Heimilisritið - 01.08.1943, Síða 16
hjúkrunarkona
Hinn heimsfrægi rithöf-
undur A. J. Cronin skrif-
ar þessa smásögu.
KEGAR Finley Hislop læknir,
* sá Peggy Angus í fyrsta
sinn, fann hann með sjálfum sér,
að hann myndi ekki geta þolað
hana í návist sinni — jafnframt
því sem hann var sannfærður um,
að hún hefði áþekkar tilfinning-
ar í hans garð.
Svo slysalega vildi til fyrsta
morguninn, sem hún var hjúkr-
unarkona á sama spítala og Hisl-
op, að hann kom inn úr dyrun-
um á fleygiferð og rakst beint
i fangið á henni.
Hann hafði lesið langt fram
eftir nóttu og var í versta skapi
um morguninn. Ekki bætti það
heldur úr skák, að regnið
streymdi úr loftinu. Og þegar
hann sté út úr bílnum fyrir utan
spítalann tók hann til fótanna
með höfuðiS framundan sér og
hentist inn. Það var þá, sem hann.
Með því að beita ýtrustu
viljaorku, tókst Angus og
Hislop að vinna keppnina.
var nærri búinn að kollsteypa
Peggy Angus.
Ennþá gramari en áður stað-
næmdist hann og leit á hana.
Hún var bæði ung og fríð —
einkennisbúningurinn fór vel við
hina björtu húð hennar og skæru
augu. Munnurinn var ef til vill
aðeins of stór, en hún hafði fal-
legt bros og tennurnar voru
sterkar og vel hir-tar. Nefið var
dálítið uppbrett og veitti andlit-
inu fjörugan svip. 1 stuttu máli:
Hún var einstaklega lagleg. Það
sá hann á augabragði .... þar
14
HEIMILISRITIÐ