Vísbending - 22.12.2008, Qupperneq 17
Efnahagskreppur á
íslandi í sögulegu Ijósi
t
að er íreistandi að telja hagsögu íslands fiá lokum
19. aldar til okkar tíma sem velheppnaða aðlögun
að nútímalegu markaðsþjóðfélagi. Efnahagslíf
tók stórstígum breytingum á þessum tíma og
Islendingar komust í hóp ríkustu þjóða heims þegar
leið á 20. öldina. Frá 1870 til aldamótanna 2000 óx
landsfiamleiðsla á mann að meðaltali um 2,4% á ári sem er talsvert
yfir meðalhagvexti í Vestur-Evrópu, ríkasta hluta heimsins.
En hagþróunin hefúr ekki verið ein samfelld framfara- og
hagsældarsaga. Fram um 1940 voru Islendingar enn með fátækari
þjóðum og nam landsffamleiðsla á mann aðeins um 60% af
meðaltali annarra landa Vestur-Evrópu. Islendingar þurftu einnig
að búa við mikinn óstöðugleika í efnahagslífi því að hagvöxtur var
sveiflukenndari en í flestum nálægum löndum bæði vegna breytinga
í náttúrulegu umhverfi efnahagslífs og sveiflna á mörkuðum í
útlöndum. Hagkerfi eins og hið íslenska verða oft fyrir skellum sem
ýmist koma utan fiá eða innan, en aðeins í fáum tilvikum leiða þeir til
almennrar efnahagskreppu með tilheyrandi samdrætti í framleiðslu,
atvinnu og tekjum. Við skulum huga nánar að kreppum.
Kreppur og kapítalismi
Á fyrri tímum voru slæmt árferði, uppskembrestur eða jafnvel
styrjaldir algengar orsakir efnahagskreppu. Alvarlegar kreppur lýstu
sér í hungri og mannfelli enda lifði fólk oft nálægt hungurmörkum
og lítið mátti út af bera svo að ekki hlytust stórvandræði af. Kreppur
fólust þannig í meiriháttar vandræðum samfélagsins við að afla
lífsnauðsynja, sérstaklega matar.
Á 19. öld urðu kreppur reglulegri og þær tengdust æ meir
alþjóðlegum skellum i framboði eða eftirspum en uppskembresti
eða stríði. Órói á fjármálamörkuðurn fór að hafa víðtækari áhrif á
efnahagslíf en áður, eins og sannaðist í miklum efnahagssamdrætti i
Bandan'kjunum og viða á meginlandi Evrópu eftir 1873. Framgangur
kapítalismans og hnattvæðingin sem hófst á 19. öld drógu æ fleiri lönd
undir hið alþjóðlega viðskiptakerfi og gerði þau um leið berskjaldaðri
fyrir hagsveiflum kapítalismans. Kreppur með fjöldaatvinnuleysi eins
og varð á fjórða áratug 20. aldar í Bandaríkjunum vom óhugsandi fýrir
borgarastríðið 1861-1865 vegna þess að þá vom flestir starfandi menn
einyrkjar eða þrælar. Verðbréfahrun gátu ekki orðið að almennum
kreppum fyrr en hlutafélög á markaði og verðbréfaeign vom orðin
útbreidd. Fjármálakreppan sem nú heijar á Vesturlönd heföi ekki náð
sömu hæðum fýrir nokkmm áratugum þegar efhahagsleg hnattvæðing
og flármálakapítalisminn vom miklu skemmra á veg komin.
Sumar af hagsveiflum kapítalismans hafa verið svo stórar og
langvinnar að það tók samfélögin sem fyrir barðinu á þeim urðu
mörg ár, jafhvel áratugi, að vinna sig út úr þeim. Það á t.d. við um
tvær stærstu kreppur sem gengið hafa yfir Vesturlönd síðustu eina
og hálfa öldina, kreppuna löngu 1873-1896 og kreppuna miklu
1929-1939. Álitamál er hvort fjármálaáfallið sem nú dynur yfir
muni leiða til jafndjúptækrar almennrar kreppu eins og hinar fyrri
tvær. Heimsstyijaldimar tvær em oft undanskildar þegar rætt er um
efhahagskreppur vegna þess skakkaföllin sem af þeim leiddu vom
af sérstökum toga, hmni og eyðileggingu af völdum stríðsátaka.
Engu að síður varð heimsbyggðin fyrir meira efhahagslegu tjóni af
völdum þeirra en nokkurra annarra áfalla, hvort heldur það er metið í
samdrætti landsframleiðslu eða á aðra mælikvarða.
Efnahagskreppur á íslanái 1870-2000
Nokkur alvarleg samdráttarskeið hafa hrjáð íslenskt efhahagslíf
frá síðari hluta 19. aldar til okkar tíma. Þær tengjast skellum sem
þjóðarbúið varð fyrir ýmist vegna utanaðkomandi áhrifa (t.d.
versnandi viðskiptakjara og sölutregðu á íslenskum afurðum) eða
innlendra áfalla (t.d. samdráttar í fiskveiðum). Þessir skellir hafa leitt
til þess að landsframleiðsla minnkaði og kjör manna skertust. Helstu
samdráttarskeiðin á lýðveldistímanum vom af þessu tagi, þ.e. árin
1948-1952 (rúmlega 7% samdráttur landsframleiðslu), 1967-1968
(6,7% samdráttur) og 1990-1992 (3,6% samdráttur), en í öll þessi
skipti varð líka talsvert atvinnuleysi og sýnu mest uppúr 1990.
En alvarlegustu áföllin á síðari tímum tengjast vandræðum í
fjármálakerfmu, nefhilega á tímabilinu 1882-1887, 1914-1923
og 1929-1939. Súluritið sýnir stærstu samdráttarskeið í hagsögu
Islands frá 1870 til samtímans og er mælt frá toppi niður í botn
hagsveiflunnar. Hagfræðingar gera ofl greinarmun á samdrætti (e.
recessiorí), þ.e. þegar landffamleiðsla dregst saman tvo ársfjórðunga
í röð, og kreppu (e. depressiorí), þ.e. haglægð sem veldur meira en
10% samdrætti landsffamleiðslu. Aðeins tvö tímabil geta samkvæmt
þessu kallast kreppur, þ.e. 1882-1883 og 1914-1920. Önnur
VÍSBENDING I 17