Heimilisritið - 01.08.1943, Qupperneq 9

Heimilisritið - 01.08.1943, Qupperneq 9
nokkurn tíma rætast. Nú heyrði hún þessi orð af eigin vörum hans — og hvernig sem á því stóð, þá hljómuðu þau öðruvísi en hún hafði búizt við. Hún leit á hann og sá hann — eins og fyrir andartaki síð- an — sem ókunnugan mann! Það var eitthvað í svip hans, sem benti til þess að hann hefði lifað svall- sömu lífi. „Hvers vegna horfirðu svona rannsakandi á mig?“ spurði hann brosandi. Hún svaraði út í hött, bauð hann velkominn, sagðist síðan ekki mega vera að því að tala við hana núna, og hljóp svo upp í herbergi sitt. Hún stóð við gluggann og starði út. Fyrr um daginn hafði henni kom- ið til hugar, að áður en sól hnigi til viðar, myndi sá atburður gerast, sem hún myndi eilíflega minnast — Þegar Saville kom aftur. Það var að vísu orð að sönnu — en á allt annan hátt en hún hafði áður gert sér í hugarlund. Því að nú var henni það ljóst, að ást hennar á Saville var slokknuð. Henni var hulin ráð- gáta hvers vegna. Ef til vill hafði hið ástríðuríka lífstakmark hennar verið marklaus draumsýn óreyndr- ar stúlku? Hún fór aftur út úr herberg; sínu og gekk hægum skrefum til gestanna. Fótatak hennar heyrðist ekki, því að þykkir gólfdúkarnir kæfðu það. Hún staðnæmdist, þegar hún heyrði á tal tveggja gesta sinna, sem sátu í djúpum setbekk, er stórir HEIMILISRITIÐ stofupálmár byrgðu því sem næst. Annar þeirra sagði: „Jú, hún fer áreiðanlega með hon- um. — Aumingja Margaret er eins og kanína, sem er dáleidd af slöngu. Saville er svona! Hann barf ekki annað en rétta út litla fingur — þá kemur sú sem hann kallar á“. „Já, hann er nú meiri refurinn!“ sagði hinn. „Hann hefur áreiðanlega frá því fyrsta gert ráð fyrir þessu. Leon Winston er sá maður, að hann lætur ekki konu sína frá sér fara, nema sjá henni vel farborða og borga ríflega með henni mánaðar- lega. Og þetta veit Saville. Hann get- ur því slegið tvær flugur í einu höggi: fengið þó, sem hann helzt vill, og þá peninga, sem hann þarf á að halda —!“ Margaret stóð andartak kyrr, eins og steinlíkneski. Þarna lá þá fiskur undir steini. Voru borgir hennar byggðar á slikum sandi? TJÚN átti allt í einu bágt með að 1 A verjast hlátri og gekk út í lauf- skálann. Þar hafði hún mælt sérímót við Saville. Henni myndi ekki veit- ast auðvelt að skýra honum frá þvi, að hún væri orðin honum fráhverf. Og hann auðveldaði henni það ekki. Hann greip hana strax í fang sér og kyssti hana með áfergju. Hún hikaði og leitaði vandræða- lega að orðum, þegar Leon kom að og hjálpaði henni. Hann stóð með hendur í vösum, án þess að nokkur svipbrigði sæust á honum. Saville virtist vera óstyrkastur þeirra. /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.