Heimilisritið - 01.08.1943, Side 33
um. Kannske tekst okkur að skjóta
eitt eða tvö, áður en við förum heim
í kvöld“.
..Stúlkan hafði setið ólundarleg og
þögul allan morguninn. Joe bjóst við
að það væri af því, að hún væri orð-
in syfjuð og leið að sitja svona alla
nóttina. Hann vissi því ekki hvaðan
á sig stóð veðrið, þegar hún snéri
sér að honum og sagði gremjulega:
,.Þú með allar þínar útiíþróttir!
Knattspyrnu! Dýraveiðar! Þú gerir
út af við mig! Bara af því að ég
varð að hjálpa pabba og kunningj-
um hans einu sinni á golfvellinum,
hugsar þú að ég sé einhver „sport-
idjót“, eins og þú! Þú dregur mann
með þér, sumar jafnt sem vetur,
hingað og þangað. sem þig langar,
þegar ég á ekki aðra ósk heitari en
að vera heima í friði og ró!“ Hjn
hnussaði og bætti svo við: „Komau
mér heim. Þar ætla ég að vera í
allan vetur og ég vil ekki sjá þig og
þitt útisport“.
IV/IAÐURINN á brúnu fötunum
1 þagnaði og leit hugsandi í bragði
ofan í tómt glasið sitt.
„Já, haltu áfram, ljúktu við sög-
una!“ sagði maðurinn í gráa frakk-
anum. „Ég gen ráð fyrir að þau hafi
loks komist að raun um, hversu
vel þau áttu saman. og gengið í
það heilaga, ha?“
„Gifst? Nei, nei og aftur nei!
Hafði hún kannske ekki slegið ry%i
í augu honum og látist vera allt
önnur en hún var í raun og veru,
hvorki meira né minna en í hálft
ár? Þóttist hún ekki vera útiíþróttta-
kona, án þess að vera það, ha? Joe
er of skynsamur til þess að kvæn-
ast svo undirförlum kvenmanni! —
Hæ, Jack! tvo til“
Maðurinn í gráa frakkanum kall-
aði: „Hafðu þá fjóra, Jack“.
Sjaljapin langaði í konjak
Einu sinni var Sjaljapin í hófi
hjá lækni nokkrum. Hann bað
lækninn um að gefa sér eit-t
glas af konjaki. Læknirinn hik-
aði, því að hann vissi að Sjalja-
pin var magaveikur og þoldi ekki
að smakka vín.
„Það er alveg óhætt“, sagði
söngvarinn. Ég er svo óupplagð-
ur. Eitt glas af konjaki gerir mig
að öðrum manni“.
Læknirinn lét undan og Sjalja-
pin varð hinn glaðasti. Hann
danzaði, sagði skopsögur og daðr-
aðí við stúlkumar. Þegar hann
hafði fjörgað gestina með. glað-
værð sinni snéri hann sér að
lækninum og sagði:
„Þér sjáið það, að eitt lítið
konjaksglas hefur gert mig að
öðmm manni. Viðurkennið það
að ég er orðinn allt annar mað-
ur“.
„Já, það eruð þér sannarlega*!,
svaraði læknirinn.
„Ágætt“, sagði Sjaljapin. „Nú
óskar þessi nýi maður líka eftir
einu konjaksglasi".
HEIMILISRITIÐ
31