Heimilisritið - 01.08.1943, Side 36

Heimilisritið - 01.08.1943, Side 36
fyrirvaralaust. Sá verður vondur. En ég hlæ að honum. Þá reynir hann að kyssa mig aftur, en ég leyfi honum það ekki. Hann hrist- ir mig þá líklega, en ég kalla hann skepnu. Bara ef ég gæti gert hann nógu reiðan, þá slær hann mig kannske. Það væri al- deilis uppsláttur! Ég hef aldrei áður verið slegin af karlmanni. Þá fæ ég nokkuð sem bragð er að, til þess að segja Tessy frá á morgun. Konan hans er samt asni. Jæja, þá er að hefjast handa .... EIGINKONAN: Nei, sko húsaskúmið þarna í horninu — ég verð að segja Emmu frá því, hún litur aldrei upp fyrir sig. — Er bamið að gráta? — Skyldi þetta ekki vera heppilegur tími, til þess að segja Jóni frá hattinum, sem ég sá í gær? Hann þarf að fara að láta klippa sig, en ég minni hann ekki á það. Ætli að hann gleymi nú ekki að panta hreingerningar- mennina í dag? Fari það í heit- asta. Það er komin rigning og ullartreyjan mín er úti á snúru. — Ég vissi að ég heyrði í bam- inu. BJARTSÝNISKONAN: Hann elskar mig! NAPOLEON GAT SOFIÐ Napoleon sagði eitt sinn: ,,Ég hef sérhvert áhugamál í huga mér líkt og í skúffum. Ég dreg út eina skúffuna og ýti annarri inn eftir vild. Ég hef aldrei legið andvaka vegna óvelkominna hugs- ana. Ef ég ætla mér, loka ég öllum skúffunum og sef. Ég hef alitaf sofnað, þegar ég hef þarfn- ast hvíldar, og venjulega eftir eigin viid”. Þetta minnir á sögu sem sögð hefur verið af Napoleon í einni af orrustum hans. Hann svaf værum svefni í 'tjaldi sínu, á með- aai byssumar þrumuðu. Einn af hershöfðingjum hans læddist inn í tjaldið og tók í öxl keisarans og hvíslaði: „Vaknið”. Bonaparte opnaði annað aug- að og sagði: „Hvað viljið þér?” Hershöfðinginn baðst afsökun- ar á ónæðinu og skýrði svo óða- mála frá þvi, að óvinirnir væru að hefja óvænta árás á hægri fylkingararm hersins. „Fylkingararm okkar!” sagði Napoleon. „Nú farið þér í tösk- una mína og takið þér skjölin. sem merkt eru „Árás á hægri fylkingararm”. Farið þér eftir é- ætluninni. Góða nótt”. Svo snéri Na|poleon sér tii veggjar og steinsofnaði á auga- bragði. 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.