Heimilisritið - 01.08.1943, Qupperneq 27
ég sendi vörur svo nokkru nemi yf-
ir til New York. Það eru einkum
knipplingar frá Mecheln og Valenci-
ennes. £>að er góður markaður fyrir
slíka vöru i Ameríku. Fyrir nokkr-
um mánuðum reyndi Bishop að
kaupa mig. En ég vil ekki vinna hja
honum né nokkrum öðrum. Og nú
er hann að reyna að kveða mig í
kútinn. Annars verzlar hann alls
ekki með slíkar vörur. En til þess
eingöngu, að ég geti ekki grætt á
mínum vörum hefur hann keypt
allt sem hann hefur komizt yfir af
knipplingum og öðrum vörutegund-
um, sem hann veit, að ég er að
senda og ætlar að selja þær með
engum hagnaði eða tapi í New York,
til þess að ég sé útilokaður frá sam-
keppninni. Vörur hans eru með
þessu skipi. Og það er útlit fyrir að
„Mauretania“ komist í tækan tíma i
höfn, en ef. .
„Ef, hvað?“
„Já, ég er búinn að segja yður, að
þetta eru fyrstu stóru viðskiptin,
sem ég hef ætlað mér að gera. En
ef Bishop hefði ekki sett fyrir mig
fótinn, þá — ja, þá veit ég ekki
nema að ég hefði verið eins áleitinn
við yður og Budger, Wilson, og hvað
þeir nú heita allir. En eins og nú
standa sakir, þá. . .“
Klukkan var orðin margt, og þau
voru ein á þilfarinu.
„Eins og nú standa sakir, megið
þér kyssa mig ef yður langar til“.
„N. . ..?“
„Eftir hverju eruð þér að bíða —
rnaður?"
\ TÆStA morgun var yndislegt veð-
ur. „Mauritania“ hafði farið
með fullri ferð alla nóttina; það fór
varla hjá þvi, að skipið kæmist í
höfn fyrir hádegi, í síðasta lagi
kortér fyrir tólf. Bob Lee var svo að
segja orðinn gjaldþrota — en í bezta
♦
skapi af gjaldþrota manni að vera.
Hann mætti Dorothy Miller á efsta
þilfarinu.
Hún var í fylgd með auðugum
spjátrungi, Hushley að nafni. Bob
gekk til þeirra, til þess að gefa
Dorothy tækifæri til að losna við
þennan leiðinlega náunga.
„Góðan daginn, fröken Dorothy",
sagði hann og brosti sínu fegursta
brosi.
Hún starði á hann undrandi og
afundin.
„Nú, eruð það þér, Lee?“
Bob vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. Var þetta sama, töfrandi
stúlkan, sem hafði verið draumadís-
in hans alla nóttina?
Hún leit út á hafið og sagði:
„Eg man reyndar ekki e'ftir því,
að ég hafi leyft yður að kalla mig
skírnarnafni mínu. — Já, vel a
minnst, herra Hushley, þér ætluðuð
að sýna mér eitthvað viðvíkjandi
merkjakerfinu. Eigum við að koma?“
Með kátlega grobbnum hreyfing-
um bauð hann henni arminn og þau
gengu i burtu án þess að virða Bob
frekar viðlits.
Bob gekk agndofa af undrun ofan
á næsta þilfar og settist í legustól
til þess að athuga málið, á meðan
iðandi öldurnar spegluðust í hvít-
máluðu þilfarsloftinu.
HEIMILISRITIÐ
25