Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 21

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 21
SKÍRN Þann 1. mars 2003 var Stefán Stef- ánsson, Akureyri, skírður af tengdaföð- ur sínum Jóni Hjörleifi Jónssyni í Að- ventkirkjunni í Reykjavík. Hann til- heyrir söfnuði dreifðra. Stefán Stefánsson og eiginkona hans Sólveig Jónsdóttir. Þann 28. desember 2002 var Hol- berg Jónsson, Hafnarfirði, tekinn inn í Aðventsöfnuðinn við hátíðlega athöfn í Loftsalnum í Hafnarfirði. Prestur var Björgvin Snorrason. Holberg tilheyrir Hafnarfjarðarsöfnuði. Þann 26. apríl 2003 var Ármann Jó- hannsson skírður af Björgvin Snorrasyni í Aðventkirkjunni í Reykjavík. Hann tilheyrir Reykjavíkursöfnuði. Þann 29. maí 2003 voru bræðurnir Jakob Elvar Olafsson og Sigurður Hauk- ur Símonarson, Keflavík, skírðir af Björgvin Snorrasyni í Aðventkirkjunni í Reykjavík. Þeir tilheyra Suðurnesja- söfnuði. Myndir af þeim munu vonandi birt- ast síðar. Aðventfréttir biðja öllum þessum einstaklingum og fjölskyldum þeirra blessunar Quðs og óska þeim innilega til hamingju. MATARHORNIÐ Hvítkálssalat 1 miðlungs stórt hvítkálshöfuð, fínt niðurskorið 1 /4 bolli soðið vatn Sjávarsalt eftir smekk 2 msk. fínt niðurrifin gulrót 1 /4 bolli saxað ferskt dill 1 tsk. hunang 1/2 bolli möndlumajones (e.t.v. majones) 3 msk. sítrónusafi a) Skerið hvítkálið fínt með matvinnsluvél eða beittum hníf. b) Setjið kálið í skál. Hellið sjóðandi vatninu yfir og saltið. Látið kálið svo kólna aðeins og hnoðið í 1-2 mín. til að mýkja það. Hellið vatninu af. c) Setjið rifnu gulrótina í skálina ásamt dillinu. Hellið hunanginu út á, bæt- ið svo majónesi og sítrónusafa saman við. Blandið vel saman með gaffli. Kælið í nokkrar klst. ef hægt er áður en borið er fram. Carob álegg I 1 dl. möndlur eða cashew hnetur, fínt malaðar 1 dl sojamjöl 2 msk. carob'duft 1 tsk. vanillusykur eða dropar 1 1/2 dl sjóðandi vatn Setjið allt í blandara þangað til slétt. Blandan þykknar þegar hún kólnar. Carob álegg II 1 dl. cashew hnetur, fínt malaðar Dovile bakar vöfflur. 1 /2 dl. kókosmjöl 3/4 dl. döðlur, soðnar þar til mjúkar í 1/2 dl. vatni l—l'/ímsk. carob'duft ca. 2 dl vatn Blandið öllu saman í blandara þar til slétt. Sojabaunabúðingur a) Setjið 1 bolla af þurrkuðum sojabaunum í 1 lítra af vatni og látið liggja yfir nóttina. (Verður u.þ.b. 2 1/2 bolli blautar baunir) b) Síið vatnið frá, skolið vel og bætið síðan við jafn miklu vatni og var hellt (ca. 2 bollar) í blandara með baununum og blandið mjög vel. Bætið síðan í blandarann: 1/2 bolli tómat purré 1 laukur eða 2 msk. laukduft 2 msk. gerflögur 3-4 msk. hnetusmjör Sellerísalt ogjeða hvítlaukssalt eftir smekk 2 msk. olía 1 tsk. salt eða eftir smekk 2 msk. soyasósa c) Hellið blöndunni í grunnt olíuborið eldfast mót og bakið í 1 1/4 klst. við u.þ.b. 160°. Bakið við 200° fyrstu 15 mín. Látið búðinginn standa í smá stund áður en hann er borinn fram. Aðventfréttir 21

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.