Heimilisritið - 01.08.1943, Page 22
af því að hann hafði gefið í skyn
að hann efaðist um hugrekki henn
ar og þrautseigju ....... og hún
hafði leikið þennan erfiða leik
með skaðbrennda hönd.
Auðvitað hlaut hún að fyrirlíta
hann! Og vissulega hafði hún ætl-
að sér að auðmýkja hann ....
og tekist það! Hann hafði óstjórn-
lega löngun til þess að hlaupa
eins og fætur toguðu í klúbbinn
og biðja hana um fyrirgefningu.
En .... það var alveg ógerning-
ur! Hún myndi sennilega ekki
einu sinni hlusta á það, sem hann
ætlaði að segja henni.
En hann vissi, að áður en langt
um liði myndi hann hitta hana
aftur .... og honum varð l]óst
að frá því hann fyrst sá Peggy
Angus hafði harn elskað hana.
Skopsögur um Fordbílinn
Hver lúxusbíllinn á eftir'öðrum
ók upp að gullna hliðinu, en Sankti
Pétur hleypti engum bíleigendanna
inn í Paradís. Loksins kom maður í
gömlum Fordbíl. Þá sagði Sankti Pét
ur: „Farðu bara inn góði maður. Þú
hefur átt við nóga erfiðleika að
stríða á jörðinni, af völdum þessa
bíls“.
Svona voru sögurnar hérna áður
fyrr um Fordbílinn, en þær hindruðu
þó ekki sívaxandi vinsældir hans.
Jafnframt spreyttu gárungarnir sig
á því að finna uppnefni á þennan
ódýra ameríska b;l. Hann var nefnd-
ur negrahjólhestur, sardínudós,
pípuhattur á hjólum, útibaðker o. s.
frv.
Blað nokkuð í Ameríku kom með
þá tillögu, að i stað þess að lífláta
stórglæpamennina í rafmagnsstóln-
um, skyldu þeir dæmdir til þess að
reyna að snúa Fordbíl í gang. Tillag-
an byggist á því, að það var hin
versta þrælavinna að koma fvrsta
FordbHnum í gang. Til þess þurfti
krafta í kögglum og vöðvamikinn
handlegg og ekki síður mikla þraut-
seigju.
Annað Amerískt blað skýrði frá
asna og Fordbíl, sem áttu tal sam-
an.
„Hvað ertu eiginlega?“ spurði asn-
inn.
„Ég er bíll“, svaraði Fordinn.
Asninn brosti í kampinn og sagði:
„Já, einmitt! Þá er ég líka hest-
ur!“
Það er broddur í þessari sögu. Hér
er að lokum saga, sem mun vera
dönsk að uppruna.
Maður nokkur var að ganga fra
bílnum sínum, frostkaldan vetrardag
og breiddi teppi yfir vatnskassann
til þess að verja hann frostinu. ,Þá
veit hann ekki fyrri til en smástrák-
ur stendur við hlið hans og segir
storkandi:
„Þú þarft ekki að breiða teppi
yfir bílinn. Ég er búinn að sjá, að
það er bara Ford“.
20
HEIMILISRITIÐ