Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 15

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 15
Kirkja Sjöunda Dags Aðventista 35. aðalfundur Skýrsla upplýsingafulltrúa Það kirkjutímabil sem nú er að líða, 2000-2003, hefur einkennst af miklum breytingum í þjóðfélagi okkar. Um það bil 10% landsmanna eru nú af erlendu bergi brotnir og allt bendir til þess að það hlutfall fari hækkandi. Þessari breytingu, þ.e.a.s. frá einsleitu þjóðfélagi í átt til fjölþjóðlegs, fylgir breytt um- hverfi sem við lifum og hrærumst í. Stöðugt heyrast raddir um meiri aðlögun vegna þessa og fer Kirkja sjöunda dags aðventista ekki varhluta af því. A síðastliðnum árum hafa sprottið upp hreyfingar hér á landi sem krefjast úrbóta á stöðu samtaka og kirkjufélaga sem standa utan Þjóðkirkjunnar. Nefna má samtökin Siðmennt og Frjálslynda flokkinn, sem berjast fyrir fullum að- skilnaði ríkis og kirkju. Skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst, að sífellt stærri hópur þjóðarinnar vill þennan aðskilnað. Kirkja sjöunda dags aðventista er frí- kirkja og styður slík sjónarmið út af fyrir sig. Opinberunarbókin varar eindregið við samtengingu ríkis og kirkju. Ekki þarf annað en fletta í blöðum mann- kynssögunnar til að sjá alvarlegar afleið- ingar slíks samkrulls. Hver eru helstu rökin fyrir því, að við viljum fullan aðskilnað ríkis og kirkju hér á landi? Þau eru lagaleg, fjár- hagsleg og félagsleg. 1. Lagaleg rök. Hér á landi er lögbundin mismunun trúfélaga. I 62. gr. Stjórnarskrár lýðveld- isins Islands, frá 1944 nr. 33, 17. júní stendur: • Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal rík- isvaldið að því leyti styrkja hana og vemda. Breyta má þessu með lögum. Þetta lagaákvæði er greinilega í mótsögn við 1. mgr. 65. gr. sömu stjómarskrár, þar sem segir að: • Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kyn- ferðis, trúarbragða, skoðana, þjóð- ernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Þessar greinar stangast á, því verður önnur að víkja, fyrr eða síðar. 2. Fjárhagsleg rök. Þær aukatekjur, sem Þjóðkirkjan fær umfram aðra söfnuði, þ.e.a.s. fyrir utan sóknargjöld, sem er um 2 milljarðar á ári, eru réttlættar með yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum. Kirkjujarðirnar, sem ríkið yfirtók voru eign allra landsmanna. Hvers vegna fá ekki öll trúfélög greitt fyrir kirkjujarðirnar, heldur aðeins eitt útval- ið? Ríkið greiðir fyrir menntun presta og guðfræðinga við guðfræðideild Háskóla íslands með almannafé. Hvers vegna greiðir ríkið t.d. ekki fyrir stofnun og rekstur guðfræðideildar Kirkju sjöunda dags aðventista við Háskóla Islands? Sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renna til Háskóla Islands. Þar með taka þeir þátt í rekstri guðfræði- deildar Háskóla Islands. Þetta heitir að koma aftan að mönnum. Þannig eru alÞ ir landsmenn látnir styðja eitt trúfélag umfram önnur sama hvar þeir standa. Dæmin eru miklu fleiri, en ljóst er að hér er um mikla fjárhagslega mismunun að ræða milli trúfélaga, sem brýtur í bága við 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. 3. Félagsleg rök. I 3. gr. laga um Ríkisútvarpið frá ár- inu 2000 nr. 122, 30. júní segir m.a.: • Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýð- ræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlut- drægni í frásögn, túlkun og dagskrár- gerð. Þessi lög eru þverbrotin á hverjum einasta degi í Ríkisútvarpinu með því að veita einu trúfélagi umfram önnur ein- okunaraðstöðu. Hvers vegna fá ekki Mormónar, Vottar Jehóva og önnur lög- gild trúfélög aðgang að fjölmiðli allra landsmanna? Annað hvort er að hafa jafnræði eða hreinlega að sleppa þessu. Trúaráróður Ríkisútvarpsins er mjög ein- hliða. Eins og er sér ríkið um að skrá ómálga börn í trúfélög. Þetta er nokkuð sem foreldrar eiga alfarið að sjá um en ekki ríkið. Ríkið hefur með löggjafarvaldi sfnu hyglað einu trúfélagi umfram önnur með því að löggilda frí á helgidögum þessa eina trúfélags. Það skal gilda fyrir alla landsmenn, sama hverrar trúar þeir eru. Hér er átt við jól, páska, sunnudagslög- gjöf o.fl. Með tilkomu netsins er auðvelt að fylgjast með fréttum af heimskirkju Sjö- unda dags aðventista. I Adventist News Network er stöðugt að finna nýjar frétt- ir af starfi kirkjunnar um víða veröld. Eg beini þeim tilmælum til þeirra sem geta fært sér þetta í nyt að fylgjast með reglu- lega. Skúli Torfason, upplýsingafulltrúi kirkjunnar. Aðventfréttir 15

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.