Heimilisritið - 01.08.1943, Page 7
einu, -að hann hefði ekki tíma til
þess. Aldrei þessu vant hafði hún
rokið upp á nef sér.
„Hvað í ósköpunum ertu eiginlega
alltaf að gera í borginni?"
Hann hafði brosað, lyft annarri
augabrúninni og sagt:
„O, hitt og þetta“.
Hún hafði litið rannsakandi og
undrandi á hann. I fyrsta sinn datt
henni í hug, að ef til vill leitaði
hann huggunar hjá annarri. Og
hvernig sem á því stóð. gerði þessi
grunur henni gramt í geði. Því leng-
ur sem hún hugleiddi þetta, því
sannfærðari varð hún um, að þannig
hlaut það að vera.
Hún gat ekki sætt sig við slíka
minnkun! Hún ætlaði í eitt skipti
fyrir öll að fá upplyst, hvernig í
öllu lá. Ef hann var ótrúr henni,
gæti hún ef til vill krafizt skilnað-
ar. Og þegar Saville kæmi aftur frá
Indlandi — ef hann kæmi aftur, þá. .
Það var ljótt að láta njósna um
manninn sinn — innst inni skamm-
aðist hún sín. En samt sem áður fór
Margaret sjálf til London til þess
að ræða við leynilögregluþjón, sem
ekki var í þjónustu þess opinbera.
Spæjarinn lofaði að láta hana vita
jafnskjótt og hann kæmist á spor-
ið. Hann fullyrti,' að eitthvað hlyti
að vera grunsamlegt við það, að
maður hennar skyldi una sér svo vel
í borginni, fyrst hann hefði þar eng-
um störfum að sinna.
Margaret hélt heimleiðis hnevksl-
uð yfir sjálfri sér. Maðurinn hennar
hafði ávalt sýnt henni hlýju og nær-
gætni. Hún hafði ýtt honum til hlið-
ar og snúið til hans aftur. þegar hún
þurfti á honum að halda. Hann hafði
ávallt verið henni góður. þó að hún
hefði oft sýnt honum hið gagnstæða.
Samvizkubitið fékk vfirhöndina,
þegar hún kom á móts við næsta
pósthúsið í nágrenni heimilis henn-
ar. Hún gekk þangað inn og skrif-
aði símskeyti til spæjarans og bað
hann um að fresta framkvæmdum,
þar til hún talaði við hann aftur.
Þá tók hún eftir því, að þarna voru
svo margir, sem þekktu hana, að hún
hætti við að senda skeytið.
LJÚN fór inn í húsið bakdyrameg-
1 1 in og flýtti sér upp í herbergi
sitt, til þess að skipta um föt. Bryt-
inn varð var við komu hennar og
hún hafði naumast lokað dyrunum
á herbergi sinu, þegar hann kom
,með miklu írafári.
„Það hringdi karlmaður til yðar,
frú. Hann kvaðst heita Saville Cross
kafteinn — og ég átti að biðja yður
um að hringja hann upp. Hérna er
símanúmerið hans“..
Hann leit forvitnislega á hana þvi
að hann vissi, hvernig öllu var varið.
Margaret stóð grafkyrr og dró
ekki andann litla stund. Þrjú löng
ár höfðu .iðið atburðalaus og nú
virtist sem allt ætlaði að gerast á
einni svipstundu. Sennilega lék
Leon tveim skjöldum; hún gæti losn
að við hann — og Saville, sá eini,
sem hún hafði nokkru sinni elskað.
var kominn aftúr.
Og hún hafði alltaf vilað, að ef
HEIMIIÍJSRITIÐ
5