Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 4
Kirkja Sjöunda Dags Aðventista 35. aðalfundur Skýrsla formanns unnið að málum markvisst og af skil- virkni. Við vorum ekki ávallt sammála á mánaðarlegum fundum okkar, en það sem mikilvægast er - hvað nefndarstörf áhrærir almennt - að geta höndlað skoð- anamun ásættanlega. Þetta hefur veitt okkur styrk í starfi. Nokkur meginmál- anna sem við höfum fengist við hafa verið myndun og mótun leiðtogaráðsins, mótun góðs samstarfs við 3ABN, breyt- ingar á rekstri Suðurhlíðarskóla, og nú upp á síðkastið, tilraun til að koma á bættum tengslum við Boðunarkirkjuna. 5. Bænarefni Bænin er afgerandi fyrir árangur í starfi okkar. Ég vil sérstaklega þakka Margréti Jóhannsdóttur fyrir að ritstýra bænadagbók okkar af mikilli vandvirkni undanfarið. Starf hennai' hefur verið mikils metið. Bænadagbókin hvílir nú þar til arftaki finnst fyrir þetta mikil- væga hlutverk. Eg vil einnig þakka Jóni Hj. Jónssyni fyrir þýðingarstarf hans á bók um bæn- ina sem birtist nú kafla fyrir kafla í Að- ventfréttum. Það er ósk mín að sjá bænina öðlast mun ríkari sess í starfi okkar í framtíð- inni. Áhersluatriði Ég mun nú víkja að sérstökum lykih þáttum starfs Kirkjunnar. 1. Tengsl Kirkjunnar á íslandi við samband (union) erlendis Við komu mína hingað til lands voru tengsl Kirkjunnar hér við samband er- lendis reifuð. Þetta hefur verið rætt okk- ar á meðal, hjá norska sambandinu og í Deildinni. I umræðunni hefur Deildin lagt megináherslu á þann stuðning sem við þörfnumst sem hún telur sig van- hæfa að veita. Þegar ég hóf að ræða þetta mál við leiðtoga Kirkjunnar hér fann ég til and- stöðu við hugmyndina. Umræðan snérist líka um hvaða samband væri hið ákjósanlegasta fyrir okkur að vinna með. Það var mál manna, vegna sterkra til- finninga sem bundust málinu, að ráðlegt væri að leggja ekki ofuráherslu á þetta William Olson fulltrúi SED á aðal- fundinum 2003 mál að svo komnu. Heppilegra væri að einbeita sér að hlutverki safnaðarins og boðun frekar en að verja dýrmætum tíma í „pólitíska umræðu“. Því sam- þykkti stjóm Kirkjunnar í febrúar 2001, í samráði við Deildina, að kanna frekar leiðir til óformlegs samstarfs við sam- bönd erlendis sem gætu veitt okkur stuðning án skuldbindinga af okkar hálfu um formleg tengsl. Ef frekari teng- ing myndi mótast í framtíðinni myndi það gerast sem eðlileg þróun frekar en að framkvæma snögga skipulagsbreytingu sem margir myndu álíta óráðlega og óhentuga. Slík tengsl hafa nú þegar tekið að myndast. Við höfum samstarfað með norska sambandinu varðandi fjármál okkar, nokkuð sem við áformum að við- halda. Prestar okkar sátu norræna prestaráðstefnu í Danmörku nýlega sem skipulögð var á fundi formanna starfs okkar á norðurlöndum. Lítill hópur ung- menna sótti fund norrænna æskulýðs- leiðtoga í Danmörku á árinu og Aðvent- skátar áforma þátttöku í skátamóti í Danmörku á næstunni. Ég hef einnig samstarfað með æskulýðsleiðtoga norska sambandsins til að útvega tækifæri fyrir íslensk ungmenni á þátttöku í sameigin- legum trúboðsverkefnum í framtíðinni. Myndun varanlegra tengsla við ann- að samband er flókið ferli sem vekur við- brögð af tilfinningalegum toga. Slík um- ræða verður að einkennast af varfærni ef vel á að vera. Við höfum reifað þessi mál í stjórninni reglulega og það mun þjóna hagsmunum okkar að kanna þessa möguleika enn frekar í framtíðinni. 2. Breyting á starfsfyrirkomulagi skrifstofu Kirkjunnar Eitt þeirra atriða sem við höfum rætt á umliðnu ári eru leiðir til að auka skil- virkni skrifstofu Kirkjunnar. Tilsýndar getur starf okkar sýnst helst til mikið að vöxtum í toppnum á kostnað safnaðar- þjónustunnar. Þetta er að sumu leyti rétt, ekki öðru. Skrifstofan er nýtt til sam- komuundirbúnings og sem viðtalsvett- vangur við safnaðarfólk þar sem heimili fólks myndi vera nýtt til slíks í öðrum til- vikum. Málið vandast þess utan vegna hinnar mjög svo víðu starfslýsingar okk- ar allra sem starfa á skrifstofunni sem ger- ir það ómögulegt að skilgreina starf okk- ar sem eitthvað eitt eða afmarkað. Við skoðum nú þann kost að skera niður opnunartíma skrifstofunnar um 50% þannig að við fáum öll betra tækifæri til að sinna því mikilvægasta í starfi okkar sem ekki vinnst á skrifstofunni. Ég hef nú þegar byrjað að verja minni tíma á skrifstofunni sem hefur komið sér mjög vel fyrir mig. Ég stefni að því að við komumst fljótlega að niðurstöðu um þessar breytingar og komum þeim í fram- kvæmd snemma á komandi sumri. 3. Hlíðardalsskóli Einn af mikilvægustu þáttum starfs okkar er Hlíðardalsskóli. Byggingarnar eru leigðar hópi safnaðarfólks sem hefur endurbætt staðinn á undanförnum þrem árum. Þegar þessi hópur tók við staðnum eftir að Byrgið flutti út var hann vægast sagt í aumu ástandi. Af þeint sökum hafði verðgildi hans rýrnað. Með mikl- um fjárfestingum og vinnuframlagi til uppbyggingar á byggingum og umhverfi staðarins að undanförnu hefur umrædd- um hópi tekist vel endurreisnarstarf sitt og enn hefur hópurinn áform um frekari endurbætur. Vegna hækkandi verðlags á landi á svæðinu verður eign okkar stöðugt verðmætari. Núverandi áform um nýjar vegaframkvæmdir og jafnvel flugvöll í nágrenninu eru einungis til þess fallin að auka verðgildið enn frekar. Kirkjan hefur gert samning við umrædd- an hóp sem gildir til haustsins 2004 og sem felur í sér áframhaldandi forleigu- rétt. Þróun þessara mála verður nokkuð sem komandi stjóm Kirkjunnar mun hafa þau forréttindi að fylgjast náið með. Ég vil koma innilegu þakklæti á fram- færi til hópsins sem hefur haft umsjón með staðnum undanfarið. Án framlags þeirra værum við ekki í þeirri vildar- stöðu sem raun ber vitni í dag. 4. Suðurhlíðarskóli Eitt þeirra verkefha sem hefur tekið hvað mestan tíma stjórnar Kirkjunnar á þessu ári eru vangaveltur um framtíð Suðurhlíðarskóla. Við byrjun þessa skólaárs horfðumst við í augu við örðug- 4 Aðventfréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.