Heimilisritið - 01.08.1943, Page 37
TLU
Eftirlætissaga Rockefellers
John D. Rockefeller hafði gaman
af því að segja skopsögur á elliár-
um sínum. Þetta var eftirlætissaga
hans.
í jámbrautarlest nokkurri þrevtt-
ist óstyrkur kvenfarþegi aldrei á því
að spyrja lestarstjórann ólíklegustu
spurninga. Síðasta spumingin var
þessi:
„Segið þér mér, hversvegna veifið
þér, þegar lestin á að fara af stað?“
Lestarstjóx-inn, sem var loks búinn
að missa þolinmæðina, sagði:
„O, þegar ég veifa táknar það
bara: farið til fjandans'*.
Einn af farþegunum, sem heyrði
þetta óskammfeilna svar lestarstjór-
ans. aðvaraði hann og sagði að kon-
an, sem hann hefði verið að tala
við, væri eiginkona forstjóra jám-
brautarfélagsins. Lestarstjóranum
brá heldur en ekki í brún, gekk til
konunnar, tók ofan og fór af mikilli
undirgefni að biðjast afsökunar.
Hún sagði ekki orð — hún veifaði
bara til hans.
í pósthúsinu
Maður nokkur kom fyrir
nokkrum árum inn í póstaf-
greiðsluna í Reykjavik með sendi
bréf. Hann keypti sér frímerki
og límdi það sjálfur á umslagið.
En í ógáti lét hann mynd og
stafi frímerkisins snúa á höfði.
Hann vék sér því að póstþjón-
inum og segir:
„Gerir nokkuð til þó að ég
hafi sett frímerkið á höfuðið?“
Hinn svaraði:
„Já, vissulega. Ef senda á bréf-
ið, þarf frímerkið að vera á um-
slaginu“.
Heyrnardepra
Gamla konan í kotinu er að
ljúka við að lesa sendibréf, þar
sem þeim hjónunum er tilkynnt,
að dóttir þeirra, sem dvalið hafði
í næsta héraði, sé dáin.
Hún snýr sér því að bónda sín-
’um, sc:u er ákaflga heyrnarsljór,
og kallar:
„Hún dóttir okkar er dauð!“
Karlinn starir á hana stein-
hissa og svarar:
„Ha! Sendi hún okkur sauð?“
„Hún dóttir okkar er önduð!“
hrópar kerling hálfu hærra.
„Ha? Fór hún suður með sönd-
um?“
Kerling verður gröm og öskr-
ar í eyra karlsins:
„Hún dóttir okkar er komin í
Himnaríki!"
Karlinn hristir höfuðið og seg-
ir mæðulega:
„Hvaða bölvað flakk er á stelp-
unni. Er hún nú komin í hina
víkina“.
HEIMILISRITIÐ
35