Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 12

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 12
Kirkja Sjöunda Dags Aðventista 35. aðalfundur Skýrsla ritara/fjár- málastjóra 2000-2003 Inngangur Sem ráðsmenn náðar Guðs með- höndlum við fjármuni Guðs. Það er þýð- ingarmikið fyrir okkur að styrkjast dag frá degi af ríkulegri náð hans, að fá að skilja vilja hans og reynast trú í litlu jafnt sem í stóru. (E.G.W.) Þegar litið er til baka yfir síðasta tímabil þá getum við ekki annað en þakkað allar þær blessanir sem við höf- um verið aðnjótandi. Fjármál Kirkjunn- ar hafa verið betri en oft áður. Abyrgðin er mikil þar sem það fjár- magn sem við höfum með höndum er Guðs og ber okkur að nota og umgang- ast það sem slíkt. Fjárhagsáætlunum sem gerðar eru árlega og samþykktar af stjórn er fylgt á hverjum tíma og þeir sjóðir sem söfnuðurinn á eru fjárfestir á örugg- an hátt. Tíundin er aðal tekjulind Kirkjunn- ar. Eins og kemur fram síðar í skýrslunni hefur hún staðið í stað sl. þrjú ár skv. verðlagi 2002. Tíundin er ekki bara blessun fyrir Kirkjuna og nauðsynleg Kirkjunni til að geta starfað á Islandi heldur er hún einnig blessun fyrir þá sem gefa. Þetta kerfi, að skila Guði tíund, er ekki eitthvað sem Kirkjan fann upp heldur er þetta kerfi sem Guð hannaði. Hann hefur beðið okkur um að reyna sig og treysta á sig á öllum sviðum lífs okk- ar, einnig fjárhagslega. Starfstímabilið Fyrsti fundur stjórnar síðastliðins tímabils var 21. mars 2000 en fundir stjómarinnar voru alls 48 á tímabilinu. Stjórnin þurfti að taka á og afgreiða ýmis mál en fyrsta hlutverk stjórnarinnar var að finna nýjan formann fyrir Kirkjuna. Ritaraembættið Sem Sjöunda dags aðventistar til- heyrum við ekki aðeins kirkju okkar á íslandi, heldur tilheyrum við söfnuði Sjöunda dags aðventista um allan heim. Kirkja okkar um allan heim telur rúm- lega tólf milljónir einstaklinga. Samkvæmt kirkjubókum okkar á ís- landi þann 1. maí 2003 eru 539 safnað- arsystkini, þ.e. þeir aðilar sem tekið hafa niðurdýfingar skírn, sem eru á lífi, að frá- töldum þeim sem óskað hafa eftir að yf- irgefa söfnuðinn. Á tímabilinu maí 2000- maí 2003 voru alls 11 einstaklingar skírðir. Við gleðjumst yfir því þegar Kirkju fjölskyld- an stækkar. Dreifing safnaðarsystkina eftir söfnuðum 2002 Samkvæmt Hagstofu íslands 1. des- ember 2002 eru 726 aðilar skráðir í Kirkju sjöunda dags aðventista hjá Hag- stofunni. Hver sem er getur í raun skráð sig hjá Hagstofunni sem Sjöunda dags aðventisti, en það felur í sér að söfnuð- urinn fær sóknargjöld frá Ríkinu sem samsvarar 566 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling sem skráður er sem slíkur. Fjármálastjóraembættið 1 september 2002 tók Jóhann Ellert Jóhannsson að sér að sjá um fjármál Kirkjunnar á íslandi þar sem undirrituð fór í barnsburðarleyfi til eins árs. Hann hefur komið reglulega til íslands á þessu tímabili. Fjárhagur Kirkjunnar Fjármál Kirkjunnar eru mál okkar allra þar sem tekjur Kirkjunnar byggjast að mestu leyti á fjármunum sem koma frá okkur, safnaðarsystkinunum, í formi tíundar og annarra gjafa. Utgjöldin fara svo í að halda uppi starfi okkar sem Kirkja sjöunda dags aðventista á íslandi. Fjárhagsleg staða Kirkjunnar hefur farið batnandi síðastliðið tímabil. En það má rekja að einhverju leyti til þess að það fjármagn sem fékkst fyrir fast- eignir sem við seldum á síðasta tímabili hefur verið fjárfest og borið vexti. Einnig fékk Kirkjan arf árið 2001. Einnig ber að vekja athygli á því að árið 2002 er Hlíðardalsskóli tekinn með inn í bókhald Kirkjunnar og þær tekjur og gjöld sem í kringum Hlíðardalsskóla eru. Þrátt fyrir það að fjárhagsleg staða Kirkjunnar sé betri en oft áður er samt sem áður erfitt að láta fjárhagsáætlanir, áætlaðar tekjur á móti áætluðum gjöld- um, ganga upp. Gjöldin hækka miðað við verðlag í þjóðfélaginu á meðan tí- undin, aðal tekjulind Kirkjunnar stend- ur nánast í stað. Þetta hefur gert það að verkum að fjármagn til deilda innan Kirkjunnar hefur verið af mjög skornum skammti. Frá árinu 1998 tilheyra allir starfs- menn Kirkjunnar íslenskum lífeyrissjóð' um. Lífeyrisgreiðslur fyrir starf unnið fram að árinu 1998 koma frá lífeyrissjóði SED. Unnið er að því að reikna út hve stórar ltfeyrisskuldbindingar Kirkjunnar á íslandi eru og er markmiðið að færa þessar skuldbindingar í bókhald og árs- reikning Kirkjunnar. Tekjur 2000-2002 Sjóðatekjur 0% Vaxtatekjur 8% Aðrar fjórv./arfur og gjafir 2% Aðrar gjafir og tekjur 9% I Sóknargjöld 1 9% ' Fjórmagns- og eignatekjur 5% Tíundatekjur 52% Fjórveitingi AS/SED 15% Tíund Guð á tilkall til okkar og alls sem við eigum. Ttlkall hans er æðra sérhverju öðru tilkalli. Og sem viðurkenningu á þessu tilkalli biður hann okkur að láta sér í té ákveðinn hluta af öllu því sem hann gefur okkur. Tíundin er þessi til- tekni hluti. Samkvæmt fyrirmælum Drottins var hún honum helguð frá fyrstu tímum. (E.G.W., bls. 45) Tíundin er aðal tekjulind Kirkjunn- ar, á henni byggir Kirkjan starf sitt að Tíund 1993-2002 30,000,000 20,000,000 10,000,000 0 ■ A verðlagi hvers tíma ■ A verðlagi 2002 12 Aðventfréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.