Heimilisritið - 01.08.1943, Qupperneq 32

Heimilisritið - 01.08.1943, Qupperneq 32
reiðar, knattspvrnu og þar íram eft- ir götunum. ,,Allt þetta var á móti eðli hans og venjum og hafði slæm áhrif á hann. Hann varð alveg upp gefinn og það fór að hvarfla að honum að segja skilið við hana og þetta úti- líf. En ást hans á henni og endur- minningarnar um margar kyrrlátar kvöldstundir, sem þau höfðu notið tvö saman, öftruðu honum ávalt frá því. Maðurinn í gráa frakkanum bað um tvö glös og sagði svo: „Jæja, en hvaða samband er á milli alls þessa og þess sem gerðist uppi á fjöllunum?" „Ég kem bráðum að því“, sagði maðurinn í brúnu fötunum. , Þegar vetra tók fóru þau eitt sinn í leik- hús -— og það var þá — á milli annars og þriðja þáttar í leikritinu „Englar fljúga“ — að hið örlagaríka augnablik rann upp. Joe var að glugga í leikskrá og sá þar æsandi auglýsingu frá veiðifélagi. Án þess að hugsa um annað en að reyna að þóknast unnustunni, stakk hann upp á, að þau færu á dýraveiðar í næstu viku. „Hann mundi eftir því síðar, að hún hafði andmælt því í fyrstu, en hann áleit það vera af kvenlegum veikleika á því að láta ganga á eftir sér. En áður en hléið var á enda höfðu þau bundizt fastmælum um að fara. „Hann hefði ekki getað sagt frá neinu, sem gerðist í þriðja þætti leiksins, af því að hann fór að hug- leiða hvílíka glópsku hann hafði gert sig sekan um. Hann vissi einu sinni ekki hvernig halda átti á byssu og þekkti varla dádýr frá kú. Unnust- an var hinsvegar vafalaust fullnuma í dýraveiðum. Hún myndi komast að raun um, að hann var ekki sá úti- íþróttamaður sem hann hafði viljað láta í veðri vaka að hann væri, frá því fyrst þau kynntust. ,,Nú, en hann gat ekki .snúið aftur frá þessu. Hann fékk leyfi kunningja síns til bess að reyna skotfimina í fjallahéruðum hans. Og svo lögðu þau af stað með nesti og nýja skó, eftir að hann hafði fengið mörg góð heilræði um notkun skotvopna og dádýraveiðar. „Þau höfðu ekið hátt upp á fjöll- in, þegar bylurinn skall á. Hann varð að vísu ekki langvinnur, en þó svo að bíllinn stóð fastur i snjó. „Eins og ég sagði áðan, þá var Joe ekki mikið gefinn fyrir útiver- ur. Hann lagði því til að þau sætu kyrr í bilnum, þar til snjórinn hjaðn- aði eða snjóplógurinn kæmi. Þau gætu neytt kræsinganna, sem þau höfðu haft með sér í nestið, hlustað á útvarpið. rabbað saman og haft það notalegt. „Þau sátu í bílnum alla nóttina. Joe varð þögulli og þungbrýnni eft- ir því sem tíminn leið og stúlkan ekki síður. Loks um tíuleytið morg- uninn eftir sást snjóplógur mjakast í áttina til þeirra. „Joe reyndi að gera hið bezta úr þessu og sagði glaðlega: „Jæja, hjartað mitt, þá getum við bráðum haldið ferðinni áfram, þangað se.n við getum helzt átt von á dádýrun- 30 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.