Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 22

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 22
M inningar t t Árni Jóhannesson Fæddur 2. júlí 1910 Dáinn 12. október 2002 Arni Jóhannesson lést í Kumbara- vogsheimilinu, Stokkseyri 12. október s.l. Hann fæddist í Neðri'Lág í Eyrar- sveit 2. júlí 1910. Foreldrar hans voru Jóhannes Bjarnason, bóndi á Neðri-Lág og Marta Málfríður Þórðardóttir. Árni var einn níu barna þeirra hjóna. Frá 9 til 16 ára aldurs ólst Árni upp hjá Her- manni Hermannssyni og Kristbjörgu Sveinsdóttur í Höfðakoti en 1926 flutt- ist hann til Reykjavíkur. Á unga aldri, eða 17 ára, tók Árni að leggja leið sína í Aðventkirkjuna til að hlýða á erindi O.J.Olsens sem leiddi til þess að hann tók skírn 1928. Árni var trúr þessum söfnuði í hjarta sínu upp frá því. Þó skugga hafi þó borið á þetta samband um tíma var hugur Árna óbreyttur til kirkj- unnar sinnar þrátt fyrir vandræði hans. Árni var afar sérstakur persónuleiki. Hann var mikill fróðleiksbrunnur og skemmtilegur viðræðu. Sjálfmenntaður í norðurlandamálum las hann mikið á dönsku og norsku svo og íslenkar bækur um trúmál, mannkynssögu og næringar- fræði. Og því sem hann hafði uppgötvað deildi hann gjarnan með öðrum. Hann lét gera smárit með völdum, ritningar- greinum sem hann dreifði meðal þeirra sem hann umgekkst og hann veitti gjarnan ungmennum sem hann mætti á förnum vegi holl ráð varðandi heilsumál og bindindi. Síðustu árin bjó Árni, fyrst í dvalarheimilinu Felli í Reykjavík og síðar Kumbaravogsheimilinu. Nú er hann sofnaður og hefur fengið hvíldina í Drottni, þá hvíld er hann þráði. Líf hans er falið frelsaranum og nú bíður hann upprisunnar þegar ástkær frelsari hans kallar hann fram úr gröfinni og hýður honum, svo og öllum sem vænta komu hans, inn til dýrðar sinnar. Utför Árna var gerð frá Aðventkirkjunni í Reykja- vík 21. október 2002. Undirritaður jarð- setti. Blessuð sé minning hins látna. Eric Guðmundsson Jóhann Ármann Kristjánsson Fæddur 29. desember 1915 Dáinn 6. desember 2002 Jóhann Ármann Kristjánsson fædd- ist þ. 29. desember 1915 f Skipholti í Vestmannaeyjum. Hann lést í Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja þ. 6. des- ember s.l. Foreldrar hans voru þau hjótv in Kristján Þórðarson, f. 2. júní 1876, d. 16. janúar 1966, frá Fíflholtshjáleigu í V. Landeyjum og Guðný Elíasdóttir, f. 28. október 1881, d. 18. júní 1962, frá Klömbru undir Eyjafjöllum. Jóhann átti 7 systkini, þau Ingólf, f. 1901, Magnús f. 1902, Önnu f. 1908, Maríu f. 1910 og Elías f. 1919 auk tveggja systkina sem létust í frumbernsku. Þau eru nú öll lát- in nema Elías. Jóhann ólst upp í foreldrahúsum í Reykjadal, Brekastíg 5 í Vestmannaeyj- um. Skyldunámi lauk Jóhann frá Barna- skóla Vestmannaeyja. Fljótlega tók hann að stunda sjómennsku. I ein 8 ár réri Jóhann á eigin skipi, Unni, sem hann átti með Guðsteini Þorbjörnssyni. Jóhann aflaði sér vélstjóraréttinda og var einnig útlærður kokkur. Jóhann lét af sjómennsku 1954 og starfaði þá á ýms- um stöðum um tíma, í mötuneyti Fisk' iðjunnar sem kokkur, hjá Helga Bene- diktsyni o.v., til 1956 er hann hóf störf sem aflesari hjá Rafveitunni, starf sem hann sinnti upp frá því þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, þá 75 ára. Jóhann stundaði einnig viskipti, var um- boðsmaður Pöntunarþjónustunnar, Hansa og Efnaverksmiðjunnar í Vest- mannaeyjum, einnig starfaði hann um tíma á Netavekstæði Reykdals Jónsson' ar. Auk þess var hann virkur í félags- störfum, gegndi trúnaðarstörfum fyrir Starfsmannafélag Vestamannaeyj abæj ar og tók ætfð virkan þátt í starfi Sjálfstæð- isflokksins svo dæmi séu tekin. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Guðlaugsdóttur, kvæntist Jóhann 10. júlí 1948. Þeim varð 4 barna auðið. Þau eru: Guðlaugur, Ragna, Guðný og I Bibleinfobooks.com Your C H r i s t i a n Book Sourcc www.bibleinfobooKs.com Jóhann Ellert. Barnabörnin eru 7 og bamabarnabörnin 3. Árið 1931 þ. 16 janúar, þá 16 ára að aldri, fetaði Jóhann í fótspor foreldra sinna og tók skím hjá O.J.Olsen og fylgdi hann söfnuðinum af stakri trú- mennsku upp frá því. Frá unglingsaldri tók hann þátt í bama- og unglingastarfi safnaðarins. Síðar sinnti hann trúnaðar- störfum svo sem stjórnarsetu og gjald- kerastöðu um tíma. Söfnunarstarfi fyrir Hjálparstarf aðventista sinnti hann af mikilli elju. Einnig var Jóhann mikill stuðnings- maður skólastarfa safnaðarins, bæði í Eyjum og á Hlíðardalsskóla. Síðustu árin dvaldist hann á sjúkra- húsinu vegna fylgikvilla þess sjúkdóms sem hrjáði hann í nokkur ár og naut frá- bærrar aðhlynningar starfsfólks þeirrar stofnunar. Nú er líf þessa góða, trúaða bróður falið frelsaranum og nú bíður hann eftir kallinu til dýrðarríkisins þeg- ar Kristur kemur í skýjum himinsins til þess að sækja hann til sín, svo og alla sem tekið hafa við útréttri náðarhendi hans. Utför Jóhanns var gerð frá Aðvent- kirkjunni í Vestmannaeyjum 20. desem- ber 2002, undirritaður jarðsetti. Blessuð sé minning hans. Eric Guðmundsson t Margrét Hróbjartsdóttir Fædd 15. september 1910 Dáin 30. september 2002 Margrét Hróbjartsdóttir lést í Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja þann 30. september s.l. Hún fæddist að Kúfhól í Austur'Landeyjum 15. september 1910. Foreldrar hennar voru þau Hróbjartur Guðlaugsson frá Hallgeirsey í Austur- Landeyjum og kona hans Guðrún Guð- mundsdóttir frá Voðmúlastöðum, einnig í Austur'Landeyjum. Margrét átti tvo eldri albræður, Guðmund og Guðlaug og eina sammæðra hálfsystur, Jónínu. Öll eru þau systkinin nú látin. Margrét fluttist með fjölskyldu sinni til Vestamannaeyja árið 1920. Þá festi Hróbjartur faðir hennar kaup á Land- lyst, því sögufræga húsi, sem nú er kom- ið til vegs og virðingar að nýju, og þar bjó fjölskyldan upp frá því. Margrét gift- ist Guðjóni Guðlaugssyni vélstjóra, ætt- uðum frá Eyrarbakka þann 10. október 1930. Þau hófu búskap í Vestmannaeyj- um í Dalbæ, bjuggu síðan f Sigtúni en 22 Aðventfréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.