Heimilisritið - 01.08.1943, Page 10

Heimilisritið - 01.08.1943, Page 10
„Við höfum elskað hvort annað í mörg ár“, sagði hann. „Eg veit það“, svaraði Winston rólega. „Eg er kominn til þess að sækja hana“, sagði Saville. „Eg bjóst alltaf við því, að þér mynduð koma“, svaraði Winston. Svo sneri hann sér að Margaret, brosti og leit á hana með hálflukt- um augum. „Þér eruð fífl!“ hreytti Saville út úr sér. „Eg hugsa, að flestir hafi það álit á mér“, svaraði Leon. ,,Eg nenni ekki að færa sönnur á hið gagn- stæða — ég hef heldur ekkert á móti því að fólk hafi þá hugm.vnd um mig! En ég er nú samt kannski ekki eins vitlaus eins og ég lít út fyrir að vera. Margaret á sjálf að kjósa í þessu máli — hún ræður hvað hún gerir“. Hann leit á hana og spurði með alvöruþunga í röddinni: „Viltu skilja við mig og giftast honum?“ „Nei“, svaraði hún einbeitt. Saville hrökk við og horfði á hana, eins og hann tryði ekki sínum eigin e.vrum. „Eg ætlaði að reyna að segja þér það Saville, þegar Leon kom inn. Þú hefur breytzt eitthvað — ég veit ekki hvernig. En ég. ..“ „Eg skil“, tók Seville fram í fvrir henni háðslega. „Hann hefur keypt þig — með dýrum fatnaði. skraut- gripum og. ..“ „Fyrirgefðu Margax-et — en ég held að það sé ekki um nema eitt að ræða“, sagði Leon um leið og hann sló Saville undir hökuna, svo ótrúlega þungt högg, að Saville féll kylliflatur aftur á bak. Leon nuddaði hnúana og hringdi á brytann. „Kafteinn Ci’oss varð fyrir þvi slysi að detta“, sagði hann. „En hann jafnar sig strax. Viljið þér sjá um að honum vei’ði hjálpað". Brytinn kallaði á þjón sér til að- stoðar og hálfbrosandi báru þeir Sa- ville meðvitundarlausan i burtu. Þeir skildu, hvernig í öllu lá, og báru virðingu fyrir þeim manni, sem gat komið fram sem húsbóndi á sínu heimili. T EON tók hlýlega undir handlegg konu sinnar. „Við megum ekki gleyma því, að húsið er fullt af gestum. Við höfum okkar skyldum að gegna sem gest- gjafar“, sagði hann. Hún fylgdist með honum dálítið hikandi. . Það var áliðið kvölds. Snjóflyksur svifu til jai’ðar, hvítar og þöglar eins og dúnmökkur. Hún var utan við sig — og í fyrsta skiptið. dálítið smeyk við Leon. Því að hún vissi, að hann myndi aldrei að fyrra bragði koma til hennar. Hann hafði komið, en verið vísað frá. Og henni fannst það fremur óá- rennilegt,' að nálgast hann nú, þegar hún hafði grun um að önnur væri í spilinu. Það var ekki um annað að ræða, en að biða og sjá. hvaða árangur at- huganir spæjai'ans hefðu. Jones gaf henni skýrslu miklu fyrr en hún hafði gert ráð fvrir. 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.