Vísbending - 22.12.2008, Síða 9
Islendingum illa því mikilvægasta útflutningsvaran, saltfiskur, var
seld á Spáni en innfluttur vamingur haföi verið sóttur annað.
Það var veturinn 1931 sem Islendingar byrjuðu að gera sér grein
fyrir því að „gróðabrallið" í kauphöllinni í New York haustið 1929,
sem leitt hafði til „taugabilunar milljónamæringa", var farið að
hafa áhrif heima á Fróni. Það fór nú að taka á taugar ráðamanna og
landsmanna allra. Þótt hugtakið hnattvæðing væri ekki komið til
sögu á þessum tíma hafði framleiðsla og atvinnuástand í einu landi
áhrif í öðmm. Island var þrátt fyrir einangmn sína frá þjóðbrautum
heimsins á fjórða áratugnum ekki undanskilið lögmálum alþjóðlegra
viðskipta.
Kreppan á Islandi fjórða áratugnum leiddi ekki til mikils usla í
bankastarfsemi enda var slík starfsemi fábrotin og vanþróuð hér á þeim
ámm. Fólk hafði ekki áhyggjur af lánum sínum enda höfðu fáir notið
þeirra. Aílur á móti leiddi samdrátturinn í útflutningsframleiðslunni
til víðtækara atvinnuleysis en áður hafði sést. Fullorðnir, vinnufusir
karlmenn gengu um án atvinnu hundmðum saman. Mest varð
atvinnuleysið sumarið 1932 þegar 600 karlmenn gengu atvinnulausir
á götum Reykjavíkur. Þetta ástand gat af sér fátækt og neyð margra
fjölskyldna um langa hrið. Atvinnuleysisbætur þekktust ekki og
atvinnubotavinna sem stjómvöld skipulögðu var stopul. Þetta er sú
mynd af kreppunni fyrri sem við höfum enn í dag og þvi miður er
hún sönn.
Islendingar losnuðu ekki úr kreppunni fyrr en með hemáminu í
lok §órða áratugarins. En þá hófst líka gullöld á Islandi. Bretar og
Bandaríkjamenn tryggðu að öll framleiðsla landsmanna var keypt við
góðu verði. Atvinnuleysið og fátæktin hurfu sem dögg fyrir sólu. Mitt
í hörmungum heimsstyrjaldarinnar urðu Islendingar ein efhaðsta þjóð
í heimi. Og þjóðin naut þess í botn. Tómas skáld Guðmundsson lýsti
ástandinu svo í gamansömum pistli í tímaritinu Helgafelli 1942:
„Minnir þjóðin ... einna helst á manninn á Akureyri forðum, sem
settist í fyrsta sinn á ævinni á mótorhjól, með þeim afleiðingum, að
hann ók því í dauðans ofboði um vegi og vegleysur allan daginn og gat
ekki numið staðar fyrr en bensínið var þrotið. Svo ævintýranleg hefur
þessi þróun í viðskipta- og fjárhagsmálum gerst, að hvað úr hverju
fer prentun íslenskra peningaseðla að verða álitleg atvinnugrein fyrir
breska heimsveldið, enda em nýríkir hátekjumenn orðnir álíka algengt
fyrirbrigði og óborgaðir reikningar vom fyrir stríð.“
Þessi sæla stóð þó ekki lengi. Eftir að íriður komst á tókst
Islendingum á undraskömmum tíma að eyða stríðsgróðanum. Þá tóku
við næstum fimmtán mögur ár. Það rofaði ekki til að ráði fyrr en með
Viðreisninni í byijun sjöunda áratugarins. En það er önnur saga. H
VÍSBENDING I 9