Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.01.2003, Blaðsíða 5
 í » 1 ' M. nmt m ■ l> i ! 11* " í ftS m UW.b.« m * m ■»« ■y *•«*•«• IW » wm H.s ml * ■* a» mm 1 f T. * *»: 1 mm *.» ií; 1 ij 8 ÍH i Wljfc 'í [rT*y • "*■*■** £ Frá aðalfundinum í maí 2003. leika vegna dvínandi aðsóknar nemenda sem virtist ætla að knésetja skólann fjár- hagslega með vorinu. Rekstur skólans sem safnaðarskóli Reykjavíkursafnaðar olli söfnuðinum miklum erfiðleikum og í ljósi þessa bauðst Kirkjan til að verða virkari þátttakandi í rekstri skólans og aflétta hinni fjárhagslegu byrði. Þessi endurskipulagning rekstrarins hefur tek- ið mun lengri tíma en til stóð þar eð við höfum sóst eftir að mynda lagalega skih greinanlega einingu um rekstur skólans svo og að semja lög skólans. Þetta mun vonandi klárast alveg á næstunni. Eg vil nota tækifærið til þess að þakka Jóni Karlssyni fyrir ómetanlegt starf hans fyrir skólann á liðnum árum sem oft hefur verið tími mikillar óvissu og erfiðleika. Einnig vil ég þakka Judel Ditta fyrir störf hennar sem fjármála' stjóri skólans. Hún hefur unnið marga yfirvinnutíma og með því stuðlað að því að skólinn lifði af tíma fjárhagsörðug- leika. Einnig er ég þakklátur fyrir mikla vinnu og einurð kennara og annars starfsfólks skólans sem gerir okkur kleift að bjóða aðvent-menntun á Islandi. Skólinn kom vel út fjárhagslega skólaárið 2001-2002 og þegar yfirlýsing- ar Reykjavíkurborgar um hækkandi greiðslur til einkaskóla eru teknar með í reikninginn getum við litið bjartari aug- um til framtíðarinnar hvað rekstur skól- ans varðar. Vonandi getum við nú ein- beitt okkur að því að byggja upp fjárhag skólans sem hefur verið bágborinn und- anfarið. Starfsfólk 1. Prestar Seinustu árin hefur Björgvin Snorra- son annast Reykjavíkur- og Hafnarfjarð- arsöfnuð, Eric Guðmundsson Árnes- og Vestmannaeyjasöfnuð og undirritaður haft umsjón með söfnuði Dreifðra, þar með samfélaginu á Akureyri, og Suður- nesjasöfnuði, svo hver okkar hefur um- sjón með tveimur hópum. I framhaldi af umræðu sem hófst á umliðnu ári tel ég nauðsynlegt að við endurskipuleggjum hlutverk okkar sem prestar með það fyrir augum að við fá- umst við að þjálfa „presta" safnaðarins til þjónustu. Starfslýsingar presta hafa breyst á seinustu árum í kjölfar þess að hlutverk þeirra hefur verið skoðað í bihl- íulegu samhengi. Við megum til með að endurskoða prestsþjónustu okkar í ljósi þessa og fella þetta viðhorf inn í okkar starfslýsingu, starfslýsingu sem ef til vill er að sumu leyti mjög frábrugðin fyrri starfslýsingum presta aðventista. 2. Skrifstofa Ég vil þakka Hörpu Theodórsdóttur fyrir frábært starf sem hún hefur skilað. Fáir þekkja nokkuð til þess hve mikinn tíma og persónulegar fómir hún hefur mátt færa starfs síns vegna. Tími hennar hjá Kirkjunni hefur spannað fjóra mis- munandi formenn og hún hefur verið sá hlekkur stöðugleika sem hefur gert þrem erlendum formönnum kleift að takast á við störf sín. Þið gerið ykkur að öllum líkindum aldrei grein fyrir hve mikið auka-álag þetta hefur skapað ofan á önn- ur störf hennar og er ég henni afar þakk- látur fyrir hennar áframhaldandi vinnu- framlag og stuðning. Það er mér mikið gleðiefni að þau hjónin skuli hafa eign- ast barn og að Harpa hefur átt þess kost að njóta verðskuldaðs níu mánaða leyfis af þeim sökum. Hvað fjárhag Kirkjunnar varðar hefur hún stuðlað að þeirri góðu stöðu sem þau mál eru í um þessar rnundir og að útlitið er gott fyrir næsta ár. Á meðan staðið hefur á barneignar- leyfi Hörpu höfum við notið þess að hafa Jóhann Ellert Jóhannsson að láni frá Noregi. Hann hefur stuðlað að viðhorfs- breytingu hjá okkur á ýmsum sviðurn og hefur gefið okkur mikið af tfma sínum og orku við að endurskipuleggja og auka skilvirkni bókhaldskerfis okkar með nýju tölvuforriti. Guðný hefur unnið gott starf á skrif- stofunni sem ritari fyrir Hörpu og undir- ritaðan auk þess að sjá um að Fréttabréf- ið, Aðventfréttir og að Hvíldardagskóla- lexíurnar komist til prentara á réttum tíma hvert sinn. Þetta hefur reynst henni afar erfitt undanfarin tvö ár vegna slysa, fyrst á fingri, síðan úlnlið, sem hef- ur valdið henni miklum sársauka. Oll okkar vinna hefur orðið erfiðari vegna bilunar í tölvukerfi sem leiddi til þess að við glötuðum nær öllum upplýs- ingum okkar úr tölvunni. Þetta var al- gert reiðarslag fyrir okkur jafnt sem skól- ann og hefur þýtt ómælda vinnu við að reyna að endurheimta mikilvægar upp- lýsingar. Aðventfréttir 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.