Heimilisritið - 01.08.1943, Page 13

Heimilisritið - 01.08.1943, Page 13
Útdráttur úr grein eftir próf. j I Halvor Solbjerg, sem fjallar um j i stórkostlegustu náttúruhamfar- i i irnar, sem veraldarsagan getur i | um — þegar geysistór vígahnött- I i ur hrapaði á jörðina og kom nið- i | ur í Síberíu, 30. júní 1908. Þegar „halastjarnan6 rakst á jörðina FYRIR NOKKRUM ÁRUM mátti lesa þá frétt í heimsblöðunum, að rússneskur flugleiðangur hefði fund- ið. gíg þann, sem hinn risastóri „sí- beríski“ vígahnöttur myndaði; þeg- ar hann féll úr lofti árið 1908. Árekstur þessa vígahnattar á jörð- ina er stórkostlegasta náttúruundr- ið, sem mannkynið hefur sögur af. Það er mun hrikalegra en mestu jarðskjálftar, sem við þekkjum, eins og þeir, sem urðu í Lissabon 1775 og í Japan 1923 — eða hörmulegasta eldgos veraldarsögunnar, eins og Vesúvíusargosið árið 79 og Kraka- taugosið 1883. Árla morguns 30. júní 1908 urðu íbúarnir í Tungusia, vestanvert við Baikalvatnið, skelfingu lostnir, er þeir litu geysistóran eldhnött þjóta eftir himinhvolfinu með stefnu í norð-norðaustur og hverfa nálægt upptökum Tunguskafljótsins. Tekizt hefur að ákvarða stefnu þessa víga- hnattar, eftir framburði hinna fjöl- mörgu sjónarvotta. Hann hefur stefnt undan sól með 40 kílómetra hraða á sekúndu, en þar sem braut hans var gegnt snúningi jarðar um sólina, hefur hraði vígahnattarins verið 70 kílómetrar á sekúndu í af- stöðu til jarðarinnar. Vegna núningsmótstöðu loftsins varð vígahnötturinn fljótlega gló- andi. Á hinni sýnilegu braut sinni, sem var um það bil 700 km. löng, var umhverfis hann bláleitur baug- ur og aftur úr honum var langur hali. Þegar vígahnötturinn rakst á jörð- HEIMILISRITIÐ n

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.