Heimilisritið - 01.08.1943, Page 20

Heimilisritið - 01.08.1943, Page 20
leikari hún var. Þau unnu glæsi- legan sigur, en mótleikai-arnir tóku þó ósigrinum með brosi á vör. „Við vissum það“, sagði Mary Seott. .,Þetta var gersamlega vonlaust fyrir okkur!“ Hislop hinkraði eftir Peggy, þegar leiknum var lokið, og þegar hún kom, bað hann hana um að stanza og sagði: „Fröken Angus! Þér spiluðuð alveg prýðilega! Alveg meistara- lega! Mörgum sinnum betur en ég! Þér verðið að taka mig í kennslutíma fyrir næsta kapp- leik“. Hislop meinti það sem hann sagði, en árangurinn varð annar en hann bjóst við. Þegar hún minntist fyrri framkomu hans í hennar garð, gekk hún út frá því sem vísu, að hann væri að hæðast að sér, og svaraði þess- vegna: „Við verðum að spila saman á meðan á mótinu stendur .... en .... haldið þér, að það væri ekki skynsamlegra af yður að láta mig í friði?“ Hann skildi samstundis, að hún hafði misskilið hann, en áður en hann gat leiðrétt misskilning hennar, var hún hlaupin. ÓTIÐ hélt áfram. Kappleikur eftir kappleik var háður og að lokum átti að berjast um úrslitin. —- Peggy Ang us og Hislop gegn Anne Brown og Doggy — áttu að keppa til úrslita um farandbikarinn. Mikill fjöldi fólks hafði safn- ast saman klukkan þrjú, þegar úrslitaleikurinn skyldi háður. — Doggy var hinn sigurhreifasti. „Þú hefur ekki gott af því að sigra oftar“, kallaði hann yfir netið til Hislop. „Þó liggur við að ég vorkenni þér, að þú skulir verða að láta í minni pokann núna“. „Vertu nú ekki alltof viss“, svaraði Hislop. „Því ekki það? Anne er upp á sitt bezta í dag. En hvað dvel- ur Peggy ?“ „Vertu rólegur .... liún kem- ur!“ Áhorfendurnir heilsuðu Peggy Angus með lófaklappi og fagnað- arópum, þegar hún gekk inn á leikvanginn. Hún var þreytuleg og veikluleg. Á hægri hendinni hafði hún leðurhanzka. „Þér getið ekki spilað með hanzka á hendinni“, sagði Hislop. „Takið þér hann af yður!“ „Ég er með blöðrur á hendinni .... Ég vona að ég geti spilað þrátt fyrir það . .. . “ Áður en Hislop fékk frekari skýringar, var gefið merki um að byrja. Leikurinn var tvísýnn og spenn- andi. Áhorfendurnir stóðu á önd- inni og létu hvað eftir annað í ljós hrifningu sína með miklum fagnaðarlátufti. — Leikurinn var íþróttaviðburSur, sem lengi var í minnum hafður. 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.