Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Qupperneq 4

Vísbending - 22.12.2008, Qupperneq 4
BENEDIKT JÓHANNESSON Vitnið Frásögn af uppljóstrara í samráðsmáli þar sem ekki var allt sem sýndist Mark Whitacre var einn af yfirmönnum í Archer Daniels Midland (ADM), stóru amerísku efeavörufyrirtæki. Whitacre var ftábært vitni. Þegar bandariska alríkislög- reglan FBI fær samkeppnismál til rannsóknar em sönnunargögnin stundum mikil en sjaldnast afgerandi. Auðvitað byggist mál af þessu tagi þar og annars staðar á því að einhver innan fyrirtækisins skýri málin, tengi saman lausa enda og setji öll gögnin í eðlilegt samhengi. En Whitacre gerði miklu meira en að skýra málin. Hann tók upp fundi með fulltrúum fyrirtækisins og keppinautunum. Það var ekki hægt að hugsa sér betri sönnunargögn í einhveiju viðamesta verðsamráðsmáli sem FBI og ákæmvaldið höfðu nokkm sinni séð. Eini gallinn var sá aó vitnið var afar einkennilegur maður. Hann svitnaði í yfirheyrslum, en það var svosem enginn glæpur, en var heldur ekki sjálfum sér sam- kvæmur sem var verra. Það var eitthvað sem gekk ekki upp. Iðnnjósnir Það er alþekkt að keppinautar reyna að komast að framleiðslu- leyndarmálum hvers annars. I Bandaríkjunum vom menn lengi vel sannfærðir um að velgengni Japana í efhahagsmálum byggðist ekki síst á því að þær stælu uppfinningum annarra. Þess vegna höíðu fram- kvæmdastjórar ADM vara á sér þegar keppinautamir komu í heim- sókn. Keppinautamir vom reyndar líka viðskiptavinir því að sumir þeirra seldu ADM hráefni og aðrir keyptu af þeim vömr í sína ffam- leiðslu. Hluti af ffamleiðslunni byggðist á lifandi gerlum og þá skipti miklu máli hvaða fyrirtæki hafði forskot í rannsóknum. Það kom illa við forstjóra ADM þegar Mark Whitacre, sem var í stjömuliði stjómenda, ungur maður með doktorsgráðu sem hafði verið yfirmaður í einni af stærstu deildum fyrirtækisins sagði frá því að japanskur maður sem hann tiltók hefði hringt í sig og sagt sér ffá því að hann vissi mjög margt um fyrirtækið. Meðal annars vissi hann að ffamleiðsla á ákveðnu sviði hefði átt í miklum vandræðum. Það kom ekki til af góðu að Japaninn vissi svona mikið; það var einhver í fyrirtækinu sem lak til þeirra upplýsingum. Meginástæðan fyrirþví að hann hringdi var samt sú að hann taldi sig hafa lausn á vanda ADM, japanska fyrirtækið hefði einmitt rétta gerilinn til þess að laga ffam- leiðsluna. Fyrir gerilinn vildu Japanimir fá 10 milljónir dala. Þetta var lygileg saga en gat allt verið rétt. Forstjórinn þekkti auð- vitað þetta japanska fyrirtæki og það stemmdi að maðurinn sem hafði hringt hafði nýlega komið í heimsókn. Hann sagði Whitacre að láta sig vita efhann fengi fleiri símtöl. ADM varekkert smáfyrirtæki. Forstjórinn og stjómarformaðurinn vom feðgar. Fjölskyldan hafði lengi ráðið fyrirtækinu þó að það væri á markaði og þekktir menn í stjóm. Þingmenn og forsetar höfðu reglu- lega samband við feðgana og á sínum tíma sá eldri Michael Gorbac- hoff, leiðtoga Sovétrikjanna, fyrir bandarískum ráðamönnum. Sam- böndin vom í góðu lagi hjá þeim feðgum. Þegar þeir ræddu málið um kvöldið ákvað sá eldri að þetta væri ekki mál fyrir bæjarlögregluna. Hann hringdi í vini sína hjá CIA og bað þá að skoða málið. Þetta var árið 1992 og heimurinn var að læra á samskipti eftirkalda stríðið. CLA má lögum samkvæmt ekki skipta sér af málum innan Banda- ríkjanna þó að stundum hafi orðið misbrestur þar á . Þó að þama væri um að ræða alþjóðlegar iðnnjósnir tók það ekki langan tíma fyrir yfirmenn njósnaþjónustunnar að beina málinu til alríkislögreglunnar FBI. Svona mál áttu heima þar. Nokkmm dögum seinna vom fúlltrúar FBI í Illinois komnir á fúllt í rannsóknina. Ekki var hægt að segja að þetta væm James Bond týpur. Miklu ffemur þróaðir sveitalögregluþjónar. Samt vom þeir hluti af stærstu rannsóknalögregluliði í heimi. Rannsóknin byggðist fyrst og íremst á viðtölum við Whitacre sem sagði þeim að Japaninn hefði hringt nokkmm sinnum í sig undanfarinn mánuð og boðskapurinn alltaf sá sami. FBI ákvað að hlera síma Whitacres. Japaninn hringdi ekkert næstu tvær vikur. Whitacre líkaði ekki að þurfa að svara spumingum FBI. Honum fannst þetta innrás í einkalíf sitt. Þaðan af síður fannst honum gott að síminn væri hleraður. Hann kvartaði undan því við yfirmenn sína 4 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.