Fréttablaðið - 30.12.2011, Page 27
30. DESEMBER 2011 FÖSTUDAGUR
| KYNNING - AUGLÝSING | Líkamsrækt og nsering | 9
Árið 2012 er þitt ár
Hjá Lifandi markaði er hægt að gera áhyggjulaus innkaup fyrir heimilið, sækja námskeið og ýmiskonar fróðleik um holla lifnaðarhætti. Fram undan
eru námskeið í samstarfi við næringarþerapislann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur og opnun nýrrar verslunar.
ArndísThorarensen framkvæmdastjóri ásamt Þorbjörgu Hafsteinsdóttur sem mun halda námskeið í samstarfi við Lifandi markað íjanúar. fréttablaðið/stefan
„Við finnum að það er mikil vit-
undarvakning í samfélaginu.
Neytendur eru ekki einungis með-
vitaðri en áður um hollustu held-
ur gera auknar kröfur um að vita
hvaðan vörurnar koma og að það
sé tryggt að þær séu framleiddar
við góðar aðstæður í sátt við um-
hverfið, segir Arndís Thorarensen,
framkvæmdastjóri Lifandi mark-
aðar þar sem áherslan er á að bjóða
hreina mat-, hreinlætis- og snyrti-
vöru auk fræðslu og námskeiða.
Nýtt ár byrjar af krafti hjá Lifandi
markaði í samstarfi við Þorbjörgu
Hafsteinsdóttur, næringarþerap-
ista, sem mun bjóða spennandi
4-vikna námskeið sem hefjast 10.
janúar.
Heilbrigður Iffsstíll og upplýst
innkaup að leiðarljósi
Arndís bendir á að undanfarna
áratugi hefur þróunin verið sú
að menn reyna að draga úr fram-
leiðslukostnaði og lækka verð sem
óhjákvæmilega kemur niður á
gæðum, m.a. með því að bæta ým-
iskonar fyllingar-, litar- og bragð-
efnum í matvæli. „Vörurnar okkar
eru án skaðlegra aukefna og því
óþarfi að lesa innihaldslýsingarn-
ar hjá okkur. Við sjáum um það."
Arndís segir málin líka skoðuð í
víðara samhengi og þar með áhrif
neyslu á umhverfið. „Við erum afar
þakklát fyrir þann meðbyr sem við
finnum með því sem Lifandi mark-
aður stendur fyrir í kjölfar nýaf-
staðinna áherslubreytinga - að
vera valkostur á matvörumarkaði
með heilbrigðan lífsstíl og upplýst
innkaup að leiðarljósi.
Meðal nýjunga hjá Lifandi
markaði á nýju ári er samstarf
við hjúkrunarfræðinginn og nær-
ingarþerapistann Þorbjörgu Haf-
steinsdóttur, sem er höfundur
metsölubókanna Matur sem yngir
og eflir og 10 árum yngri á 10
vikum. Hún mun bjóða einstak-
lingsráðgjöf og halda námskeið
og hefst það fyrsta, Gerðu 2012 að
þínu ári, þann 10 janúar. „ Það sem
ég hef verið að gera síðustu ár og
áratugi rímarvel við áhersluna hjá
Lifandi markaði. Mín reynsla er
sú að það er best að byrja smátt og
ef hver og einn tekur til hjá sjálf-
um sér hefur það sjálfkrafa já-
kvæð áhrif á umhverfið. Ég vinn
því meira á einstaklingsgrunni og
kenni fólki að nýta sér þá matvöru
og hjálp sem er í boði með fræðslu
og innblæstri. Ég fer yfir það hvern-
ig líkaminn virkar og hvaða mat
við eigum að borða til að fá hann
til að vinna sem best. Ef fólk borð-
ar skynsamlega og velur það besta
sem náttúran hefur upp á að bjóða
gerist hitt nokkuð sjálfkrafa. Við
grennumst, fáum meiri orku, okkur
líður betur og við lítum betur út."
Þorbjörg hefur verið búsett í
Danmörku í þrjátíu ár en verið með
annan fótinn á íslandi síðasta ára-
tug. „Nýtt ár markar alltaf ákveðin
tímamót en það er aldrei mikilvæg;
ara að tileinka sér nýtt hugarfar en
á krepputímum. Lítum á þetta sem
tækifæri til að breyta um stefnu.
Byrjum á okkur sjálfum með því að
heiðra líkama okkar og umhverfi og
snúum við blaðinu á nýju ári."
Samkeppnishæft verð
í Lifandi markaði er hægt að ganga
að góðum vörum vísum auk þess
sem þangað er ýmiskonar nám-
skeið og fróðleik að sækja. „Við vilj-
um bjóða vörur frá aðilum sem eru
að gera betur og því geta viðskipta-
vinir okkar treyst. Það sem kemur
mörgum líka á óvart er að við
erum með algerlega samkeppnis-
hæft verð. Við erum í þessu til langs
tíma og viljum vinna með samfé-
laginu að betri heilsu og umhverfi. í
því skyni leggjum við áherslu á enn
betra aðgengi að vörunum okkar og
stefnum að opnun nýrrar verslun-
ar á nýju ári, segir Arndís að lokum.
Nánari upplýsingar um námskeið
Þorbjargar er að finna á www.lif-
andimarkadur.is
Ferskleikinn er í fyrirrúmi i verslunum Lifandi markaðar.
I verslunum Lifandi markaðar er hægt að ganga að góðum vörum vísum.
P*
||W| j
2,000 IU
rvyii
Allt á
einum stað
Borgaj'túni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg
Hvort sexn það eru bætiefni eöa
hollur og lífrænn matur - þá
þarftu aðeins að koma við á einum
stað til að klára innkaupin.
LIFANDI markaður er verslun
og veitingastaður fyrir þá sem
vilja lifa vel.
www.Ufandimarkadur.is