% Newbold College 2% Alþjóðalíknarsjóður SED 1% ' Bænavikufórn 6% Afmælisdagagjafir 0% 13. hvíldardag: skólagjafir 10% Hjólparstarf aoventista 13% Hvíldardags- skólagjafir 63% Hlíðardalsskóli Hlíðardalsskóli var leigður út í nóvember 1999 til Hlíðardals- setursins. Sfðan Hlíðardalssetrið tók skólann á leigu hafa þar átt sér stað miklar endurbætur og Harpa Theodórsdóttir mikið og þarft viðhald á eignunum þar auk þess sem söfnuðurinn hefur notið góðs að því að geta notað staðinn fyrir ýmis mót og fundi. Hlíðardalsskóli hefur leigt út malar- námu í Lambafelli. Gerður var fimm ára samningur við Jarðvélar ehf. árið 2001 og er umsamið afnotagjald kr. 1.400.000.- árlega. í rekstrar- og efnahagsreikningi Kirkjunnar árið 2002 er bókhald Hlíðar- dalsskóla tekið með þar inn. Niðurlag Guð hefur falið okkur yfirráð eigna sinna í fjarveru hans. Sérhver ráðsmaður hefur sitt eigið sérstaka verk að fram- kvæma til eflingar ríkis Guðs. Enginn er undanþeginn. Drottinn segir við okkur öll: Verslið með þetta, þangað til ég kem. (E.G.W.,bls.71) Takk fyrir trúmennsku ykkar í tíund- argjöfum og öðrum gjöfum. Vegna henn- ar getur Kirkjan starfað hérna á Islandi og veitt þá þjónustu sem hún gerir. Megi Guð blessa okkur og gefa okkur visku til að versla rétt með eignir hans þangað til hann kemur. Harpa Theodórsdóttir Fjármálastjóri/ritari Kirkju sjöurtda dags aðventista Tilvitnanir E.G.W eru teknar úr bókinni Ráðleggingar varðandi ráðsmennsku eftir Ellen G. White, gefin út af Bókaforlagi aðventista, R eykjavík, 1984- Aðventfréttir 13

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.