Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 3
35. aðalfundur SDA
Skýrsla formanns
Inngangur
Það hefur óneitanlega verið mér
mikil ánægja að starfa fyrir Kirkjuna
hér á Islandi. Fyrir mér virðast það
vera bara fáeinir mánuðir frá því ég
tók til starfa hér, tíminn flýgur. Aður
en ég sný mér að megin efni skýrsl-
unnar vil ég nefha nokkur atriði á
persónulegum nótum.
1. Þakkir
Eg vil þakka innilega fyrir tæki-
færið sem mér hefur gefist til að star-
fa á Islandi. I mínum augum var
töluverð áhætta í því fólgin fyrir
Kirkjuna hér að bjóða ungum út-
lendingi að sinna formannsstöð-
unni. Þess vegna er ég afar þakklát-
ur fyrir þann stuðning sem mér hef-
ur verið sýndur og fyrir þolinmæði
stjórnarinnar sem ég hef notið. Ég
hef lært langt umfram það sem ég
hefði getað búist við, bæði persónu-
lega og faglega.
Tungumálið hefur sannarlega
verið erfiður hjalli. Ekki eingöngu
vegna þess að íslenska er erfitt mál
að læra, heldur ekki síst vegna þess
að þegar ég hóf störf hér voru annirnar
þvílíkar á skrifstofunni að það var með
öllu ógerlegt að læra nýtt mál samhliða
þeim og samtímis tryggja að allir skildu
allt skilmerkilega. En upp á síðkastið
hefur verið spennandi að halda safnað-
arstjórnarfund á íslensku og heimsækja
fólk á heimilum þeirra þar sem íslenska
var töluð allan tfmann — þó samræðum-
ar kunni að hafa verið fátæklegar og á
nokkuð bjöguðu máli!
2. Mikilvægi samfélagsins
Eitt atriði sem mér hefur orðið ljóst á
þessum tíma er mikilvægi samfélagsins.
Við erum ein heild - líkami Krists. Oll
höfum við okkar skoðanir á hlutunum
en ég hef fundið það vera mitt að koma
auga á hvernig okkur getur miðað áleið-
is í sameiningu. Þessi tvö og hálfa ár hafa
aukið skilning minn á því að það er ekki
mikilvægast fyrir mig að komast yfir
mína eigin dagskrá heldur að stuðla að
því að við gerum sem mest í sameiningu.
Styrkur okkar er ekki jafn þeim sterkasta
okkar á meðal heldur frekar þeim
veikasta. Mín köllun og okkar allra felst
í viðhorfi okkar og stuðningi við þá sem
eiga við erfiðleika að stríða, sem hafa
öðruvísi skoðanir, vinna jafnvel gegn
okkur, og að starfa samkvæmt hugarfari
Krists. Þetta snýst ekki um hvernig fáein
okkar geti sigrað á kostnað annarra,
heldur hvemig við getum unnið saman
þannig að allir komist í mark að lokum.
Það er nærtækt fyrir okkur að álíta
sem svo að leiðtogar á öllum þrepum
kirkjunnar og við sem safnaðarfólk al-
mennt komum til sögunnar fullsköpuð.
Því miður er þetta ekki tilfellið. Við
erum öll syndugir einstaklingar sem
erum að vaxa í þekkingu okkar og
reynslu með Guði. Það er því nauðsyn-
legt fyrir okkur að starfa saman í anda
velvildar og örlætis og ég trúi því að
hvernig við vinnum saman sé mun mik-
ilvægara og segi meira um andlega
heilsu kirkjunnar en hvað við í raun
gerum. Þetta álít ég vera eitt okkar brýn-
asta verkefni sem kirkja á íslandi. Sam-
félag sem endurspeglar ávöxt Andans
setur fram hin sterkustu hugsanlegu rök
fyrir áreiðanleik þess boðskapar sem við
boðum.
Ég mun nú snúa mér að nokkrum
mikilvægum málefnum.
Starfsáætlun: Að leiða alla til
persónulegs samfélags við Jesú
Ég mun fjalla um starf okkar í fimm
liðum.
1. Starfsáætlun
Við upphaf árs 2001 kynntum við
starfsáætlun í Aðventfréttum sem skyldi
gilda fram til maí 2003. Kjörorð
okkar, sem birtist einnig á framhlið
Fréttabréfsins, er „að leiða alla til
samfélags við Jesú“ sem persónu sem
þráir að eiga náin samskipti við okk-
ur. Við skilgreindum því næst starf
okkar í 7 liðum: 1. Bænalíf okkar, 2.
Kærleiksrík samskipti, 3. Markviss
biblíurannsókn og -fræðsla, 4-
Hvíldardagurinn, 5. Náttúran, 6.
Tilbeiðsla sem veitir innblástur, 7.
Boðun fagnaðarerindisins. Eg tel
þessa framkvæmdaáætlun afar mik-
ilvæga. Þó sú hætta sé til staðar að
of mikið sé rætt og of lítið fram-
kvæmt þá er mikilvægt fyrir Kirkj-
una og heimasöfnuðina að skipu-
leggja starf sitt nákvæmlega. Á
þessu sviði má ætíð bæta um betur.
2. Leiðtogaráð
Til að framkvæma starfsáætlun-
ina var sett á laggirnar leiðtogaráð
sem samanstendur af prestum, safn-
aðarformönnum, stjórn Kirkjunnar
og deildarstjórum. Við höfum hist
nokkrum sinnum á tímabilinu til að
ræða meginatriði og leggja á ráðin.
Ég tel þetta lykilhóp sem þarfnast styrk-
ingar og aukinnar skilvirkni í starfi. Lík-
ami Krists er fjölskylda, hópur sem star-
far saman, og leiðtogaráð sem það sem
hér um getur er afgerandi mikilvægt til
að koma á skilvirku samstarfi.
3. Deildir
Við upphaf tímabilsins voru nokkrar
nýjar deildir skipaðar. Sumar þeirra hafa
starfað vel en aðrar ekki staðið undir
væntingum. Ég er þakklátur öllum fyrir
að leggja sitt af mörkum og fyrir hund-
ruð starfstunda sem leiðtogar okkar hafa
varið til starfsins á tímabilinu. Við höf-
um auðgast af fúsleik þeirra og hugsýn.
Framlög þeirra eru tíunduð í viðkom-
andi skýrslum og verður þeirra því ekki
sérstaklega getið hér.
Áform eru vel á veg komin um að
bæta einni deild við sem er íslandsdeild
ADRA (Þróunar- og hjálparstofnunar
Aðventista). Þetta teljum við mikilvæg-
an þátt í að endurvekja fjársöfnun til
hjálparstarfa hér á landi. Vonandi verð-
ur þessi deild að fullu komin í gagnið
snemmsumars.
4. Stjórn Kirkjunnar
Ég hef verið þess aðnjótandi að
vinna með góðri stjórn. Við höfum þurft
að kljást við nokkur erfið mál en höfum
Aðventfréttir
3