Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 6
Erfið viðfangsefni
Eg tel nauðsynlegt að dvelja við
nokkur afar mikilvæg atriði sem oft hafa
borið á góma.
1. Stjörnuprestar eða prestdómur
allra trúaðra
I tengslum við þetta vil ég nefna at-
riði sem hefur valdið mér áhyggjum á
undangengum tíma. Marga hef ég heyrt
segja að þeir telji að starf kirkjunnar og
boðun fagnaðarerindisins sé í raun verk-
efni „Kirkjunnar11 eða einhvers „stjörnu-
prests“. Þetta getur ekki staðist og er
sannarlega ekki í samræmi við boðskap
Biblíunnar.
Þó það sé satt að sumir hafa fengið
gjöf boðunarinnar (um 10% safnaðar-
meðlima hafa öðlast þessa gjöf) getur
það átt sér stað að prestur safnaðarins
hafi ekki hlotið þessa gjöf sem sína aðal
gjöf. Megin áhersla boðskapar Biblíunn-
ar um þetta efni er að Guð hafi veitt sér-
hverjum meðlim gjöf andans og þannig
þá ábyrgð að þjóna í söfnuðinum (1 Pt
2.9). Ef við notum ekki gjafir Andans
heimasöfnuðinum til uppbyggingar lif-
um við ekki sem lærisveinar Krists.
Söfnuður sem fyllist af áhorfendum og
sem lætur prestinum og fáeinum með-
limum eftir alla þjónustu safnaðarins
mun verða neikvæður, gagnrýninn söfn-
uður sem að lokum deyr.
Ég trúi því að á næstu árum verði að-
alverkefni okkar sem kirkja að endur-
heimta hlutverk sérhvers safnaðarmeð-
lims samkvæmt lýsingu Biblíunnar í
þjónustu Krists, að endurskilgreina starf
prestanna frá því að sinna öllum hugsan-
legum og óhugsanlegum störfum til að
verða kennarar, þjálfarar, leiðbeinendur
til að undirbúa söfnuðinn undir boðun
og hefja endurskilgreiningu meginverk-
efnis okkar frá því að þjóna okkar eigin
þörfum yfir í það að einbeita okkur að
þeim sem enn hafa ekki kynnst Kristi.
Með því að sinna þessu verkefni sameig-
inlega munum við styrkjast sem kristnir
einstaklingar.
2. Hver er „Kirkjan"?
I framhaldi af þessu hér að framan
langar mig til að geta viðkvæðis sem ég
hef heyrt í tengslum við mýmörg mál-
efni þann tíma sem ég hef dvalið hér,
sem er eitthvað á þessa leið: „Þetta er
nokkuð sem Kirkjan ætti að fást við“,
eða: „Hvers vegna er Kirkjan ekki að
framkvæma þetta?“ Ég hef undrast þan-
nig athugasemdir. Það er sem „Kirkjan11 í
huga margra samanstandi af fjölda fólks
sitjandi á skrifstofu einhversstaðar ráð-
andi yfir yfirfljótanlegum frítíma og fjár-
magni til þess að koma hverju því í
framkvæmd sem hugurinn girnist. En
eins og þið vitið þá er þetta ekki til-
fellið!
Skátavígsla í Aðventkirkjunni í
R eykjavík.
Sannleikurinn er sá að öll erum við
„Kirkjan". I raunveruleikanum eru þær
fáeinu manneskjur sem skipuleggja og
stýra starfinu innan veggja skrifstofunn-
ar ekki mikilvægasti hluti Kirkjunnar
heldur hver og einn meðlimur heima-
safnaðanna. Það er í heimasöfnuðunum
sem hið áberandi starf skyldi unnið á
meðan það sem fer fram á skrifstofu
Kirkjunnar ætti að láta lítið yfir sér í
samanburði. Ég tel að safnaðarstarfið
ætti að vera miðdepill athygli okkar. Við
getum auðveldlega látið leiðast á hliðar-
spor burt frá meginhlutverki okkar með
því að beina athygli okkar að mikilvæg-
um málum sem í raun eru ekki þau mál-
efni sem þyngst vega. Ég trúi því að það
sem gerist í söfnuðunum sé allra mikil-
vægasta framkvæmd Kirkjunnar. Eru
söfnuðir okkar stöðuglega virkir í boðun
fagnaðarerindisins til samfélags sem
þekkir ekki Krist? Við getum endalaust
rætt um mál er varða „Kirkjuna“ og
þetta á líka rétt á sér að vissu marki. En
við höfum ekki efni á því að beina sjón-
um okkar burt frá mikilvægari málum,
heilsu og árangri heimasafnaðanna, því
það er í söfnuðunum að fólk finnur veg-
inn til Guðs.
3. Reglur og reglugerðir Kirkjunn-
ar
Annað atriði sem oft hefur borið á
góma varðar reglur og reglugerðir — hve
mörgum af reglum kirkjunnar ættum við
að viðhalda? Að fylgja reglugerðum
kirkjunnar er af sumum álitið vera flók-
ið og íþyngjandi. Þetta á stundum við
rök að styðjast og oft vinnast málin
miklu hraðar með því að sniðganga
reglugerðirnar. Það er okkar áskorun
sem lítil fjölskylda að finna hinn gullna
meðalveg. Á hinn bóginn, sem hluti
heimskirkju sjöunda dags aðventista þá
er það mikilvægt að við vinnum á
grundvelli meginreglna safnaðarins
bæði sem Kirkja og sem heimasöfnuðir.
Á tíma mínum hér á landi hef ég séð
mýmörg dæmi um særindi og misskiln-
ing sem á rætur sínar að rekja til þess að
reglugerðir hafa verið að engu hafðar.
Sumir kunna að telja þetta vera ein-
kennandi enskt viðhorf, en ég tel það
ekki svo vera. Ég hef bara aftur og aftur
sannreynt það að ef öllum eru reglumar
kunnar og þeim er fylgt hljóta viðkom-
andi aðilar vernd þar af og hægt er að
framfylgja málum án þess aðjDersónulega
sé hallað á hlut nokkurs. Á grundvelli
undangengins misskilnings tel ég það
mikilvægt að þýðing safnaðarhandbók-
arinnar verði uppfærð og gerð öllum að-
gengileg þannig að á sama hátt og á
heimilum okkar geti reglur varið og
styrkt safnaðarfjölskyldu okkar.
4. Einkenni Kirkjunnar
I þriðja lagi vil ég nefna hlutverk
Aðventkirkjunnar í heiminum í dag. Að
mínu mati bar Björgvin Snorrason hinn
einstæða aðvent boðskap einstaklega
vel fram á nýafstöðnum samkomum í
Hafnarfirði. Guð hefur gefið þessari
kirkju sérstakan skilning á spádómum
Biblíunnar, því berum við sérstaka
ábyrgð á að deila þessum boðskap með
heiminum. Við erum ekki bara enn ein
kirkjudeild á sama plani og hver önnur
heldur hefur Guð gefið okkur það hlut-
verk að undirbúa heiminn fyrir endur-
komu Krists. Ég vil undirstrika að þetta
gerir okkur ekki sérstök í augum Guðs
því sú hugmynd leiðir til hroka sem er
stórhættulegur. En sannleikurinn er
samt sá að við búum yfir einstökum boð-
skap til að bera heiminum. Og segjum
við ekki frá þessum sannleika, hver mun
þá gera það?
Niðurlag
Á síðustu tveim árum hef ég fyllst
aðdáun yfir ótrúlega mikilli vinnu
margra og persónulegri fóm þeirra vegna
starfs Guðs. Það er mikilvægt fyrir okk-
ur að muna að þó við séum sjálfstæð
Kirkja erum við afar fámennur hópur og
stundum fara draumar okkar og áform
langt fram úr þeim tíma og fjármagni
sem við höfum til umráða. Ég tel það
mikilvægt að dreyma háleita drauma
fyrir Guð, og ég tel einnig að þegar við
öll endurheimtum hina biblíulegu sýn
köllunar okkar um að vera virk innan
sviðs gjafa Andans glötuðum heimi til
frelsunar munum við sjá hluti gerast sem
fara fram úr björtustu vonum okkar.
„En honum, sem í oss verkar með
krafti sínum og megnar að gjöra langt
fram yfir allt það, sem vér biðjum eða
skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í
Kristi Jesú um öll æviskeið, öld eftir öld.
Amen“ (Ef 3.20,21).
Gavin Anthony, formaður
6
Aðventfréttir