Heimilisritið - 01.08.1943, Síða 8

Heimilisritið - 01.08.1943, Síða 8
hann veifaði til hennar, varð hún að koma — og ef hann kallaði varð, hún að svara. Hún -hringdi til hans frá einka- síma sínum. Hún heyrði hina titr- andi rödd Saville segja: „Hvenær get ég talað við þig?“ „Komdu hingað“, svaraði hún. „Hjá okkur 'er fjöldi gesta í nokkra daga, en ég get með lagi skotizt frá með þér. um stund, og talað við þig“. „Hefurðu saknað mín, Margaret?' „Já, það veiztu vel“, sagði hún. Þau gátu ekki talað lengur saman símleiðis í þetta sinn. Hún heyrði að bílar staðnæmdust fyrir framan húsið og að brytinn fylgdi gestun- um til herbergja sinna. Húsið berg- málaði af umferð, hlátrum og sam- tölum. Vinir þeirra Margarets og Leons voru að koma. Þegar hún var klædd, gekk hún eins og af tilviljun inn í herbergi Leons, um leið og hún gekk fram hjá því, og sagði: „Saville Cross, kemur hingað ein- hvemtíma á morgun. Hann hringdi til mín. Hann er nýkominn frá Ind- landi". „Það var fallegt af honum að láta okkur vita um heimkomu sína“. sagði Leon, dálítið latmæltur, eins og hans var vani, um leið og hann batt hálsbindi sitt fyrir framan speg- ilinn. Margaret leit fyrirlitlega á hann. Var hann raunverulega svo sljór, að hann myndi ekki eftir því, að Saville hafði elskað hana og að þau hefðu einu sinni verið trúlofuð? Skildi hann ekki, hversu hættulegt það var, að hafa ástvin eiginkonu sinnar gestkomandi á heimilinu? Var hann svo gjörsneyddur mann- legum tilfinningum, að hann renndi ekki grun í það? Eða var hann svo hugfanginn af annarri konu, að hann lét sér það í léttu rúmi liggja? Ef svo var, þá myndi hún brátt komast að því! QAVILLE kom eftir hádegi daginn eftir. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, þá þekkti Margaret hanu ekki aftur, þegar hún sá hann fyrst. Hún var að ganga niður tröppurnar í anddyrinu, þegar hún sá ókunnug- an mann standa við útidyrnar. And- lit hans var þunnt og hárið greitt slétt aftur. En um leið og hún heyrði í'ödd hans, kannaðist hún við hann. Hann tók utan um báðar hendur hennar og leit á hana sömu brennandi aug- unum og forðum. „Margaret. . . þú ert fallegri en nokkru sinni fyrr“. Hún leit á hann þögul og hugsaði með sjálfri sér: „Þessa stund man ég á meðan ég lifi. Þegar ég er orðin gömul og hrum, mun ég lifa hana upp aftur og aftur i anda. Saville er kominn aftur. . .“ „Margaret! Við höfum verið að- skilin nógu lengi. Nú verðurðu að fylgja mér“, hélt hann áfram. Hana hafði svo oft dreymt um að hann segði eitthvað á þessa leið við hana — en hún hafði naumast þor- að að vpna, að sá draumur myndi 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.