Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 6
verið um frekara samband að ræða milli þeirra Saville. Hún mundi enn eftir svipnum á honum, þegar hann skýrði henni frá því, að þau gætu ekki lifað af þeim launum, sem hann hefði sem liðsforingi. Þau kvöddust, er laufin voru að fölna og regnúðinn læddist að jörðu. „Eg get aldrei elskað aðra en þig“, sagði hann klökkur. Og hún efaðist ekki um, að það var satt. Hún þrýsti sér upp að honum, sundurkramin af sorg, og gat varla trúað því, að hann myndi yfirgefa sig. Ef hann hefði beðið hana um að bíða, þótt ekki væri meira, þá hefði hún beðið. Hann minntist ekki einu sinni á, að hann kæmi aftur. JJANN fór til Indlands — og Marg- 1 1 aret fannst líf sitt einskis virði. Kunningjar hennar í London vor- kenndu henni, en augnatillit þeirra var þó dálítið illkvittið. Menn hlógu að Leon Winston fyrir það, að hann skyldi láta hana aumkvast yfir sig aftur. Þegar hann bað hennar sagði hún ,,já“ án þess að hugsa sig um tvisvar og lokaði augunum, þegar hann kyssti hana, af því að hún sá fvrir hugskotssjónum sér magurt og sól- bakað andlit. Þau fluttust í hús Leons, sem lá rétt utan við London, stórt o'g með öllum þægindum. Umhverfis það var stór og skrautlegur garður. Leon var andstæða þess, sem hún taldi karlmann við sitt hæfi. Hann var ljóshærður, værukær og fremur stirðmæltur. Hann íór til London á hverjum morgni, þótt hann hefði þangað víst lítið annað erindi, en að eyða tímanum í klúbbnum sínum. En ef hún bað hann um að gegna einhverjum erindum fyrir sig í borg- inni svaraði hann, að hann hefði því miður ekki tíma til þess. Hann var gjafmildur, umhugsun- arsamur og blíður við hana. Ef hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með hjónaband þeirra, þá lét hann það að minnsta kosti ekki á nokkurn hátt í ljós. Ef honum hefur þótt það mið- ur, að brúður hans skyldi gráta alla brúðkaupsnóttina og jafnan síðar krefjast þess, að hann léti sig í friði. þá lét hann það aldrei uppi. Hann var yfirleitt mjög dulur í skapi. /'~\G þannig höfðu þrjú ár liðið. A hverju . ári hafði Margaret sagi við sjálfa sig, að nú skyldi hún re.vna að gleyma Saville. afmá hinar döpru endurminningar sínar og helga sig heimilinu. En það brást ekki, að þeg- ar hún hafði ákveðið þetta, sendi Saville henni eitt af sínum þurru. gamansömu bréfum frá Indlandi eða nokkrar ljósmyndir af sjálfum sér — og þá ýfðust á ný hin gömlu hjartasár hennar. Og margsinnis varð henni hugsað til þeirra stunda, þegar hann kæmi aftur. Þetta var þriðji veturinn, sem hann var fjarverandi og þau Leon höfðu boðið sæg af gestum að dvelja hjá sér yfir helgina eða lengur. Margaret var fremur þungt í skapi. Hún hafði beðið Leon um að gera svolítið fyrir sig í borginni, en hann hafði eins og venjulega svarað því 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.